Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.12.2006 | 17:06
Popúlistar
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2006 kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.12.2006 | 09:38
Afsökun hvað?
Nú er talsvert karpað á Íslandi um réttmæti innrásarinnar í Írak. Formaður framsóknar talar um mistök og formaður Samfylkingar um að menn eigi að opinbera iðrun sína. Það er ávallt auðvelt að vera vitur eftir á, stíga á pall og vera stóryrtur. Ég mun seint taka undir að rangt hafi verið að ryðja manni eins og Saddam Hussein úr vegi þótt efalaust hafi mátt gera margt betur í ferlinu sem við tók.
Þegar menn stunda það að vera vitrir eftir á takmarka þeir sig við núið. Meðal þeirra sem hæst bylur í er enginn vilji til að greina þær ástæður sem liggja að baki þeim ákvörðunum sem teknar voru og framtíðarsýnin er bjöguð í hlutfalli við nálægð kosninga.
Þeim sem vilja kynna sér nánar við hvaða vanda var við að eiga árið 2003 og hvaða forsendur menn höfðu fyrir innrásinni í Írak má benda á grein í tímaritinu Foreign Affairs fra því í júní á þessu ári. Þar er farið ofan í kjölinn á ýmsum skjölum sem ógnarstjórn Saddams skildi eftir sig og rýnt í það sem yfirmenn i her Saddams sögðu í yfirheyrslum. Menn vissu að Saddam hafði reynt að komast yfir gereyðingarvopn. Menn vissu að Saddam hafði beitt efnavopnum gegn eigin þegnum. Greinin i Foreign Affairs leiðir í ljós að fjölmargir yfirmanna í her Saddams trúðu því að Írak hefði yfir gereyðingarvopnum að ráða.
Í greininni er bent á að Saddam trúði ávallt að her hans myndi hafa í fullu tré við innrásarliðið. Menn voru skotnir ef þeir sögðu honum annað. Upphafin orðræða er mjög tíðkuð í arabaheiminum og undirmenn Saddams létu hann heyra það sem hann vildi með mikilli skrúðmælgi. Hann áleit sjálfur að flugher sinn stæðist ekki innrásarliðinu snúning og lét því grafa MIG-vélar sínar í sandinn og fela þær til að geta notað þær til að tryggja stöðu sína í þessum heimshluta eftir að hafa unnið sigur á innrásarliðinu. Saddam sagði ekki afdráttarlaust að hann ætti ekki gereyðingarvopn. Honum var mjög umhugað um að nágrannar hans, þ.á m. Íranar sem hann hafði staðið í 8 ára stríði við á 9. áratugnum, tryðu því að hann ætti þau og óttuðust hann. Saddam var í fyrsta lagi sannfærður um að Frakkar og Rússar, vegna viðskiptahagsmuna, kæmu í veg fyrir innrás og í öðru lagi fullviss um að hann gæti hrundið slíkri árás. Honum var því umhugað um stöðu sína eftir slíka innrásartilraun.
Upplýsingar sem bárust til Bandaríkjamanna og Breta voru því mjög misvísandi. Fjölmargir Írakar, og margir hverjir háttsettir, trúðu því að Saddam réði yfir gereyðingarvopnum. I nýútkominni bók, Inside the Jihad, kemur fram að Al Queda-liðar vildu að ráðist yrði á Írak. Stríð þeirra tengist ekki beint löndum heldur battlespace" og innrás í Írak gæfi þeim vígvöll til að berjast á. Í Inside the Jihad kemur fram að Al Queda-liðum var gert að segja að samtökin væru við það að kaupa gereyðingarvopn af Saddam ef þeir næðust og yrðu yfirheyrðir. Ein hliðin á teningnum var að ekki fundust gereyðingarvopn í Írak, og allir voru sammála um að það væri eins og að leita að nál i heystakki. Hin hliðin var sú sem menn sannarlega þekktu á Saddam og þær upplýsingar sem njósnarar fengu frá hans eigin háttsettu herforingjum, sem trúðu að hann ætti gereyðingarvopn, og handteknum Al Queða-liðum sem sögðu að samtökin væru við það að kaupa slík vopn af honum.
Hvaða gera menn við slíkar upplýsingar? Hefði verið rétt að láta Saddam njóta vafans? Hvað ef hann hefði átt gereyðingarvopn?
Fjölmargar þjóðir studdu innrásina í Írak. Stórþjóðir líkt og Frakkland, Rússland og Þýskaland lögðust gegn henni af ástæðum sem rekja má til undarlegs samblands af hnignandi stórveldis"-komplexum, dularfullum viðskiptasamningum (m.a. vopnasamningum) og pólitískrar tækifærismennsku heima fyrir. Þurfa Íslendingar að skammast sin fyrir að hafa að gefnum þessum forsendum, í samvinnu við þær þjóðir sem studdu innrásina, heimilað yfirflug og lendingar og gefið fyrirheit um 300 milljóna króna framlag til enduruppbyggingar Írak? Ég held ekki.
(Erindi sem barst Hrafnasparki frá félaga krumma ytra, Steinari Þór Sveinssyni).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2006 | 23:55
Jesúbarn í jötu með ljósum
Fyrsti sunnudagur í aðventu er í dag, sú tíð er maður dregur fram úr geymslu táknmyndir þeirra hátíðar sem fer í hönd, ýmist sýnilega gripi eða ósýnilega, það sem manni er innrætt og síðan það sem maður býr til sjálfur smám saman um ævina.
Lútersk-evangelísk kirkja hefur mótað helgihald okkar flestra og byggir á sérkennilegum siðum og sérkennilegri hegðan manna sem sveipa sig pelli og purpura og fara með töfraþulur, særingar. Fjólublátt er litur aðventunnar, litur yfirbótar og föstu, þrautar og pínu. Þriðja sunnudaginn í aðventu sláum við aðeins í, gaudete sunnudaginn, skiptum út föstunni og þjáningunni fyrir gleði, fjólubláu fyrir bleikt og rautt, nú eða blátt, konunglega blátt eða dimmblátt.
Grænt er líka litur aðventunnar, litur greninála sem halda lit sínum í frosti og snjó, vísbending. loforð, um að það vori á ný. Og svo rautt, rautt er líka jólalitur nútildags, rauðar húfur og feitur karl með hvítt skegg, heilagur Nikulás, Sinterklaas.
Jólasveinninn mótaðist á löngum tíma, föt skegg og húfa. Í jólaævintýri Charles Dickens sem kom út 1843 er anda þessara jóla, The Ghost of Christmas Present, lýst svo í íslenskri þýðingu Karls Ísfelds frá 1942:
... Hann var í óbrotnum, dökkgrænum kyrtli eða möttli einum klæða, bryddum hvítu loðskinni. Þessi kyrtill féll svo laust að honum, að brjóst hans var bert, eins og hann hefði fyrirlitningu á að hylja það með nokkru aðfengnu. Fætur hans, er komu fram undan hinum víða kyrtilfaldi, voru líka berir og á höfðinu hafði hann ekki annað en sveig úr kristsþyrni, sem blikandi klakanjólar héngu í á víð og dreif.
Grænt og rautt, ber kristþyrnisins, Ilex aquifolium, og græn blöð hans voru kjarni í miðsvetrarhátíð fyrri tíma, tíma fyrir Krists hingaðkomu, en eftir að trúin breiddist út, hinn nýi siður, var sagt að kristsþyrnir hefði sprottið upp í fótspor hans, þyrnótt blöðin og rauð berin eins og blóðdropar. Enskir kölluðu runnann heilagt tré, holy tree, og kalla í dag Holly.
Andi þessara jóla er dökkhærður og bjartur yfirlitum með tindrandi augu, en er dagur kemur að kveldi verður hann hærugrár. Í honum er að finna þætti sem síðar urðu að jólasveini okkar tíma, samtíningur úr öllum áttum og ekki uppfinning Coca Cola Company eins og svo margir halda. Þaðan er þó líklega komin rauða álfahúfan sem allmargir starfsmenn Morgunblaðsins settu upp fyrir ljósmyndara eins og sjá mátti í jólablaði Morgunblaðsins fyrir skemmstu, kókkynslóðirnar (kláraðu kókið þitt, heyrði ég móður segja höst við barnið sitt á Hressó fyrir löngu).
Ég ljóstra kannski upp um aldur þegar ég rifja upp að með fyrstu jólaminningum er eplakassi sem keyptur var til landsins í gegnum sambönd hjá Eimskipum. Epli eru löngu hætt að vekja jólastemmningu, nú eru það mandarínurnar, citrus reticulata, eða mandarínuafbrigðið klementína. Lýsandi þegar rauðum eplum var kippt útaf forsíðu jólablaðs eins blaðauka Morgunblaðsins og appelsínugular klementínur settar í staðinn. Kannski ætti maður að kaupa sér klementínutré í fötu fyrir næstu jól. Kaupa sér jólastemmningu.
Undir lok hvers árs byrja menn einmitt að auglýsa jólastemmningu til sölu (og eins byrja menn að kvarta yfir því að hún sé auglýst of snemma).
Á rölti um jólamarkaði í ýmsum löndum rekst maður á mismunandi jólasiði - í Kristinaníu var hass í pönnukökunum í pönnukökuhúsinu, í Brussel drekka menn kryddaðan sénever að létta sér jólagjafaleitina, og í Barcelona kaupir maður styttur af kúkakarlinum, caganer, til að stilla upp með Jósep, Maríu og Jesúbarninu.
Kúkakarlinn er ekki í aðalhlutverki, hann er gjarnan til hliðar, jafnvel bak við fjárhúsið. Siðurinn er líklega frá sautjándu öld - hann gat ekki verið með við jötuna, segja katalónsk börn mér, hann þurfti að kúka. Þannig er manni kippt út úr glansmyndinni - það er eiginlega ekki hægt að vera jarðbundnari en að sitja á hægðum sér og skíta aftan við fjárhúsið þegar kóngarnir (í spænsku helgihaldi) eru að heiðra Jesúbarnið. Þó maður sé með rauða skotthúfu. Menja bé, caga fort! sögðu katalónskir bændur við upphaf borðhalds.
Siðirnir breytast og ekki ástæða til að amast við siðaskiptum. Sumt er þó erfiðara að sætta sig við en annað - er til viðurstyggilegra fyrirbæri en kókbílalest niður Laugarveginn? Kannski á maður bara að sætta sig við það og sækja sér huggun í Jesúbarni í jötu með ljósum frá Rúmfatalagernum. Á aðeins 2.990 kr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.12.2006 kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2006 | 15:56
Fantaskapur fréttamanna?
Þeir Pólverjar sem ég þekki eru himinlifandi með aðstöðuna sem og vinnuna. Flestir tékkneskir vinir mínir væru ánægðir með þetta húsnæði sem fréttamönnunum fannst vera fyrir neðan virðingu sína. Ég hef í flestum tilvikum búið í verra húsnæði síðastliðin sex ár. En ég hef verið þeim þakklátur sem hafa boðið uppá það á lágu verði.
Á öðru tímabili í Tékklandi átti ég engan pening og hafði engan veginn efni á því að leigja íbúðir eða herbergi sem voru yfirleitt leigðar út á bilinu 20 50 þúsund. En á endanum fann ég ósamþykkta rottuholu á 5 þúsund kall. Leigusalinn var augljóslega drullusokkur en líklegast er hann sá sem ég á mest að þakka það að ég ílengdist í Tékkó. Ég gæti líklegast leitað hann uppi í dag og gefið honum gjafir og kossa, en ég held að hann muni ekki eftir mér, ég var líklegast bara peningur í hans augum. Hálfviti sem lét bjóða mér svona viðbjóðslega rottuholu fyrir fimm þúsund kall kannski átti hann ekki einu sinni þessa holu? En hvað kemur mér það við? Hann bjargaði lífi mínu í Tékkó og í raun var hann aðalvaldur þess að ég fór að vinna fyrir tékkneska ríkissjónvarpið og gerði bíómynd og það var bara allt saman helvíti gaman. Án hans hefði ég líklegast gefist upp þarna í miðju náminu og farið heim í fría súpu hjá mömmu (eða farið að vinna í heildsölunni hjá pabba). Þannig að eigendur ósamþykktra íbúða eiga samúð mína alla en ekki fréttamenn.
27.11.2006 | 13:19
Eftirmæli næstum því nítjándu aldar
Mér áskotnðist fyrir nokkrum árum kverið Eptirmæli átjándu aldar eptir Krists hingaðburð, frá Ey-konunni Íslandi, eftir Magnús Stephensen (Í þessarar nafni framvörpuð af Magnúsi Stephensen, Konúng. Hátignar virkilegu Jústítsráði of Justitiario í þeim konúngl. íslendska Land-yfirretti sem gefin var út í Leirárgörðum við Leirá, 1805. Prentuð á Forlag Íslands opinberu Vísinda-Stiptunar af bókþryckjara G.J. Schagfjord.)
Eins og Magnús segir fyrir hönd eykonunnar Íslands í ljóðrænu upphafi þessara annars þurrlegu eftirmæla, sem eru að stórum hluta upptalning:
Þú ert framliðin, eilífleg frá mér horfin, þú 18da Krists Öld! Þú, sem ert mér minnisstæðust af öldunum, af því þú varst hin síðasta sem ég misti, og breytilegasta einhver að lunderni, hraðaðir þér á fund þinna eldri systra, geckst til hvíldar hjá þeim þá seinustu nótt ársins 1800, en rís aldrei framar upp mér til yndis eður aðstoðar.
Í lokin er svo ljóðabálkur sem er Samtal þeirrar Átjándu og Nítjándu aldar, um nóttina milli þess 31ta Decembr. 1800 og 1ta Januarii 1801.
Fyrir stuttu gaf JPV út einskonar eftirmæli nítjándu aldar, Ísland í aldanna rás - 19. öldin; glæsileg bók og gríðarstór, merkileg bók og efnismikil - ekkert er til sparað. Einn er þó ljóður á þessari bók, svo slæmur að dregur óneitanlega úr sagnfræðilegu yfirbragði hennar. Á bókarkápu má nefnilega sjá að 19. öld bókarinnar er ekki 19. öldin sem menn almennt kannast við. Hún hefst nefnilega á síðasta ári 18. aldar og lýkur á næstsíðasta ári 19. aldar - miðar semsé við árin 1800 til 1899.
Þetta er nú umdeilt atriði, segir kannski einhver, en um þetta deila menn varla nema sér til gamans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2006 | 00:09
Hvað er þetta með ósonið
Rétt kominn af Al Gore helgimyndinni þar sem hann lofaði mannkyn fyrir að hafa stoppað í ósongatið og síðan af Krummafundi þar sem jöklafræðingur sannfærði okkur um hið sama rekst maður á þessa skelfingarfrétt á vefnum!
Frábær fundur annars og afskaplega fróðlegur. Gleymdi þó að spyrja að því hvað varð um allan koltvísýringinn fyrir 40 milljón árum eða þar um bil - kannski orðið viðurkennd vísindi að Himalayafjöllin hafi orðið að til kæla andrúmsloft (koltvísýringur skolaðist úr andrúmslofti með súrri rigningu, sjá hér). Hitafar í dag (og síðustu tugmilljónir ára) semsagt óeðlilegt, eða þannig.
Gatið á ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu jafn stórt nú og mest hefur orðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...