Grínfréttaþáttur með hægrislagsíðu

newsNú er kominn í gang grínfréttaþáttur með hægrislagsíðu í Bandaríkjunum. Framleiðendurnir segja að það sé miklu meira en nóg af samskonar þáttum sem geri stanslaust grín að hægrimönnum; það sé alltaf hægt að kveikja á sjónvarpinu og sjá einhverja berja á Bush foresta. Framleiðendurnir telja þeir áhorfendur sem vilji sjá gert grín að vinstraliðinu hafir algerlega gleymst og því sé kjörið að senda út þátt með hægrislagsíðu.

Þátturinn heitir "The 1/2 Hour News Hour" og er (vitanlega) sendur út á Fox fréttarásinni. Þátturinn er byggður upp eins og fréttatími og var í fyrsta þættinum meðal annars gert grín að frambjóðandanum Barack Obama. Fox fréttarásin ætlar í byrjun aðeins að senda út tvo þætti og sjá svo til með framhaldið. Það er því ekki ljóst hversu langlífir þættirnir verða en nú þegar er hægt að sjá hraustleg skoðanaskipti um fyrsta þáttinn á netinu.

Einn segir: "Just when you think this station can't sink any lower, it does." og honum er svarað: "Sink any lower in the eyes of a left-wing nut?" Annar segir: "Another blatant attempt to appeal to the bias of rightwing extremists in America." Og enn einn athugasemdin: "I love seeing all the posts about the "right wing" bias Fox news.....yet, I never see these people post about the "left wing" bias of...ohh...let's seeeeee.....CBS, NBC, CNN, MSNBC, New York Times, and so on and so on."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Blöndal

Æ, hvað er vinstri og hvað er hægri í henni Ameríku?

Pétur Blöndal, 15.2.2007 kl. 16:26

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Jólasveinarnir á Fox "News" eru nú alveg nógu hlægilegir fyrir þó þeir reyni ekki að vera fyndnir.   Ég meina Bill O´Reilly, Sean Hannity og Joe Scarborough...hehe...erfitt að taka þetta aumkunarverða lið alvarlega!

Róbert Björnsson, 15.2.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband