Færsluflokkur: Bækur

Verðskuldaði Nektarmyndin tilnefningu krumma?

Ástæða er til að vekja athygli á afbragðs skemmtilegum ritdómi Kristínar Svövu á Miðjunni í dálkinum Druslubækur og doðrantar, en þar tekur hún fyrir skáldsögu Helga Jónssonar Nektarmyndina. Fyrirsögn pistilsins "Allir miðaldra karlmenn eiga líkama" vísar með kímnum hætti í yfirlýsingu Silju Báru í liðinni viku um miðaldra karlmenn, en er fyrst og fremst skýrð með eftirfarandi hætti af Kristínu Svövu:

Efnið verður oft hreinlega óþægilegt í meðförum Helga, til dæmis í hinni dularfullu yfirskrift aftan á bókarkápu, „Allar stúlkur eiga líkama“, en ekki síður í gáskafullum kvenlýsingum: „En í sömu andrá gekk framhjá þessum öldnu vinum ung stúlka, léttklædd svo ekki varð um villst að hér var á ferð kona með brjóstin stór og stæðileg“ (12) og um skólastjóra Fjólu Lindar: „Stýran stórbrjósta dregur upp krumpað bréfsnifsi.“ (164)

Að lokum segir í ritdómnum:

Að lesa röskar 250 blaðsíður af þessum sérstæða stíl hefur haft slík áhrif á mig að ég er orðin ofurnæm fyrir stuðlun og rími og á það til að grípa um höfuð mitt í örvæntingu þegar ég hef óvart gerst sek um annað hvort í daglegu tali. Ég ætla að enda á einni skemmtilegustu lýsingu bókarinnar, þegar Fjóla Lind og Arnaldur koma heim úr bíó  og hyggjast njóta lystisemda holdsins. Það er mesta synd að bókaklúbburinn Krummarnir séu búnir að veita verðlaunin sín fyrir bestu kynlífslýsingu ársins 2009 því þessi hefði sannarlega átt erindi á verðlaunapall:

„Bæði hentust upp í rúm og fötin flugu líka. Ekkert rautt ljós núna. Bara gapandi grænt og gult og fullt af greddu. Það var bara eitt líf og einn heimur og þau voru ein í þessum hormónaheimi sem var svo æðislegur fyrir hálfvita því þau hvorki heyrðu né sáu. Þegar allt var um garð gengið, þegar Arnaldur var lagstur og límdur við lakið og sofnaðu sælli en spriklandi sæðisfruma og hans kelling og krúsídúlla slefandi lömuð og sæl við hliðina á honum, voru þau svo komin áleiðis í annan heim að þau hefðu ekki hreyft sig þótt krókódíll skriði upp í til þeirra og nartaði í tippi og tær, tásur og pjásur.“ (95)


Rithöfundur, knapi og orrustuflugmaður kveður

Þá hefur Elli kellingin lagt spennusagnahöfundinn Dick Francis að velli. Hann tórði í 89 ár og stóðst lengi atlögur hennar, meðal annars í seinni heimsstyrjöldinni, en þá flaug hann breskum sprengju- og orrustuflugvélum, til dæmis Spitfire og Hurricane. 

Einnig var hann kunnur knapi, meðal annars í þjónustu hennar hátignar, sigraði 350 veðhlaup og varð meistari árið 1954. Hann hætti vegna meiðsla er hann varð fyrir er hann féll af baki.

Dick Francis skrifaði yfir 40 spennusögur á ferlinum og uppskar fjölda verðlauna, meðal annars gullna rýtinginn árið 1979 fyrir Whip Hand, en Arnaldur Indriðason hreppti hann sem kunnugt er árið 2005 fyrir Grafarþögn.

Fyrsta saga Dick Francis var sjálfsævisagan The Sport of Queens, sem kom út árið 1957, og fyrsta spennusagan, Dead Cert, kom út árið 1962. Eftir það sendi hann frá sér bók á hverju ári næstu 38 árin, ef undan eru skilin árin 1963 og 1998, en þá sendi hann frá sér smásagnasafn.

Hér er stutt kaflabrot úr Second Wind eftir Dick Francis:

DELIRIUM BRINGS COMFORT to the dying.

I had lived in an ordered world. Salary had mattered, and timetables. My grandmother belonged there with her fears.

"But isn't there a risk?" she asked.

You bet your life there's a risk.

"No," I said. "No risk."

"Surely flying into a hurricane must be risky?"

"I'll come back safe," I said.

But now, near dead as dammit, I tumbled like a rag-doll piece of flotsam in towering gale-driven seas that sucked unimaginable tons of water from the deeps and hurled them along in liquid mountains faster than a Derby gallop. Sometimes the colossal waves swept me inexorably with them. Sometimes they buried me until my agonized lungs begged the ultimate relief of inhaling anything, even water, when only air would keep the engine turning.

I'd swallowed gagging amounts of Caribbean salt.

It had been night for hours, with no gleam anywhere. I was losing all perception of which way was up. Which way was air. My arms and legs had bit by bit stopped working. An increasingly out-of-order brain had begun seeing visions that shimmered and played in colors inside my head.

I could see my dry-land grandmother clearly. Her wheelchair. Her silver shoes. Her round anxious eyes and her miserable foreboding.

"Don't go, Perry. It gives me the heebie-jeebies."

Whoever listens to grandmothers.

When she spoke in my head, her mouth was out of sync with her voice. I'm drowning, I thought. The waves are bigger. The storm is worse. I'll go to sleep soon.

Delirium brings comfort at the end.

 


mbl.is Dick Francis látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öðruvísi segir vindurinn

Það ber vitni næmum smekk hjá ungum en mótuðum höfundi, Magnúsi Sigurðssyni, að hann skyldi ráðast í það verk, að taka saman Kvæðaúrval skáldsins Kristjáns Karlssonar.

Það hlaut að vera. Hvernig gátu leiðir þeirra annað en legið saman? Magnús hefur þegar kvatt sér hljóðs með eftirminnilegum hætti og svo er það skáldið „sem veit sem veit".

Hjá Kristjáni er hvert orð á sínum stað, en þó frjálst og leikandi, eins og sést vel á lokaerindi kvæðaúrvalsins:

Ég myndi frekar syngja

öðruvísi segir vindurinn

ef þú sæir þér fært

 

því miður, góð rödd er

skemmtileg en söngurinn dáinn

fer eftir kvæðinu

 

síðsumars þegar tært kulið

leysir upp söng fugla

nær kvæðið réttu brothljóði.

 


Síðustu tilnefningarnar

Síðustu tvær tilnefningarnar til rauðu hrafnsfjaðrarinnar eru ljóðið um nótt úr bókinni Komin til að vera eftir Ingunni Snædal.

besta ljóðið
skrifa ég með tungunni
neðan við nafla þinn
  
Og Eiríkur Örn Norðdahl:
Fyrir utan brennandi Esjuna var eina tíran sem greina mátti í borginni loftljósið á skrifstofu forsætisráðherra þar sem Millý og Aimé lágu í ástarleikjum. Þau ultu um eftir teppinu, sleiktu og sugu, bitu og klipu, rifu fötin hvort utan af öðru og ýlfruðu af stjórnlausri frygð. Aimé sleit af henni nærbuxurnar með tveimur fingrum og Millý klóraði hann í loðna bringuna. Þau voru horfin inn í heim þar sem ekkert fannst nema þau tvö - ekki neitt. Ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, fjarstaddir eiginmenn eða fjarstaddar eiginkonur, ekki krónur eða kreppur, ekki stræti og götur, ekki nefndir og fundir, ekki sporslur, ekki vín eða matur, ekki Íslendingar eða flóttamenn, ekki sigurbogar eða álfabyggðir. Ekkert nema tveir berrassaðir líkamar sem neru saman holdi sínu, tóku andköf, stundu og æptu.

Nóttin barði þak stjórnarráðsins að utan í takt við hamfarirnar. Reið röftum og húsum, görðum og grindum, gaurum og garðstörum, um þverbak yfir heljarbrú með bægslagangi og brambolti. Myrkrið þröngvaði sér inn í hjörtu borgarbúa, innum rifur á gluggum og dyrum, settist að í híbýlum handíðakvenna og sjómanna, bænda og kaupsýslumanna - fyllti fólkið tvístígandi vonleysi sem var rétt nógu mikið til að því liði verulega illa en ekki nóg til að það segði þetta gott og byði góða nótt.

Þegar Aimé og Millý höfðu lokið sér af lögðust þau á bakið og íhuguðu gjörðir sínar skamma stund. Nú var þessu aflokið og ekkert við því að gera. Hliðarsporið tekið og það yrði ekki tekið til baka. Ekki nú og ekki nokkurn tíma. Eins gott að njóta syndarinnar til fulls meðan hún ennþá gafst. Þau vörpuðu öndinni skamma stund, lögðust síðan hvort í annars faðm og hófu að elskast að nýju. Þetta var enn bara einn glæpur og refsingin yrði aldrei nema í samræmi við það.

Að lokum sofnuðu þau nakin á gólfinu með brunasár eftir teppið, eftir hamhleypuganginn, jötunmóðinn.

Rafflesíublóm og tilnefning til rauðrar hrafnsfjaðrar

Steinar Bragi er tilnefndur fyrir mergjaðar lýsingar á kynlífi í bókinni Himinninn yfir Þingvöllum, einkum þessa úr fyrsta hlutanum, Rafflesíublóminu:

Hann sat við endann á rúminu og horfði upp á milli lappanna á stelpunni, hugsaði um öll orðin sem komu frá henni á meðan hún lifði, hversu þögul hún var núna og hversu þögulir líkamar voru yfirleitt án loftsins sem dróst inn í þá og kom aftur út sem orð;  hvernig þögnin stækkaði líkama, þandi þá upp í stærðir sem rifu í sig sjálfsverur, hugmyndir, heimsmyndir. Neðri hluti líkamans - rasskinnarnar, bakið, aftanverð lærin - var fjólublár, blóðið hafði safnast þar fyrir og storknað. Innri skapabarmarnir voru dökkleitir og næstum svartir, þrýstust langt út um rifuna eins og Rafflesíublóm sem vildu brjótast upp á yfirborðið. Stundum fannst honum eins og hún myndi úthverfast skyndilega, í einni afgerandi hreyfingu - það sem væri innan í henni vildi komast út. Hann sleikti hana alla, gróf andlit sitt djúpt inn í hana og hugsaði um fjölskyldur í verslunarferð í Kringlunni eða í Mjóddinni eða í Smáralind, sleikti andlit pabbans sem talaði alvarlega í gemsa, mömmunnar sem horfði á útstillingar í gluggunum, sleikti fölt andlit barnsins öskrandi í kerru, sleikti augun í því og varirnar og nasirnar og eyrun, sleikti framfarir þjóðarinnar, kaupgetuna, þjóðarskuldirnar, þjóðarframleiðsluna, leigumarkaðinn, sleikti allan Halldór Laxness, puttana hans og andlitið, sleikti metnað hans fyrir hönd þjóðarinnar, sleikti allan bankastjóra Kaupþings á leiðinni út á flugvöll, sleikti bankastjóra Glitnis, viðhorf hans, frumkvöðlasiðferðið, dirfskuna, duginn, portfólíóið, tónlistarsmekkinn, ræðurnar í fimmtugsafmælinu, sleikti fréttirnar, ritstjórn Morgunblaðsins, Spaugstofuna, þuli Sjónvarpsins, ríkisstjórnina, stíflurnar, gufuaflsvirkjanirnar, hálendið, umræðuþættina, sleikti alla sem duttu í'ða eða ekki, þá sem höfðu væntingar, fannst gaman eða leiðinlegt, sleikti innlifun fólksins, brandara þess, þjáningu, löngun, dofnaði saman við þetta allt.


Fyrsta tilnefningin í ár

Árshátíð krumma er á næsta leiti. Og þá stendur þjóðin jafnan á krummanum - er með krummann í hálsinum. Því þá er rauða hrafnsfjöðrin veitt fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í bókmenntum liðins árs.

Á liðnu ári var það Hermann Stefánsson sem varð hlutskarpastur, en það sem hreif dómnefndina upp á hrafnsfjöðrunum var eftirfarandi lýsing úr skáldsögu hans, Algleymi:

Hold hans opnaðist eins og rós. Þau sviptu hvort annað klæðum, óþreyjufull eins og börn, það líður að helgum tíðum. Helgi holdlegra fýsna svífur yfir vötnum og undankoma án sögu er útilokuð. Nú hljóp steingert holddýrið inn í opið myrkur, blautt og bjóðandi rjóðrið. Allt iðaði af skordýrum. Grasið bifaðist, dýrið tinaði og ólmaðist innan um trén sem mynduðu veggi rjóðursins sem var fullt af flögrandi páfagaukum.

Svo stigu þau inn í ljósið

En nú er sem sagt komið að tilnefningum fyrir árið 2009. Sá fyrsti sem nýtur þeirrar upphefðar er Mikael Torfason fyrir skáldsögu sína, Vormenn Íslands, sem fjallar meðal annars um fyrrverandi ritstjóra "Dagblaðsins". En þar kemur fyrir þessi lostafulla lýsing:
Og Biggi þóknaðist Önnu þarna í Range Rovernum. Hann þurfti á öllu sínu að halda til að missa ekki stjórn á sér og kyrkja hana fyrir allan sársaukann sem hún hefði valdið honum. Hann hefði samt ekkert haft í hana. Hún hefði örugglega lamið hann því um þessa helgi var Biggi enn að jafna sig á lyfjameðferðinni og því við það að missa meðvitund eða æla. Þetta var samt gott, fannst honum. Hann mun aldrei geta lýst því hversu gott þetta var. Að vera elskaður.
En það var samt ekki Biggi sem tók hana til sín og reif hana úr fötunum. Anna tók völdin, eins og alltaf. Hún ræður öllu. Hann hefur alltaf setið og staðið eins og hún skipar. Stundum þarf hún ekki að segja neitt, eins og í bílnum síðustu helgi. Hún hallaði sér bara að honum og áður en hann vissi af sat fyrrverandi konan hans ofan á honum angandi af brennivíni og hann starði á hana. Hlustaði á stunurnar og langaði til að brotna niður og grenja. Hún réð ferðinni og Biggi upplifði óeinlægt kynlíf á næmasta hátt sem hægt er að hugsa sér. Hver einasta taug líkamans nam minnstu snertingu. Honum hafði aldrei liðið jafn vel og aldrei jafn illa.

Kæra mennska naut

Þá er komið að síðustu tilnefningum til rauðu hrafnsfjaðrarinnar. Fyrst er það úr bókinni Hvernig ég hertók höll Saddams eftir krummafélagann Börk Gunnarsson:

Ég strauk hjálminn og ímyndaði mér að hann væri vinstra brjóstið á Elsu. Ég var meira gefinn fyrir vinstra brjóstið, því ég lá oftar hægra megin við hana og dekraði því meira við það. Ég byrjaði aftur að titra. Ég velti því fyrir mér hvort Elsa yrði sjokkeruð ef ég færi beint í vinstra brjóstið hennar þegar ég kæmi heim? Hún vildi kannski frekar faðmlag fyrst eða samtal."

 Þá úr Ódáðahrauni Stefáns Mána:

"Uss" segir Óðinn lágt og gengur alveg upp að henni þar sem hún stendur við vaskborðið. Hann laumar hægri hendinni ofan í bómullarnærbuxurnar hennar framanverðar og grípur með þeirri hægri um úlnlið hennar þegar hún gerir klaufalega tilraun til að stöðva hann. Síðan þrýstir hann henni upp að borðbrúninni og hallar sér fram til að kyssa hana.

Viktoría glennir upp augun og horfir á stórskorið andlit hans færast nær þar til það breytist í móðukennda mynd sem lyktar af vindlareyk og karlmannlegum svita. Hana langar, hún vill en samt reynir hún að brjótast um, losna, flýja.

Reynir en reynir samt ekki.

Hverju breytir það fyrir konu hvort andlit karlmanns frítt eða ljótt ef fingur hans bora sig eins og snákar upp í leggöng hennar? Hverju breytir það fyrir konu hvort elskhuginn er góður maður eða vondur ef sæluhrollurinn sem hríslast um lendar hennar þýtur eins og rafstraumur um taugakerfið er af hans völdu?

Hún hættir að brjótast um og lygnir aftur augunum, læsir höndunum í þennan stóra og sterka líkama, þetta mennska naut, og rekur upp hálfkæft óp og opnar munninn þegar hann grípur um hnakka hennar, rífur í hárið og þrýstir andlitum þeirra saman ...
Og úr 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp eftir Hallgrím Helgason:
Að lokum tekst mér að gleyma hinum vel drukknu verslunarhljóðum samferðamanna minna og næ að sofna með Munitu ofan á mér. Gleðiboltarnir hoppa og skoppa og síða svarta hárið hennar strýkst við þybbna bringuna á mér líkt og guð snerti sjúka sál mína með bláendanum á sínu síða hvíta skeggi.
Loks úr Algleymi eftir Hermann Stefánsson:
Ég finn hana aftur þar sem hún stendur við barinn og hún spyr mig hvort ég vilji fá það. Ég segi já. "Komum þá," segir hún. Við förum inn á klósett og hún gyrðir niður um mig og byrjar að totta mig. Ég horfi upp í loft og á veggina, þar er ekkert. Hún stendur á fætur og rekur tunguna upp í munninn á mér. Ég tek undir rasskinnarnar á henni, lyfti pilsinu og dreg niður um hana nærbuxurnar og set liminn inn. Negli hana upp við klósettvegginn sem er hvítur og úr plasti. Það tekur fljótt af og er aukaatriði. Síðan stöndum við aftur við barinn. Kannski hef ég lesið um þetta í einhverju blaði.
 Og einnig þetta úr hugarfylgsnum Hermanns:  
Skyndilega miðaði Grossmann á þau skammbyssu.
"Nú er komið að ykkur," sagði hann.
Hann skipaði þeim að leggjast í hólfið. Þau rúmuðust best hvort ofan á öðru. Guðjón lagðist á bakið og Helena ofan á hann.
Þau féllu saman, fegin, og varir þeirra sameinuðust í kossi.
Hólfið lokaðist og tók að renna af stað. Fingur hans runnu upp læri hennar hver fyrir sig og í sama sporbaug á sömu braut, líkt og hjarðsveinar sem trítla upp í fjall í leit að sauðkindum, fjallageitum eða villtum dýrum í óbyggðu hálendi. Hann var líkur skógargeit eða hindarkálfi sem stendur við húsvegginn, horfir inn um gluggann, gægist inn um grindurnar.
Eldglæringar fóru um kassann og einhver heyrðist hrópa upp yfir sig. Dafnis og Klói héldu inn í þykknið til móts við skógarpúka og hjartardýr. Fingur hans héldu til móts í átt til fossandi straumiðu. Hann svalg skáldskaparmjöð úr djúpum brunni, iðandi af slöngum og helgimyndum. Þau ferðuðust í einni sjónhendingu yfir hæðir og undir brýr og niður ár og daga, mannkynssagan var sundurleit martröð og nú vöknuðu þau af henni eins og að morgni, hold maraði í hálfu kafi, hörund blakti í vindinum, vindurinn blés í höfðinu, sléttan blasti við hvít og óræð og svo stungu þau sér á kaf í haf. Það opnaðist upp á gátt og blóð streymdi um vitundina og hold sameinaðist holdi, munnvatnið rann fram af tungubroddi hennar yfir á fingur hans þar sem þeir benda í átt til himins. Hold hans opnaðist eins og rós. Þau sviptu hvort annað klæðum, óþreyjufull eins og börn, það líður að helgum tíðum. Helgi holdlegra fýsna svífur yfir vötnum og undankoma án sögu er útilokuð. Nú hljóp steingert holddýrið inn í opið myrkur, blautt og bjóðandi rjóðrið. Allt iðaði af skordýrum. Grasið bifaðist, dýrið tinaði og ólmaðist innan um trén sem mynduðu veggi rjóðursins sem var fullt af flögrandi páfagaukum.
Svo stigu þau inn í ljósið

Svona er samtalið...

Einhverjar efasemdir hafa verið um að samtalinu milli blaðamanns og Harðar Torfasonar væri rétt lýst í frétt á mbl.is. Hér má lesa samtalið eins og það fer fram, en upptaka af því fylgir fréttinni á mbl.is. 

Hörður: Já, komdu sæl.

Blaðamaður: Það kom alltaf talhólfið þitt, þarna þegar ég hringdi áðan.

Hörður: Já, það stoppa ekki símarnir, það er alveg, það er mikið að gerast núna.

Blaðamaður: Það sem mig langaði að spyrja er hvort þetta breytir einhverju fyrir Raddir fólksins þessar nýjustu fréttir?

Hörður: Ef nokkuð, þá er það bara að við eflumst í baráttunni. Það...

Blaðamaður: Þið teljið ekki að þið séuð búin að ná fram ykkar kröfum um kosningar og þess háttar.

Hörður: Nei, elskan, nei, nei nei, nei, þetta eru pólitískar reykbombur.

Blaðamaður: Já, þú telur það?

Hörður: Já, já já já, þetta er hænuskref í áttina. en það er... nei, nei, nei, nei, maður sér í gegnum svona leiki. Við trúum þessu ekkert. Annars ætlum við að senda frá okkur tilkynningu í dag, seinna í dag, en það er meira í húfi heldur en svona, að við tökum mark á svona hlutum.

Blaðamaður: Hvað með veikindin?

Hörður: Hann sagði ekki af sér... Það er alltaf... ég meina af hverju er maðurinn að draga þetta allt í einu, veikindi sín. 

Blaðamaður: Hann var ekki búinn að fá að vita þetta.

Hörður: Já, já, en það er líka... ákveðið... það er dálítið til sem heitir einkalíf og svo stjórnmálalíf. Það er tvennt ólíkt. En við skoðum þetta bara mál og hérna við ætlum að senda frá okkur fréttatilkynningu í dag. En þetta dregur ekkert úr mótmælunum. Það er engin ástæða... ef nokkuð er, þá er það bara til að berja fastar í vegginn.

Blaðamaður: Krafa ykkar er að ríkisstjórnin fari frá nú þegar?

Hörður: Já, já, og kosningar. Það er ekki búið að gefa afdráttarlaust svar um kosningar. Geir er ekkert að segja af sér.

Blaðamaður: Nei?

Hörður: Nei, stjórnin ætlar að halda áfram. Og þetta er einhver óljós tillaga um kosningar.

Blaðamaður: Hvað er þá framundan hjá ykkur á morgun og laugardag.

Hörður: Það eru bara áframhaldandi mótmæli, það er ekkert.... það er bara að sjá í gegnum þetta reykkóf sem stjórnmálamenn eru að blása upp. Það er ekkert... Við viljum breytt kerfi, við viljum breytingar á þessu þjófélagi, þetta er úr sér gengið kerfi, valdaklíkur og spilling, og við erum ekkert að gefa eftir af okkar kröfum. Það er bara... þá værum við lítils virði.

Blaðamaður: Já, heyrðu ég skrifa smáfrétt upp úr þessu samtali okkar inn á mbl.is, og hérna þakka þér bara fyrir spjallið og vona að þetta gnagi upp hjá okkur öllum saman.

Hörður: Jább,

Blaðamaður: þakka þér kærlega.

Hörður: Jú, þakka þér. Bless.

Mér virðist, því miður, sem ekki fari á milli mála að Hörður telji að Geir sé að draga krabbameinið inn í umræðuna "núna" til þess eins að afvegleiða fólk.

Átti Geir að leyna þessum upplýsingum?

Pétur Blöndal


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð og nóbelsskáldið, fiskurinn og krummi!

Háæruverðugu krummar og aðrir bloggvinir,

„Guð blessi Ísland,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra fyrir bankahrunið. Og auðvitað er meira mark á formanni Sjálfstæðisflokksins takandi en skáldinu sem mælir þessi orð í Íslandsklukkunni: 

Guðs miskunn er það fyrsta sem deyr í vondu ári. 

Enda talaði Nóbelsskáldið bara í hring þegar kom að Guði; það er bersýnilegt á orðum Ólafs Kárasonar í Heimsljósi:

Já af öllu því ófullkomna sem mennirnir hafa skapað eru guðirnir ófullkomnastir ...

Sannleikurinn er sá sem Salka Valka finnur undir steini:

Ætli það sé nokkur annar guð en fiskurinn [og krummi - viðbót Hrafnasparks].

Krummar nær og fjær, og aðrir krúnkendur, gleðileg jól og hamingjuríkt komandi ár!


Lagst á hjónarúmið

Þá er komið að fjórðu tilnefningunni til rauðu hrafnsfjaðrarinnar, sem veitt er fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í bókmenntum liðins árs. Hana hreppir Kristín Eiríksdóttir fyrir ljóðabókina Annarskonar sæla.

Erfitt var að velja kafla úr bókinni til tilnefningar, því margir komu til greina. Það er nánast eins og ljóðin hafi verið samin eftir fall bankanna, svo mikil er syndug nautnin og lostinn sem býr í hverjum bókstaf; það gerir þjóðinni gott á krepputímum.  

Víst er að mörg hjónin hreiðra um sig í bóli með bókina og bægja frá skugga kreppunnar, enda ríður á að auka samdráttinn en ekki yfirdráttinn! Það sem varð fyrir valinu hjá dómnefnd krumma var eftirfarandi lýsing: 

ég leggst á hjónarúmið

leita að útgönguleið

glampa í auga hestsins

hvítum vatnsdropa á flugi

frystum á flugi

En eftirfarandi lýsing verður þó að fylgja með, sem er afar skemmtileg og krassandi, og auðvitað ósvífin í dýpt sinni: 

Komdu

í gegnum mig

gegnum dýnuna

undir okkur

gólfið

komdu

í gegnum gólfið

gegnum loftið

gegnum hæðina

fyrir neðan

gegnum gólfið

og loftið

gegnum kjallarann

gegnum gólfið

gegnum jarðlögin

jarðlag eftir jarðlag

gegnum moldina

gegnum grjótið

gröfnu líkin

og komdu aftur

uppum jarðlögin

grjótið

moldina

gröfnu líkin

gólfin

hæðirnar

loftin

dýnuna

og þú kemur

í gegnum mig

aftanfrá


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband