Gurbanguly Berdymukhammedov

20070127issuecovUS160Græna byltingin í heiminum virðist halda áfram af fullum þunga.  Forsíða Economist og forystugrein er nú lögð undir spurninguna um hvernig BNA geti orðið leiðandi á þessu sviði.  Ég finn það greinilega nú í heimsókn minni hingað vestur að umræðan er að breytast, endurvinnsla er komin í gang, umhverfisvænir bílar farnir að sjást og fleira smátt.  Einnota menningin er hins vegar alveg gengdarlaus.  Látum vera að í mötuneyti á vinnustað sé matur borinn fram á pappadiskum með einnota glösum og hnífapörum, en einnota bakkar undir allt saman er of langt gengið.

Fyrirsögn þessarar færslu kemur umhverfismálum hins vegar lítið við.  Ég rak augun í grein þessu sama hefti Economist um að tannlæknirinn og heilbrigðisráðherran Gurbanguly Berdymukhammedov mun vera sá sem búið er að sjá að muni ná völdum í Turkmenistan, nú þegar hinn snarbilaði Saparmurad Niyazov - Turkmenibashi - er allur.  Enn er víst ekki vitað mikið um hvað tekur við, margt bendir þó til þess að sápuóperan sem heimurinn hefur fylgst með úr fjarlægð í Turkmenistan haldi áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það skyldi þó aldrei vera að þetta séu sættanleg öfl, kapítalisminn og umhverfishyggjan?  Eitthvað hef ég ritað um þetta sjálfur á blogginu mínu og sé óendanlega möguleika eða þá endalok heimsins eins og við þekkjum hann. (sem þarf ekki að vera svo slæmt)

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2007 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband