27.1.2007 | 22:26
Hefst tveggja turna tal á ný?
Enn kemur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fram með yfirlýsingar. Eftir því sem yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar verða fleiri, svo sem um að Samfylkingin sé flokkur sem þorir", þá virðist fólk síður þora" að greiða flokknum atkvæði sitt. Ef marka má skoðanakönnun Frjálsar verslunar er fylgi Samfylkingarinnar nú komið niður fyrir fylgi Vinstri grænna. Þar hefur Samfylkingin aðeins 18,5% fylgi en Vinstri grænir 20,5%.
Ef svo fer fram sem horfir, þá verður fróðlegt að hlusta á kappræðurnar fyrir næstu kosningar, þar sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, byrjar á tveggja turna talinu um að vinstri menn þurfi að sameinast um einn sterkan vinstri flokk til að veita Sjálfstæðisflokknum mótvægi og að sá flokkur sé Vinstri hreyfingin grænt framboð. Hvernig bregst Samfylkingin við því? Og hver verður forsætisráðherraefni, - er það ekki formaður stærri vinstri flokksins?
Einnig er forvitnilegt að lesa skýringar forsetans Hrafns Jökulssonar á bágu gengi Samfylkingarinnar. Hann bendir á að næstum annar hver kjósandi hafi yfirgefið Samfylkinguna samkvæmt könnuninni og að konur hafi þúsundum saman horfið frá stuðningi við flokkinn. Það sé engin furða, þar sem Vinstri grænir tefli fram öflugum konum á borð við Katrínu Jakobsdóttur, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur. Sigfús Þ. Sigmundsson bendir á það á móti að von sé á nýrri könnun frá Capacent upp úr mánaðamótum og telur nauðsynlegt að fá fyrst niðurstöður úr henni áður en sveiflan verði staðfest. Þá er bara að bíða og sjá...
Ingibjörg Sólrún segist ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ætil það séu ekki ansi margir Fylkingarmenn farnir að sakna Össurar og formannstíðar hans. Fylgið komið vel yfir 30% í könnunum og stefndi jafnvel enn hærra en samt töldu flokksmenn að Ingibjörg gæti betur og því var Össuri skipt út.
Lárus Blöndal, 28.1.2007 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.