Krimmi hjá krummum

Viðburðarík vika. Í dag var útgáfuteiti vegna Sköpunarsagna á Kaffi Sólon, viðtalsbókar við tólf rithöfunda um sköpunarferlið, þar sem margir krummar mættu. Meira um það síðar.

Innan um mannfólkið mátti greina krumma sjálfan; sjaldséður fuglinn stóð við barinn og tjaldaði þar svörtum fjöðrum, feginn að vera laus úr pokanum.

Eftir það var förinni heitið í útgáfuveislu Bjarts. Einnig þar brá fyrir krummum. Og spiluð var ballskák með osta, öl og bókadrykkinn. Bjartur með tvær skáldsögur í ár, en þeim fjölgar á næsta ári. En forlagið keppir hinsvegar að metsölu í ljóðabókum, fyrsta upplagið farið af Sjón og Kristínu Svövu.

Og veislan er ekki á enda. Næsta þriðjudag verður krummafundur sem hefst að vanda kl. 20.30. Árni Þórarinsson heiðrar krumma með nærveru sinni. Nánar um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband