21.2.2007 | 16:21
af hrímþursum
nú hefur gunnar birgisson í kópavoginum vakið mikla athygli með nýjasta útspili sínu er hann sendi jarðýturnar á trén og skógræktarsvæðin í landi sínu. í umræðunni sem hefur skapast standa allir á öndinni af hneykslan, sama úr hvaða flokki það kemur eða hvaða þjóðfélagsviðhorf það hefur. nú er aðför gunnars að trjám að sjálfsögðu hneykslanleg, virðingarleysið gagnvart þeirri ástríðu sem fólk hefur gagnvart gróðri og gróðursetningu skelfileg og hörð viðbrögð þess fólks skiljanleg. en ég get ekki annað en viðurkennt að einhver púki sem býr í manni finnst þetta líka svolítið fyndið. þetta er eitthvað svo brútal, eitthvað svo á skjön við allan pólitískan rétttrúnað að gera svona að púkar fara að glotta. ég veit ekki hver hefur fóðrað þennan púka, kannski var það sjö þúsundasta ræða vigdísar finnbogadóttur í sjö þúsundasta skiptið sem hún gróðusetti eitthvað jólatré uppi á öræfum og flutti svo hjartnæma ræðu um atvikið að fólki fannst sem gróðursetning hennar jafnaðist á við það stærsta sem mannsvitið hefur afrekað.
en ljóst er að maður má ekki fóðra svona púka. maður verður að svelta þá. því ástríðan sem fólk hefur lagt í trjágróður er sambærileg við hvaða aðra ástríðu, hvort sem það er við vinnu sína, hjónaband, fjölskyldulíf eða áhugamál. og að senda jarðýtur og skurðgrafir á afrakstur slíkrar ástríðu er náttúrulega algjörlega ótækt.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Mér finnst nú vel til fundið að uppnefna Gunnar I. Birgisson hrímþursa, hann er óneitanlega þesslegur með sinn strigabassa. Svo var hann líka skemmtilega ósvífinn í öllum tilsvörum vegna þessa máls, svona rétt eins og hrímþursi:
Blóðrisa land,
mölvað af knútum og köglum,
klórað af hrímþursa nöglum,
blóðrisa land!
orti séra Matthías vorið 1888 og hefði eins getað verið að yrkja til Gunnars I. Birgissonar og uppákomunnar í Heiðmörk.
Árni Matthíasson , 21.2.2007 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.