reykjavík - osló - istanbúl - kabúl

hvað er með þetta búl dæmi í mið-austurlöndum? orðsifjafræðin segir mér að þetta sé tengt púl, þeir spili svo mikið púl í þessum hluta heimsins. 

ég hef komist að því að launin í blaðamennskunni eru ekki næg til að geta safnað mér fé til að framleiða bíómynd einsog ég ætla að gera í sumar svo ég ákvað að fara í stríð í afganistan sem hefur jafnan gefist vel til að laga fjárhagsstöðuna mína fyrir eða eftir kvikmyndaævintýrin mín. ég lagði af stað frá noregi - army express oslo - kabul - en við stoppuðum hér í istanbúl til að taka bensín í nótt, en vorum síðan grándaðir vegna slæms veðurs á flugvellinum í kabúl - þannig að ég er hér ásamt 60 norskum hermönnum og við bíðum frekari fyrirmæla. hugsanlega er okkur ætlað að fremja valdarán hér í stað þess að vera að þvælast alla leið til kabúl, enda hefur tyrkneska ríkisstjórnin verið til ýmissa ama undanfarin ár, vildi ekki einu sinni hleypa 100 þúsund bandarískum hermönnum í gegnum landið sitt til að lemja á trúbræðrum tyrkja í írak hérna um árið, en við bíðum rólegir fyrirmæla í istanbúl og sextíu alvopnaðir norsarar, ég held þeir heiti flestir olav.
ég er í asíska hluta istanbúl sem er ekki eins fallegur hluti borgarinnar og það er svo dýrt að fara yfir í evrópska hlutann, 180 evrur fram og til baka að ég læt það bíða þangað til ég kíki í alvöru heimsókn. svo er aldrei að vita nema kallið komi strax í kvöld. "take power in istanbul - show no mercy!" eða bara: "drulliði ykkur til kabúl letingjarnir ykkar! hvað eruði að hanga í djammborginni istanbúl!?"

kveðja til reykjavíkurbúl eða reykjabúl - kúl? olav biður að heilsa! 

börkur gunnarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband