25.3.2008 | 10:15
Elísabet Jökulsdóttir hreppir rauðu hrafnsfjöðrina
Elísabet Jökulsdóttir hefur veitt rauðu hrafnsfjöðrinni viðtöku fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í bókmenntum liðins árs. Verðlaunin eru veitt árlega af lestrarfélaginu Krumma.
Í Heilræðum lásasmiðsins lýsir hún sambandi sínu við Algea, mann sem hún kynntist á ferðalagi í New York, og eru upphafsorð bókarinnar: Ég svaf hjá í Central Park". Kynlífslýsingar Elísabetar þóttu krassandi, erótískar, snjallar og innblásnar af andagift. Hér er ein þeirra lýsinga sem verðlaunin eru veitt fyrir:
Stundum talaði ég og talaði í samförum. Ég þoldi ekki dramatískar þöglar samfarir þarsem allt hvarf inn í þögnina. Ég var veik fyrir röddum. Hann gat fullnægt mér með röddinni. Talaðu við mig og ég kem. Röddin kom úr þessum líkama sem ég þráði að fá inní mig. Mér fannst gott að hann segði eitthvað, bara eitthvað, og allt fór af stað inní mér. Svo reyndi ég að fá hann til að segja eitthvað ljótt eða dónalegt en hann hló að mér. Sagðist ekki vanur að tala í samförum, sagði að samfarir slitu sambandið. Mér fannst að þögnin tæki nándina í burtu, röddin væri hluti af líkamanum, blæbrigðarík og auðug, valdatæki. Ég var ekki síblaðrandi og það var einsog hann lærði að tala, uppgötvaði röddina. En auðvitað var hann að taka frá mér tungumálið einsog karlmenn gera við konur og hafa gert svo lengi, þetta flæði sem getur molað á þeim hausinn og fært okkur það á silfurfati."
Eftirfarandi rithöfundar voru tilnefndir: Bjarni Bjarnason fyrir Bernharð Núll, Jón Kalman Stefánsson fyrir Himnaríki og helvíti, Valgarður Egilsson fyrir ljóðið Salt myrkur í ljóðabókinni Á mörkum, Vigdís Grímsdóttir fyrir Söguna af Bíbí Ólafsdóttur, Þórunn Erla Valdimarsdóttir fyrir Kalt er annars blóð, Þórbergur Þórðarson / Pétur Gunnarsson fyrir bókina ÞÞ í fátæktarlandi: Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar, Gunnar Randversson fyrir ljóðið Fingur þínir og myrkrið í samnefndri ljóðabók, Halla Gunnarsdóttir fyrir ljóðið Ölstofan í ljóðabókinni Leitin að Fjalla-Eyvindi, Sigurbjörg Þrastardóttir fyrir kynlífslýsingu í bókinni Blysfarir, Gils N. Eggerz fyrir Biblíu gáfaða fólksins, Þorgrímur Þráinsson fyrir bókina Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama og Valur Gunnarsson fyrir Konung norðursins.
Rauða hrafnsfjöðrin fyrir athyglisverðustu kynlífslýsinguna var fyrst veitt árið 2007 og veitti Eiríkur Örn Norðdahl henni viðtöku fyrsta árið.
Á meðfylgjandi mynd afhendir Lárus Blöndal, stjórnarmaður lestrarfélagsins Krumma, Elísabetu rauðu hrafnsfjöðrina og hjá þeim stendur Pétur Blöndal, forseti félagsins.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 176830
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.