Fyrsta tilnefning til rauðu hrafnsfjaðrarinnar

Megas og Þórunn Erlu Valdimars eru tilnefnd til rauðu
hrafnsfjaðrarinnar fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í bókmenntum
liðins árs fyrir bókina Dag kvennanna, ástarsaga.

Hefðin er reyndar sú að tilnefna aðeins stakar kynlífslýsingar úr
sögum en ekki sögurnar sjálfar, en að þessu sinni þykir öll bókin með
svo megnum og römmum þef af holdi og óheftum unaði, að hún er tilnefnd
eins og hún leggur sig.

"Ráð er að ríða," segir stóll nokkur í bókinni og má heimfæra það á
bókarefnið. "Bágt er að bíða," segir borð þar nærri. Til dæmis um
andagiftina í samförum og hamförum holds og huga í bókinni, þar sem
heimurinn er undir, má nefna:

Nú er að segja frá þeim Himinhrjóði og Máneyju. Snýr hann sér nú við
þannig að Máney, sem auðveldlegast nær limnum í lófa sér og gælir ögn
við hann, áður en hún stingur honum upp í sig. þau sjúgast á góða
stund, hún undir, hann ofan á, en svo velta þau sér við og
Himinhrjóður fer lengra með skáldtungu sinni inn í kuntuna, iðkar þar
hringleik, en síðan yfir spöngina og inn í rassgatið sem orðið er í
meira lagi mjúkt. Máney er óefniskennd orðin af mýkt. Annað veifið gýs
hún sem eitt túristaundur og hann fær heitar gusur. Hún hættir um hríð
og leyfir henni að einbeita sér að því að sjúga.
"Einbeittu þér nú yndið mitt og ímyndaðu þér allt það besta."
Hann grípur um lítil og hnöttótt brjóst Máneyjar og kreistir í greip
sinni, svo mun hún bera til minja merki nokkur brúnleit er til lengdar
lætur. Nú rennir hann sér undan ástkonu sinni, háll sem áll, fimur sem
fílsungi og fer á hana þar sem hvílir á hnjám og olnbogum. Hann fer
fyrst ótrauður inn í píkuna, en síðan stingur hann sér á bólakaf í
mjúkt en þétt rassgatið.
"Mörg er á þér matarholan, meyjarvalið."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband