6.3.2007 | 13:29
Kvennaátak Samfylkingar
Það er athyglisvert hversu illa Ingibjörgu Sólrúnu gengur að höfða til kvenna eftir að hún varð formaður Samfylkingarinnar. Hún var einn af leiðtogum Kvennalistans, borgarstjóri í Reykjavík og í síðustu kosningum var hún forsætisráðherraefni Samfylkingar og var gert út á sérstöðu hennar sem konu í kosningabaráttunni. Í nýrri könnun sem fjallað er um í Morgunblaðinu kemur í ljós að 44% kvenna sem kusu Samfylkingu síðast myndu ekki kjósa hana ef kosið væri í dag. Skjálfti er kominn í stuðningslið Ingibjargar og gekk t.d. tölvupóstur frá stuðningskonum hennar milli manna fyrr í vetur þar sem kostir hennar voru tíundaðir. Stuðningskonur hafa skrifað greinar í blöð og núna síðast skrifar Kristrún Heimsdóttir stuðningsgrein í nýjasta hefti Krónikunnar.
En hvað veldur því að fylgið hverfur frá Samfylkingunni? Það er engin ein einföld skýring á því, frekar samspil nokkurra þátta. Hér á eftir koma nokkrar hugsanlegar skýringar og er þessi listi enganveginn tæmandi:
1. Samfylkingin er ekki mjög trúverðug þegar kemur að umhverfis- og stóriðjumálum. Þeir sem eru andvígi stóriðju og vilja leggja áherslu á umhverfismál vilja ekki fresta framkvæmdum, þeir vilja fá skýrt NEI líkt og Vinstri grænir bjóða upp á.
2. Evrópu og Evruumræða Samfylkingarinnar er ekki að skila þeim miklu. Í skoðanakönnunum er ekki mikill stuðningur við þau mál og það eina sem Ingibjörg Sólrún gerir er að fæla frá þá sem eru efins um ESB og Evruna.
3. Össur Skarphéðinsson gerir henni og flokknum síðan endalausar skráveifur með bloggi sínu og ummælum í fjölmiðlum. Það er flestum ljóst að hann virðist ljóma þegar fylgi Samfylkingarinnar mælist endurtekið mun minna en þegar hann var formaður.
4. Jón Baldvin Hannibalsson hefur, líkt og Össur, lítið gert til þess að hjálpa Ingibjörgu Sólrúnu. Það er engum formanni gott að hafa fyrrverandi formenn og leiðtoga endalaust gjammandi og með aðfinnslur í fjölmiðlum.
5. Ingibjörg vann góða sigra með R-listanum í Reykjavík en henni hefur ekki tekist að yfirfæra sterka stöðu sína sem leiðtoga R-listans yfir á formensku sýna hjá Samfylkingu. Sennilega spilar þar inn í hvernig hún hvarf frá borgarstjórastólnum, þar sem flokksmönnum hinna R-listaflokkanna fannst þeir sviknir, og hvernig hún beið með að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Þegar hún loksins bauð sig fram til formennsku var hún ekki lengur sá sterki leiðtogi sem hún var sem borgarstjóri R-listanns.
6. Ingibjörg Sólrún vill fá stuðning kvenna, en samt sá hún sér ekki fært að styðja Steinunni Valdísi í leiðtogavali í borginni né í þingsæti í prófkjöri. Engin gagnrýni hafði komið fram á störf Steinunnar sem borgarstjóri frá flokkssystkinum og því hefðu flestir talið að réttast væri fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að styðja hana en hún valdi Dag B. Eggertsson. Kjósendur Samfylkingar sjá þetta og finnst það því ekki trúverðugt þegar stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar reyna að höfða til kjósenda út á það að hún sé kona.
Sennilega geta lesendur komið með enn fleiri skýringar á lánleysi Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum þessa dagana. Það verður áhugavert að sjá hvort að Ingibjörgu Sólrúnu takist að snúa stöðunni við og sannfæra kjósendur um að Samfylkingin sé raunhæfur kostur í næstu kosningum.
Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.