Áframhjáhald þingmanna í Súlnasal

Bækurnar komnar í kassa enda flutningar á laugardaginn kemur. Þó eru enn sex bókastaflar á stofuborðinu. Efst í einum þeirra er bók sem ég var að fá í hendur. Hún hefst á orðunum:

Það var sjaldgæft að sjá svo mörg fræg andlit samankomin á Íslandi.

Þetta er bókin Íslendingar, nokkurskonar sápuópera í bókarformi, sem hægt er að gerast áskrifandi að. Á fyrstu síðu er Geir H. Haarde í sveiflu á dansgólfinu í Súlnasal Hótel Sögu og Ingibjörg Sólrún við barinn með mojito.  Og jafnvel Jón Sigurðsson kreistir fram brosið. Á sama tíma fara óformlegar stjórnarmyndunarviðræður fram á klósettinu á milli tveggja þingmanna, en makarnir bíða grunlausir fyrir utan:

Hörður hunsaði enn og aftur orð Agnesar og færði andlitið neðar, á milli brjóstanna, og svo að fallega löguðum naflanum.  Ætlum við að mynda ríkisstjórn á ný?spurði hann eftir því sem andlitið færðist nær klofi hennar.

Þegar komið er á síðu 8 í bókinni er ljóst að ríkisstjórnarmyndun hefur tekist. Síðan hefst æsileg atburðarás geri ég ráð fyrir. Ég er ekki kominn lengra en hlakka til áframhaldsins eða öllu heldur áframhjáhaldsins.

Krummar verða settir frekar inn í hugarheim þingmannanna og hina æsilegu atburðarás á næsta krummafundi, sem verður haldinn innan fárra daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Lestu bækurnar áður en þú pakkar þeim? Ég ætla rétt að vona þín vegna að þú eigir mjög fáar bækur

Kolgrima, 23.4.2007 kl. 01:25

2 Smámynd: Pétur Blöndal

Ég á mjög fáar bækur. Þetta eru ekki nema 40 til 50 kassar. En sem betur fer á ég stórar systur sem ég get fengið bækur lánaðar hjá.

Pétur Blöndal, 23.4.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband