4.2.2010 | 22:26
Rafflesíublóm og tilnefning til rauðrar hrafnsfjaðrar
Steinar Bragi er tilnefndur fyrir mergjaðar lýsingar á kynlífi í bókinni Himinninn yfir Þingvöllum, einkum þessa úr fyrsta hlutanum, Rafflesíublóminu:
Hann sat við endann á rúminu og horfði upp á milli lappanna á stelpunni, hugsaði um öll orðin sem komu frá henni á meðan hún lifði, hversu þögul hún var núna og hversu þögulir líkamar voru yfirleitt án loftsins sem dróst inn í þá og kom aftur út sem orð; hvernig þögnin stækkaði líkama, þandi þá upp í stærðir sem rifu í sig sjálfsverur, hugmyndir, heimsmyndir. Neðri hluti líkamans - rasskinnarnar, bakið, aftanverð lærin - var fjólublár, blóðið hafði safnast þar fyrir og storknað. Innri skapabarmarnir voru dökkleitir og næstum svartir, þrýstust langt út um rifuna eins og Rafflesíublóm sem vildu brjótast upp á yfirborðið. Stundum fannst honum eins og hún myndi úthverfast skyndilega, í einni afgerandi hreyfingu - það sem væri innan í henni vildi komast út. Hann sleikti hana alla, gróf andlit sitt djúpt inn í hana og hugsaði um fjölskyldur í verslunarferð í Kringlunni eða í Mjóddinni eða í Smáralind, sleikti andlit pabbans sem talaði alvarlega í gemsa, mömmunnar sem horfði á útstillingar í gluggunum, sleikti fölt andlit barnsins öskrandi í kerru, sleikti augun í því og varirnar og nasirnar og eyrun, sleikti framfarir þjóðarinnar, kaupgetuna, þjóðarskuldirnar, þjóðarframleiðsluna, leigumarkaðinn, sleikti allan Halldór Laxness, puttana hans og andlitið, sleikti metnað hans fyrir hönd þjóðarinnar, sleikti allan bankastjóra Kaupþings á leiðinni út á flugvöll, sleikti bankastjóra Glitnis, viðhorf hans, frumkvöðlasiðferðið, dirfskuna, duginn, portfólíóið, tónlistarsmekkinn, ræðurnar í fimmtugsafmælinu, sleikti fréttirnar, ritstjórn Morgunblaðsins, Spaugstofuna, þuli Sjónvarpsins, ríkisstjórnina, stíflurnar, gufuaflsvirkjanirnar, hálendið, umræðuþættina, sleikti alla sem duttu í'ða eða ekki, þá sem höfðu væntingar, fannst gaman eða leiðinlegt, sleikti innlifun fólksins, brandara þess, þjáningu, löngun, dofnaði saman við þetta allt.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.