17.2.2007 | 16:24
firring nútímans
Í gömlum ritum eru víða fjálglegar lýsingar af fegurð hernaðarmannvirkja einsog hárra borgarmúra eða kastala. En óvarin þorp eða borgir fá iðulega slæmar lýsingar. Ástæðan er augljós þarsem háir borgarmúrar táknuðu vernd og öryggi fyrir fjölskyldurnar. Þegar innfyrir múrana var komið með fjölskylduna var fyrst hægt að anda léttar, hættan á árásum frá bandíttum og bófaflokkum var liðin hjá. Fegurðarskyn fólks var fyrst og fremst tengt öryggistilfinningu, velferð, heilbrigði eða mat, enda lítill tími til að njóta umhverfis síns þegar maður er stöðugt að leita að ógninni í því.
Hið ótrúlega langa friðartímabil á vesturlöndum hefur haft þau áhrif að upp eru komnar kynslóðir sem líta á öryggið sem sjálfsagt. Aðallega vegna þess að hinir gríðarlegu hernaðaryfirburðir vesturlanda veita okkur algjört öryggi. Öryggið er sjálfsagt við núverandi aðstæður. Þau örfáu þúsund manna sem hafa fallið á vesturlöndum vegna hryðjuverka er bara smáprósenta í samanburði við þá sem falla í bílslysum, morðum eða veikindum. Hryðjuverk ógna ekki lífi vesturlandabúa sem stendur og engin hernaðarógn steðjar að þeim. Sem stendur ógna hryðjuverk fyrst og fremst hagsmunum efnahagslífsins. Þetta hefur leitt til mikilla breytinga í hvernig fólk horfir til hers og hermanna á vesturlöndum. Áður var horft með lotningu á hermennina ganga hjá, því nálægð fólks við hættur heimsins var mikil og öryggið sem hermennirnir veittu var áþreifanlegt. Fegurð herflokka var mærð. Í dag horfir maður forviða á smástráka í heimskulegum búningum og skilur ekkert hversvegna í ósköpunum þessi grey hafa valið jafn asnalegt starf. Byssurnar sem þeir hengja um axlir sér virka einsog heimskuleg leikföng. Gegndarlausir hernaðarlegir yfirburðir vesturlanda hafa búið okkur svo öruggt samfélag að í raun þýðir nálægð vopna alltaf frekar hættu en öryggi í samfélagi okkar. Sú upplifun fólks í öruggu samfélagi hefur leitt til þeirrar firringar að vera á móti hermönnum og hernaðaryfirburðum eigin samfélags (samfélagi vesturlanda) sem veitir í raun þetta öryggi. Sú firring mun aðeins aukast með árunum.
Þegar ég var með stjúpdóttur mína í dýragarðinum í Kaupmannahöfn og hún teygði hendur sínar í gegnum grindina í átt að sæta ísbirninum sem var í tveggja metra fjarlægð frá henni varð mér hugsað til þess að hún mun aldrei kynnast þeirri náttúrulegu grimmd sem býr í villidýrum. Hún teygði smáar hendur sínar í átt til dýrsins. Hún er ekki nema nokkur kíló, þegar hún er reið og slær mann þá finnur maður varla fyrir því, hún gæti ekki varist ketti eða mús sem myndi ráðast á hana. Í tveggja metra fjarlægð var hundrað kílóa ísbjörn, með beinsterkar klær, tennur sem gætu rifið menn í sundur og styrkleika til að brjóta hvert bein í líkama manna. Á fjórtándu öld eyddi einn ísbjörn nánast allri byggð í dal á ströndum, það var á annan tug karlmanna, kvenna og barna. Stjúpdóttir mín mun aldrei kynnast því afþví að hún þarf það ekki. Hún mun aldrei kynnast ísbirninum á annan hátt en sem sætum og skemmtilegum í dýragarðinum eða sem syngjandi og dansandi í teiknimyndum Disneys. Við höfum byggt okkur það öruggt samfélag hér á vesturlöndum að við þurfum ekki að óttast þau. Aftur á móti eru samfélög úti í heimi sem eru ekki svo örugg og missa menn við árásir dýra og drepa dýr sér til varnar. Það verður alltaf algengara og algengara að fólk á vesturlöndum finni frekar til með dýrunum sem fólk í þessum samfélögum drepa því það skynjar ekki ógnina sem fólk í óöruggari samfélögum lifir við. Sú firring mun bara aukast með árunum.
Public affairs hetjur og almannatengsla sérfræðingar víkinganna á 9. öld sem fundu þetta land og fóru aftur til Noregs til að fá fólk til að koma til Íslands voru með sín slagorð. Öflugasta auglýsinga slagorðið var "þar drýpur smjör af hverju strái!" Mörg önnur voru öflug einsog að landið væri skógi vaxið (nóg af byggingarefni) og nóg að bíta og brenna. Augu Norðmanna opnuðust fyrir fegurðinni í smjörinni sem draup af stráum hér og fólk streymdi til landsins. Auglýsingasérfræðingar nútímans reyna líka sitt til að fá fólk til landsins. Nú eru slagorðin "Fire and ice!", hér spúa fjöll eldi og brennisteini sem leggur jarðir í eyði, hér er frost og snjór svo mikill að ekki sést í stingandi strá tíu mánuði ársins! Það er skemmtilegt að hugsa til þess hvernig það hefði virkað fyrir víkingana að segja fólkinu í Noregi að koma til Íslands með loforði um eldgos, brennandi hrauneðjur og svo gegndarlausan kulda að aðeins sé sambærilegur við hel. Norðmenn hefðu hryllt sig við og ekki getað séð fegurðina í því. Bleik tún fengu Gunnar á Hlíðarenda til að snúa við og fara hvergi. Hann sagði ekkert um Kárahnjúka, hann sagði ekki: "Hér eru hamrar, melar og móar, hér vil ég deyja úr hungri og horfa á fjölskyldu mína veslast upp eða deyja í eldi, brennisteini eða kulda". Auðvitað duga þessi slagorð betur í dag, þarsem allir geta bara keypt smjör útí næstu búð fyrir hundrað kall og nenna ekki að þvælast á milli landa til að horfa á smjör leka af stráum.Við höfum búið okkur svo öruggt samfélag að eitthvað fólk sem við ekki þekkjum kemur bygginu í brauðið okkar og smjörinu fyrir í búðinni þannig að við getum alltaf gengið að því vísu. Þannig hefur fegurðarskynið okkar breyst í þessum lúxus. Sama gildir um virkjanir. Þegar Íslendingar voru molbúar og lifðu við eymd í myrkri Íslands mestan hluta ársins við veikan yl af eldi, dýrum og mönnum - en mest þó bara í skítakulda - þá var magnað að sjá menn byggja virkjanir. Menn störðu í aðdáun á byggingarnar og mærðu fegurð mannvitsins og hamingjunnar sem þessi mannvirki færðu þeim. Ljós komu í bæinn, hiti og hlýja. Við höfum byggt okkur svo öruggt samfélag að sérhver manneskja hér á landi býr í hlýju húsi með ljósi. Bæði ljós og hiti er mögulegur allan sólarhringinn. Þá fengu þeir orður, hrós og voru hugsjónamenn sem færðu ljós og hita inní hús - byggðu virkjanir. Í dag plana hugsjónamenn árásir sínar gegn sjónmengun og hljóðmengun í vel hituðum húsum sínum, með ljósin kveikt og eru sæmdir orðum og hrósi. Nýta ævi sína í ljósi og hita í baráttu gegn sjónmengun og hljóðmengun. Ef einhver afturgengin forfeðra okkar skyldi rekast á þennan texta þá ætla ég mér og honum til gamans að endurtaka þessi orð fyrir hann: sjónmengun og hljóðmengun. Ég veit að honum þættu þau svo fyndin. Firring samfélags sem færist sífellt fjær skítalyktinni í beljunum, taðinu í túnunum, svitanum og tárunum sem virkjanir kosta, tengslunum milli þess lúxus sem við lifum við og hvernig hann er tilkominn er eðlileg. Fólki er vorkun. Rétt einsog Mariu Antoinette var vorkunn þegar hann sagði um hungraðann almenninginn að fyrst hann gæti ekki fengið brauð ætti hann þá bara að borða kökur. Við lifum í Mariu Antoinette þjóðfélagi. Firringin er eðlileg, því það er ekki hægt að skýra út fyrir manneskju sem fær alltaf kökurnar sínar og brauðið sitt uppí hendurnar að það hafi reyndar kostað svita og tár annarra manna að koma þessu uppí hendurnar á henni. Það er ekki hægt að skýra út fyrir henni að þótt hún fái alltaf bæði kökur og brauð að þá fá flestir bara brauð og ef brauðið er ekki til eru tæpast kökur til. Það er ekki hægt að skýra út fyrir henni hvernig samfélagið virkar því hún lítur á öryggi sitt sem sjálfsagt, en skilur ekki að það eru hermenn sem veita henni þetta öryggi, hún skilur ekki að það er fólk í ljótum bakaríum, sveittir og ógeðslegir sem baka brauðið hennar og kökurnar, Maria Antoinette skilur ekki að þegar hún fer uppá fjall til að mótmæla virkjun eða stíflu þá notar hún álsúlur til að koma tjaldinu sínu upp, hún er vernduð af lögreglunni og hjálparsveitir bíða í viðbragðsstöðu ef hún skyldi slasa sig sem er allt borgað af vinnandi fólki, góðu efnahagsástandi. Í dag er fólk orðið svo firrt að það kallar það firringu að finnast virkjun eða stífla falleg. Sú firring mun aðeins aukast með árunum.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
efnahagslegir yfirburðir hafa aldrei dugað til einir og sér nema þeir séu verndaðir með borgarmúrum, lögreglu eða her. öll dæmi um herlausar þjóðir, hvort sem það eru þjóðir úr nútímanum einsog ísland og eða costa rica eða úr sögunni hafa getað leyft sér herleysi aðeins vegna þess að þeir njóta herverndar annarsstaðar frá.
varðandi siðleysi vesturlanda þá veit ég ekki hvort það sé meira í samfélagi manna frá vesturlöndum heldur en öðrum löndum. ég á erfitt með að trúa öðru en að það heimsveldi sem ríkir nú sé með þeim skárri sem hafa ríkt í sögunni. þótt siðleysið sé víða, illa ígrundaðar innrásir og viðbjóður fylgi áfram mannskepnunni hvar sem hún drepur niður fæti.
varðandi síðasta punktinn þinn að þá er ég eiginlega alveg sammála þér. fegurðarskyn mitt er einnig mótað af því samfélagi sem ég lifi í og ég myndi frekar vilja halda dimmugljúfrum heldur en að fá enn eina virkjunina.
Börkur Gunnarsson, 18.2.2007 kl. 12:15
Vel skrifað
kv.
Guðmann Bragi Birgisson
GBB (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 11:31
fallegt af þér að finnast samúð með dýrum vera firring *hóst* - slíkt virðingarleysi fyrir sköpuninni tel ég reyndar vera mjög hættulega firringu, en það er líklega auðveldara að hætta bara á dýr sem samúðarverð. Þú um það. Mér finnst það líka mjög firrt af íslendingi að telja sig geta vitað hvernig fólki líður sem hefur upplifað stríð, einsog þeim sem eiga ömmur og afa í nágrannalöndum okkar líður eftir síðari heimstyrjöldina til dæmis bara útaf sögum frá þeim sem þurftu að upplifa hana, eða þá fyrri heimsstyrjöldina, og öll óteljandi trúarbragðastríðin sem geysuðu í Evrópu gegnum söguna, bara svona sem dæmi. Ísland hefur aldrei kynnst neinu slíku, nema í miðaldaskáldsögum og nútímanum þegar aðgengi að upplýsingum gefur okkur kost á að sjá hvernig mannfólkið er að stúta öllu í kringum sig og uppsker bara virðingarleysi frá náttúrunni sem sér um að svara fyrir hluti einsog skógarhögg og annað. Við megum ekki eiga von á góðu fyrir að útrýma ísbjörnum en það líður að því. Ef við tökum bara atburði síðustu aldar fyrir þá hefur hvert valdaránið fylgt öðru útum allan heim vegna þess að öflugur her undir stjórn brjálæðings nær völdum, það er einsog þú gerir alls ekki ráð fyrir því - en það er á hreinu að nálægur her hefur ekki alltaf verið fagnaðarefni fólksins, eini munurinn er þetta frelsi til þess að hafa siðferðiskennd og að láta réttlætið ætíð ráða för - sem breytir lífi fólks á vesturlöndum í dag. Við megum mótmæla, við megum berjast gegn valdagræðgi og spillingu og umfram allt er okkur sem samfélagi frjálst að passa að fátæklingar erlendis neyðist ekki til þess að spilla guðdómlegri náttúru og þarmeð storka dýrunum sem síðan ráðast á þá og drepa. Vandamálið er maðurinn og það hvernig hinu mannlega samfélagi sem er bara alveg sama hvort að aðrir menn lifa eða deyja. Það er mjög lágt lagst að fara að kenna dýravinum og eða dýrum um almenna eymd í þriðja heiminum!
hermennska er enn hluti af lífi okkar, þó að ónauðsynlegur sé, en það er ekki einsog hver einasta kynslóð og landsvæði breyti ekki ímyndum sínum og upplifunum um her, t.d í gegnum árhundruðin á Íslandi þá gleymdu flestir algerlega að hugsa um her, en á meðan voru hermenn að slátra eigin þjóðum víða....
takk fyrir - annars var þetta áhugavert til að pæla í
halkatla, 20.2.2007 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.