26.1.2007 | 05:21
Gurbanguly Berdymukhammedov
Græna byltingin í heiminum virðist halda áfram af fullum þunga. Forsíða Economist og forystugrein er nú lögð undir spurninguna um hvernig BNA geti orðið leiðandi á þessu sviði. Ég finn það greinilega nú í heimsókn minni hingað vestur að umræðan er að breytast, endurvinnsla er komin í gang, umhverfisvænir bílar farnir að sjást og fleira smátt. Einnota menningin er hins vegar alveg gengdarlaus. Látum vera að í mötuneyti á vinnustað sé matur borinn fram á pappadiskum með einnota glösum og hnífapörum, en einnota bakkar undir allt saman er of langt gengið.
Fyrirsögn þessarar færslu kemur umhverfismálum hins vegar lítið við. Ég rak augun í grein þessu sama hefti Economist um að tannlæknirinn og heilbrigðisráðherran Gurbanguly Berdymukhammedov mun vera sá sem búið er að sjá að muni ná völdum í Turkmenistan, nú þegar hinn snarbilaði Saparmurad Niyazov - Turkmenibashi - er allur. Enn er víst ekki vitað mikið um hvað tekur við, margt bendir þó til þess að sápuóperan sem heimurinn hefur fylgst með úr fjarlægð í Turkmenistan haldi áfram.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Það skyldi þó aldrei vera að þetta séu sættanleg öfl, kapítalisminn og umhverfishyggjan? Eitthvað hef ég ritað um þetta sjálfur á blogginu mínu og sé óendanlega möguleika eða þá endalok heimsins eins og við þekkjum hann. (sem þarf ekki að vera svo slæmt)
Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2007 kl. 04:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.