Færsluflokkur: Sjónvarp
3.4.2007 | 23:57
Botnlaus áfergja í niðurlægingu og viðbjóð
Í áhugaverðu Kastljósviðtali Evu Maríu Jónsdóttur við Ágústu Evu Erlendsdóttur fellir sú síðarnefnda Silvíu Nætur-grímuna. Hún lýsir því hvernig fjölmiðlar, innlendir sem erlendir, virtust hafa endalausa lyst á viðbjóði og niðurlægingu Silvíu Nætur.
Silvíu Nætur ævintýrið er einstakt í sinni röð hérlendis og mér liggur við að segja á heimsvísu. Ágústa Eva og félagar unnu mikið þrekvirki. Markmið þeirra var að benda á ýmsa vonda og ógeðslega hluti í samtíma okkar og það tókst þeim. Meðal þessara hluta er hversu langt fjölmiðlar eru frá því að endurspegla veruleikann. Einungis það að skáldaðar persónur á borð við Borat og Silvía Nótt séu án frekari útskýringa viðföng fréttafólks er í rauninni ótrúlegt. Ekki síður að sögur sem augljóslega eru heilaspuni séu á síðum blaðana innan um fréttir sem maður á að taka trúanlegar. Dæmi um þetta eru til dæmis fréttir af fræga fólkinu, sem allt reynt fjölmiðlafólk veit að er að stærstum hluta rakalaus þvættingur. (það væri áhugavert að sjá hvað gerðist ef fréttaflutningur af íþróttum væri með þessum hætti)
Fjölmiðlar hafa fetað ýmsar slóðir í viðleitni sinni til að halda lífi. Þeir blanda saman auglýsingaefni og ritstjórnarefni, þeir gerast málsvarar hagsmunaaðila og þeir birta efni sem er mestan part skáldskapur eins og það væri sannleikur. Þessar slóðir eru helslóðir. Fréttaflutning má ekki menga með bulli. Fólk er ekki fífl. Fólk er skynsamt og mun til lengri tíma hætta að virða fjölmiðla sem þekkja ekki muninn á nytsömum alvöru upplýsingum og bulli.
Pistillinn birtist einnig á hrafnaspark.blog.is
Sjónvarp | Breytt 5.4.2007 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2007 | 10:32
Grínfréttaþáttur með hægrislagsíðu
Nú er kominn í gang grínfréttaþáttur með hægrislagsíðu í Bandaríkjunum. Framleiðendurnir segja að það sé miklu meira en nóg af samskonar þáttum sem geri stanslaust grín að hægrimönnum; það sé alltaf hægt að kveikja á sjónvarpinu og sjá einhverja berja á Bush foresta. Framleiðendurnir telja þeir áhorfendur sem vilji sjá gert grín að vinstraliðinu hafir algerlega gleymst og því sé kjörið að senda út þátt með hægrislagsíðu.
Þátturinn heitir "The 1/2 Hour News Hour" og er (vitanlega) sendur út á Fox fréttarásinni. Þátturinn er byggður upp eins og fréttatími og var í fyrsta þættinum meðal annars gert grín að frambjóðandanum Barack Obama. Fox fréttarásin ætlar í byrjun aðeins að senda út tvo þætti og sjá svo til með framhaldið. Það er því ekki ljóst hversu langlífir þættirnir verða en nú þegar er hægt að sjá hraustleg skoðanaskipti um fyrsta þáttinn á netinu.
Einn segir: "Just when you think this station can't sink any lower, it does." og honum er svarað: "Sink any lower in the eyes of a left-wing nut?" Annar segir: "Another blatant attempt to appeal to the bias of rightwing extremists in America." Og enn einn athugasemdin: "I love seeing all the posts about the "right wing" bias Fox news.....yet, I never see these people post about the "left wing" bias of...ohh...let's seeeeee.....CBS, NBC, CNN, MSNBC, New York Times, and so on and so on."
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2007 | 01:41
Af hverju stöðvar enginn þessa vitleysu?
Ég lá veikur í dag með hálsbólgu og asnaðist til að kveikja á imbakassanum um eftirmiðdaginn. Þá var sápuóperan Leiðarljós að hefjast í Sjónvarpinu.
Ég segi nú bara eins og tveggja ára sonur minn étur upp eftir fullorðna fólkinu: Ertu að grínast?
Af hverju er ríkisfjölmiðill að greiða fyrir svona vitleysu?
Ég fann meðfylgjandi mynd á vefsíðu og textinn við myndina segir allt sem segja þarf: Devastated by Reva's presumed death, Josh and mad scientist Michael Burke created a Reva clone, whom Josh then tutored to function as a full-fledged Reva substitute."
Einmitt það. Fyrst það er einlægur ásetningur að troða þessu rugli upp á þjóðina og láta alla Íslendinga fá það borgað, - af hverju framleiðum við ekki vitleysuna sjálf?
Hér er sýnishorn af samræðum úr þessum kima heimsbókmenntanna sem ég varð vitni að í dag. Ungt par liggur upp í rúmi á ódýru móteli:
Hann: Fyrirgefðu að ég sofnaði í gærkvöldi.
Hún: Það er allt í lagi.
Hann: Það var ekki eins og ég vildi það.
Hún: Vildir hvað?
Hann: Sofna.
Hún: Mig grunaði að þú ættir við það.
Hann: Það skorti ekki áhugann á að sofa hjá þér í gærkvöldi.
Hún: Er það ekki?
Hann: Þú ert gullfalleg. Mikill happafengur.
Hún: Ég hélt...
Hann: Hvað?
Hún: Ég hélt það meira að segja í gærkvöldi...
Hann: Hvað hélstu?
Hún: Ég hélt að þú litir á mig sem krakka.
Hann: Svona getur maður haft rangt fyrir sér.
Hún: Er það?
Hann: Ég verð að játa að þegar ég hitti þig fannst mér þú full ung. En mér skjátlaðist. Ég sá það vel í gærkvöldi.
Hún: En þú sofnaðir.
Hann: Nú er ég vaknaður.
Hún: Ég líka.
Hann: Kannski er ævintýrið rétt að hefjast núna. Hvað heldur þú?
Hún: Þú sagðir að manni gæti skjátlast.
Hann: Ætli það ekki.
Þau kyssast. Skömmu síðar kemur á hana hik og hann finnur á sér að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Og framhaldið er einhvern veginn svona:
Hann: Þú hefur ekki gert þetta áður?
Hún (stendur upp): Þetta yrði í fyrsta sinn. Er það glæpur? Það eru ekki allir jafn sigldir og þú!
Hann: Þér skjátlast. Málið er ekki hvenær heldur með hverjum.
Hún: Það er rétt. Þess vegna beið ég þar til núna.
Svo hefst tilhugalífið aftur.
Ég veit ekki hvernig færi fyrir þjóðinni ef ríkið tryggði okkur ekki aðgang að svona sígildum bókmenntum sigldra sveina og ungra hreinna meyja. En er þetta hlutverk Ríkisútvarpsins?
Svona í fúlustu alvöru!?
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
20.12.2006 | 11:30
Tvenna verður að stykki hjá ELKO
Ég get bara ekki orða bundist. Strákurinn minn er búinn að liggja í mér og biðja mig um að fara með sig í ELKO svo hann geti keypt þar DVD myndir á verulega góðu verði. Í auglýsingu frá búðinni segir: Tvennan kr. 1.250 og Tvennan kr. 750. Þegar við svo komum í búðina þá fundum við hvergi þessi ágætu tilboð. Þegar við spurðum svo afgreiðslumanninn þá fann hann vitanlega heldur ekki þessar myndir. Hann fór því í símann og kom til baka með þau skilaboð að tilboðið þýddi í raun að hvor mynd kostaði annað hvort 750 eða 1.250 þegar keyptar væru tvær myndir. Þetta kom hvergi fram í auglýsingunni. Þegar auglýsingin er lesin stendur þar skýrt að þegar tvær myndir séu keyptar þá kosti þær (saman) annað hvort kr. 1.250 eða kr. 750.
Í auglýsingabæklingi ELKO stendur að öll verð séu birt með fyrivara um myndbrengl og/eða prentvillur. Það er erfitt að sjá hvernig eigi að túlka auglýsinguna hér að ofan sem myndbrengl og/eða prentvillur. Textinn getur ekki verið skýrari; tvennan kr. 1.250, tvennan kr. 750. Tvennan hlýtur að vísa í eitthvað tvennt og það er undarleg prentvilla þegar stykkið er orðið að tvennu.
ELKO menn ættu að skammast sýn að senda svona villandi auglýsingar inn á hvert heimili og lokka þannig í verslunina unga drengi sem halda að þarna nái þeir í nokkrar jólagjafir á góðu verði. ELKO mætti taka sér Hamleys í London til fyrirmyndar og standa við það verð sem þeir auglýsa.
SKAMM ELKO!
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...