24.2.2007 | 09:18
You´ll never walk alone
Að einu leyti er ég líklega aðeins óvenjulegur maður - ég held nefnilega ekki með neinu fótboltaliði. Fyrir kom á uppvaxtarárunum að ég velti fyrir mér hvort ég ætti ekki að halda með einu slíku, en eiginlega skildi ég aldrei af hverju ég ætti frekar að halda með þessu eða hinu liðinu. Skildi bara ekki af hverju það gæti varðað mig hvort ungir menn frá þessari eða hinni borginni í Bretlandi sendu bolta oftar í eitthvað net. Ég næ alveg ánægjunni við að horfa á snilldar íþróttir en þessu með að velja sér lið skil ég enn ekkert í.
Tenging manna við fótboltalið virðist hins vegar stundum ævintýralega sterk hjá þeim sem ánetjast. Menn fara að skilgreina sig út frá liðinu, merkja sig í bak og fyrir, bílinn sinn, börnin og jafn vel líkkistuna. Nú þegar farið er að líta á íþróttafélög sem fyrirtæki sem eru m.a. rekin í hagnaðarskyni er farið að spila skipulega á þessa þörf, eins og sjá má í slagorðinu You´ll never walk alone.
Vonandi móðga ég engan þó ég velti aðeins fyrir mér hvaðan þessi þörf kemur, að skilgreina sig sem hluta af einhverjum stórum hópi. Þetta virðist liggja djúpt í mannlegu eðli, enda allir tengdir einhverjum hópi hvort sem það er íþróttafélag, stjórnmálaflokkur, bræðralagsregla, saumaklúbbur eða þjóð. Oft verða síðan deilur milli þessara hópa hvort sem það eru áflog milli fylgismanna íþróttaklúbba eða stríð þjóða.Kannski þetta sé óbreytanlegur þáttur í mannlegu eðli og það geri heiminn friðsælli ef menn geta fengið útrás í áhorfendastúku fótboltans. Það má hins vegar einnig vera, að það sé lærð hegðun að fara í átök við aðra hópa, þannig að uppeldi íþróttanna leiði óbeint til aukins ofbeldis. Ekki veit ég svarið við þessum spurningum.
Það merkilega við stuðningsmenn íþróttafélags hefur mér stundum fundist að sumir þeirra hafa tilhneigingu til þess að tengjast stjórnmálaflokknum sínum á sama hátt og íþróttafélaginu. Þeir styðja bara sitt fólk í baráttunni býsna skilyrðislaust.
Nýlegt dæmi um þetta gæti verið álit einhverra á málskotsrétti forseta. Þó ég sé ekki stjórnmálafræðingur var það tilfinning mín að flestir hér á landi hafi hér á árum áður verið á þeirri skoðun að málskotsréttur forseta væri í gildi og væri skynsamlegur, enda kennt um hann í skólum. Eftir að málskotsréttinum var síðan beitt hafa skoðanir manna á þessu afmarkaða stjórnsýslutæknilega atriði skipst mjög eftir flokkslínum. Þeir, sem hafa litið á forsetann sem hluta af hinu liðinu í stjórnmálum, virðast margir ákveðnir um að málskotsréttinn þurfi að afnema, þrátt fyrir að þetta atriði sé svo afmarkað að vart sé hægt að búast við að afstaða manna til þess fylgi skoðunum manna til hægri eða vinstri. Eru einhverjir að fylgja hópnum sínum án þess að taka málefnalega afstöðu sjálfir? Upplifðu menn að málskotsréttinum hefði verið beitt gegn sínum mönnum og voru því allt í einu á móti réttinum?
Tryggð manna við fótboltafélögin er yfirleitt ævilöng og menn skipta sjaldan um skoðun. Það sama virðist merkilega oft eiga við um stjórnmálin. Þó stjórnmálaflokkarnir skipti út fólki í framboði og verulegar breytingar geti orðið á málefnum flokkanna virðast margir aldrei skipta um flokk sem þeir kjósa.
Getur verið að hjá einhverjum séu sömu heilastöðvar að verki þegar kemur að því að styðja sína menn, hvort sem um er að ræða stjórnmál eða fótbolta?
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ungur ad arum helt eg med ensku fotboltalidi en thad ox af mer, og eg er sammala ad ekki finnst mer mikid vit i ad hafa sterkar tilfinningar til lids a Englandi eda i odrum londum, thott alltaf se gaman ad sja godan fotbolta. En thad er augljost ad thad er mikil hjardmennska i mannskepnunni og rett ad menn halda med stjornmalaflokkum eins og fotboltalidum oft.
Eg er hins vegar alls ekki sammala vardandi daemid sem tekid er. Thar braut madurinn rika hefd, akvaedid var sett inn thegar thjodin hafdi sed hvernig einn madur hafdi drifid alla verold i heimsstyrjold, thad voru adrir timar. Enginn forseti hafdi beitt thessu akvaedi og hofdu tho morg meiri alitamal komid a dagskra, s.s. EES samningurinn svo adeins eitt se nefnt. I thessu mali voru storf thingsins og thingraedid sett i ovissu fyrir daegurmal. Log sem einfalt hefdi verid fyrir naesta thing ad breyta ef thau hefdu verid slik olog. Vigdis Finnbogadottir sagdi ad i hennar huga aetti alls ekki ad nota thetta akvaedi nema um oafturkraefar akvardanir vaeru ad raeda. Mig minnir ad hun hafi nefnt daemi og kemur Karahnjukamalid i huga, thott eg thori alls ekki ad fullyrda ad hun hafi nefnt thad. Hvernig getur nokkur madur sagt ad af ollum theim malum sem islenska thingid hefur afgreitt se thetta thad sem mest reid a ad brjota thessa hefd, setja storf og logssogu thingsins i uppnam? Fra minum baejardyrum sed naer thetta mal langt ut fyrir fotboltalidsfylgni landsmanna vid stjornmalaflokka, enda hafa Islendingar oftast viljad sameinast um forseta sinn sama hvar i flokki their standa. Thvi midur hefur thad breyst, their virdast ekki geta thad nu.
Steinar (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.