Færsluflokkur: Lífstíll
21.4.2007 | 13:21
Róbert Marshall líkir ESB við yfirmann og Íslandi við launamann?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2007 | 23:56
Er Sturlungaöld runnin upp á ný?
Á Sturlungaöld, sem er lýst sem einum ofbeldisfyllsta tíma Íslandssögunnar, voru um 350 manns vegnir á tæplega 50 ára tímabili. Þá voru Íslendingar líklega um 70.000. Það jafngildir að 1 af hverjum 10.000 Íslendingum hafi verið drepinn á hverju ári.
Samkvæmt tölum á vef Umferðarstofu hafa 955 vegfarendur látist í umferðaslysum síðustu 40 ár, eða nærri þrefalt fleiri en á Sturlungaöld.Í fyrra létust 28 manns í umferðaslysum. Það lætur nærri að vera 1 af hverjum 10.000 Íslendingum.
Erum við að upplifa einn ofbeldisfyllsta tima Íslandssögunnar á vegum úti?
Lífstíll | Breytt 14.3.2007 kl. 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.3.2007 | 10:38
Er Al Gore umhverfissóði?
Daginn eftir að myndin fékk Óskarsverðlaun birti rannsóknarmiðsöðin "The Tenessee Center for Policy Research" upplýsingar um orkunotkun á heimili Al Gores í Tennessee. Þar sést að hann er ekki mikið að spara orku sjálfur, þó svo að hann hvetji aðra til þess. Heimili Al Gores notar meira rafmagn á einum mánuði en meðalheimili í Bandaríkjunum notar á heilu ári. Þeir fullyrða líka að orkunotkun á heimili Al Gores hafi aukist eftir frumsýningu myndarinnar og segja að Al Gore verði að sýna gott fordæmi þegar komi að orkusparnaði.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2007 | 11:15
Lítill áhugi á evrum og Evrópusambandi?
Það er athyglisvert hversu litla umfjöllun skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í gær um hug almennings til evrunnar og aðildar að Evrópusambandinu fékk. Miðað við alla þá umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum um kosti þess að taka upp evruna, þó eitthvað hafi nú borið á mótbárum líka, hefði maður frekar búist við því að almenningur gæti ekki beðið eftir því að skipta út krónum fyrir evrur. En samkvæmt könnun Fréttablaðsins þá er raunin önnur, 63% eru á móti því að taka upp evruna. Og þegar spurt er um aðild að Evrópusambandinu þá eru 64% á móti aðild. Það virðist sem að málflutningur talsmanna aðildar að evru og Evrópusambandi sé ekki að ná í gegn til almennings. Og þeir stjórnmálaflokkar sem harðast halda fram aðild að evru og Evrópusambandi eru að tapa fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðins frá því um helgina, þó ekkert sé hægt að fullyrða um að hér sé eitthvað samband á milli.
En aftur að umfjöllun fjölmiðla af þessari skoðanakönnun á stuðningi við evruna og Evrópusambandið. Maður hefði búist við því að allri fjölmiðlar myndu leita eftir viðbrögðum hjá þeim sem mest hafa tjáð sig um evrur og Evrópusambandið, en ef það hefur verið gert þá hefur það farið algjörlega framhjá mér. Auðvitað segir skoðanakönnun ekkert um raunverula kosti og galla þess að taka upp evru eða kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið en könnunin segir okkur eitthvað um það hvernig almenningur metur þá umræðu sem er í gangi . Og ég er líka nokkuð viss um það að ef að yfir 60% hefðu verið fylgjandi evrum og Evrópusambandi þá hefðu komið endalausar framhaldsfréttir af málinu.Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.12.2006 | 09:25
Rjúpur í örbylgjuna!
Eins og flest annað þá verður jólahaldið alltaf einfaldara og einfaldara. Sú var tíðin að á öllum heimilum var hamast við að hnoða í smákökur og baka þær, hamast við að hnoða laufabrauðsdeig, fletja það út, skera og fletta laufunum og síðan að steikja brauðið. En í dag er þetta allt miklu einfaldara. Jói Fel sér um að hnoða deigið og Kristjánsbakarí sér um laufabrauðið. Að vísu er laufabrauðið hans Kristjáns svolítið bjánalegt því það á eftir að fletta öllum laufunum, en ný kynslóð telur að svona líti laufabrauð út. Þessi sama kynslóð heldur líka að smákökur séu eitthvað sem maður kaupir í rúllu frá Jóa Fel og það eina sem þurfi að gera sé að skera deigið niður og stinga því í ofninn.
Jólaundirbúningurinn er að verða að enn einum skyndibitanum þar sem enginn á að þurfa að hafa fyrir einu né neinu. Áður átti hvert heimili og hver stórfjölskylda sýnar smákökur þar sem uppskriftir höfðu gengið niður mann fram af manni en núna eiga allir að baka smákökurnar hans Jóa Fel. Sama má segja um laufabrauðsgerðina. Laufabrauð er mikil fyrirhöfn en um leið veita fallega skornar kökur meiri ánægju við jólaborðið.
Það eina sem vantar eru rjúpur í örbylgjuofninn frá 1944, þá eru skyndijólin fullkomnuð!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...