Færsluflokkur: Bækur

Lært af skákmeisturum

Fáir eru ráðabetri en skákmeistara þegar kemur að því að spila úr flóknum stöðum.

„Í slæmum stöðum eru allir leikir slæmir," sagði Siegbert Tarrasch árið 1904, en Emanuel Lasker komst hinsvegar að öndverðri niðurstöðu í bókinni Common Sense in Chess. Hann var þeirrar skoðunar að allar stöður sem ekki fælu í sér þvingað liðstap, byggju yfir leyndum vörnum, sem kæmu aðeins í ljós ef leitað væri að þeim.

Í bókinni The Wisest Things Ever Said About Chess er lýst kjarnanum í vísdómi skákmeistara, nokkuð sem íslenskir bankamenn og ráðamenn gætu lært af.

Calculate one move more than you have done. Laszlo Szabo.

To defend it's necessary, most of all, to know that you need to defend. Alexander Kotov.

The general principles of defense are simply the general principles of attack in reverse. Reuben Fine.

In bad positions, don't create new weaknesses. Tigran Petrosian.

You can't dance at two weddings at the same time. Mark Dvoretsky.

Two weaknesses are more than twice as bad as one. Savielly Tartakower.

In endings with bishops of opposite color, material means nothing, position everything. Maurice Goldstein.


Vellíðunarlækir skoppa á Hallgrími

Hallgrímur Pétursson hefur verið að færa sig upp á skaftið í íslensku menningarlífi. Hann er kominn með heimasíðu á Fésbókinni og nú síðast tók hann sér aðalhlutverk í skáldsögu Úlfars Þormóðssonar, Hallgrími.

Eins og krummar vita frá síðasta fundi byggist skáldsagan á heimildum um ævi Hallgríms, þó að vikið sé frá því á stöku stað, eins og þegar Tyrkja-Gudda er sögð hafa komið með fyrsta rabarbarann eða tröllasúruna til landsins.

Hæpið er að eftirfarandi lýsing sé sótt í heimildir um prestinn sem orti Passíusálmana, en víst er að hún verðskuldar tilnefningu til rauðu hrafnsfjaðrarinnar, sem veitt er fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í bókmenntum liðins árs! 

„Hver ert þú, sem ..." en komst ekki lengra því hún svaraði honum umsvifalaust, talaði yfir hann og kvaðst vera hinn ósáni akur vorsins. Hann var hissa á því hvernig hún tók til orða og vægast sagt undrandi þegar hún færði sig hiklaust nær honum, lagði aðra höndina yfir axlir hans, setti hina á bringuna á honum, togaði í hann fyrst en ýtti síðan niður á jörðina. Honum til mikillar furðu settist hún ofan á hann og laut yfir hann svo að mjúkt hárið lék um andlit hans. Án nokkurs aðdraganda kyssti hún hann heitum vörum og opnum munni, strauk honum blíðlega í framan og andaði heitu á hálsinn á honum svo að hann saup hveljur. Þegar hún lék höndum um hann, fann lim hans, hleypti honum út og þræddi sig upp á hann, missti hjartað slag og öndin stóð föst í honum. Konan skynjaði þetta og hreyfði sig ekki fyrr en hann hafði náð andanum en þá þrengdi hún skaut sitt að honum, strauk yfir upphandleggi hans áður en hún lagði flata lófana ofan á brjóstið á honum, lyfti sér undur hægt upp og kom á hann aftur af mýkt. Hún endurtók hreyfingarnar með auknum hraða og örum andardrætti þar til sæluhrollur fór um hann. Í ósjálfræði sló hann höndum utan um hana, hélt henni þétt að sér, kjökraði og hló og þreifaði í blindni eftir vængjum á bakinu á henni því hann var orðinn sannfærður um að þetta væri ástarengill. Þegar hann fékk sjónina blasti við honum smáfrítt andlit með sægræn augu. Það hóf sig frá honum og gerði stút úr breiðu brosi um leið og líkamar þeirra skildust að. Við það skoppuðu um hann vellíðunarlækir svo að hann lokaði augunum í löngu bliki og umlaði lágt í sælu sinni. Þegar hann opnaði þau bar konuna við efsta himin og skyndilega blygðaðist hann sín fyrir að liggja nakinn niður um sig við fætur hennar, lyfti sér og reyndi að toga upp um sig. „Kannski seinna," sagði konan stríðnislega og áður en honum hafði tekist að hylja blygðun sína var hún horfin úr rjóðinu.

 


Lófi hennar var mjúkur

Á krepputímum blómstrar kynlífið sem aldrei fyrr. Og greinilegt er að íslenskir rithöfundar eru vel með á nótunum fyrir þessi jólin. Þeir bregðast ekki þjóðinni á ögurstundu.

Ný tilnefning hefur borist til rauðu hrafnsfjaðrarinnar, sem veitt er fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í bókmenntum ársins.

Guðmundur Andri Thorsson sendi nýlega frá sér skáldsöguna Segðu mömmu að mér líði vel og bregst ekki þjóðinni í þrengingum. Kolbrún Bergþórsdóttir kom með ábendinguna, sem hér fylgir:

- Komdu, sagði hún og dró mig af stað inn í svefnherbergi. Hún gekk hægt og tígulega og tíndi af sér einkennilega margsamansettan kjólinn og ég elti hana, hélt í höndina á henni en fláði af mér treyju og bol með hinni. Lófi hennar var mjúkur. Hún lét fallast nakin á rúmið og reis upp við dogg á meðan hún horfði á mig fara úr buxunum og nærbuxunum uns ég stóð andspænis henni í alveldi umkomuleysis míns. Ég var nakinn en snerting hennar var svöl og létt. Hún snerti mig og það var mjúkt og annarlegt eins og ég væri í þann mund að ganga inn í aðra heimsálfu, hlýja og blíðlega. Ég færði mig nær henni en hikaði svo og færði mig aftur fjær eins og fælið karldýr og í smástund leið þeim hluta af mér sem hikar og hræðist eins og milli okkar væri fjallgarður og stórfljót sem enginn kæmist yfir nema fuglinn fljúgandi. Ég ræskti mig og brost hálf vandræðalega og sagði: Það er svolítið langt síðan ég hef gert þetta ...

- Líka ég, sagði hún: Manst þú hvað maður gerir næst?

Hún tók í báðar hendur mínar og kippti mér svo til sín furðu létt og snöggt. Ég lagðist nakinn milli fóta henni og í sömu andrá kom fuglinn fljúgandi og dreifði sæði mínu í hið hvíta lín.

Ég studdist enn fram á handlegginn og horfði á hana. Í alveldi míns umkomuleysis. Svo sprungum við bæði, og ég sagði: Jaaaá!

Það er ljóst að keppnin verður hörð um rauðu hrafnsfjöðrina. Þjóðin nýtur góðs af.


mbl.is Spara pening með auknu kynlífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta tilnefningin

Þá hefur krummi sig til flugs. Komið er að tilnefningum til rauðu hrafnsfjaðrarinnar, sem jafnan eru veitt fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingarnar.

Fyrstu tilnefninguna fær Sjón fyrir lýsingu í skáldsögunni Rökkurbýsnum, sem eins mætti kalla Rökkurfýsnir, miðað við atganginn þegar fyrsti karlmaðurinn á jörðinni uppgötvar náttúruna, í umhverfi sínu, sjálfum sér og eigin skugga.

Myndin á jörðinni var því ólíkt mýkri en hann sjálfur að sköpulagi, dældir og bungur gerðu mjaðmir hennar og brjóst bogadregin. Já, tilfinning sem náði tökum á huga hans greip því einnig líkama hans. Útlimurinn milli fóta hans þandi sig út, reisti sig við og stóð framréttur, eins og styrkur handleggur herforingja sem skipar liði sínu til orrustu: „Fram til sigurs!" Og umyrðalaust fylgdi Adam skipun hins ákaflega reista lims. Hann kastaði sér yfir veruna og rak liminn milli fóta henni, á kaf í sandjörðina, og skakaði sér á henni þar til þykkur og mikill brundurinn þrýstist úr líkama hans af viðlíka afli og stórsjór sem hleypur upp fertugan hamravegg. Á meðan fullnægingin sundraði regnboganum á innanverðum augnlokum hans, þar sem hver litur þaut út í tómið eins og vígahnöttur, stundum fjólurauður, stundum vatnsblár, stundum sólgulur, flæddi sæðið um hverja glufu í jarðskorpunni, inn í hverja spurngu í steinunum, hverja skoru og brest í kristöllunum, hverja holu í moldinni. Þannig frjóvgaði Adam undirheimana þegar hann lá með skugga sínum. Þar af spratt þjóðin sem byggir þá dimmu veröld neðanjarðar.

Fleiri tilnefningar munu birtast á Hrafnasparki næstu vikur.

Er krummum og öðrum krúnkendum gert hér með að miðla kynlífslýsingum sem þeir rekast á í jólabókaflóðinu.


Nýtt um Potter

Æ, hvað það er notalegt að stökkva aftur inn í ævintýraheim Rowling, að þessu sinni til að fylgjast ævintýrum Sirius Black og James Potter þremur árum áður en Harry Potter fæðist.

Hér má lesa um það!  

Rowling þarf ekki mikið rými til að skapa spennu!

 


Mönnuð geimferð til Mars?

Það hefur verið töluvert afrek að komast til tunglsins hjá Neil Armstrong og félögum árið 1969 og vissulega risaskref fyrir mannkynið, heilir 386 þúsund kílómetrar. Víst botna sumir ekkert í því að það skuli hafa tekist fyrir daga litasjónvarpsins og fótanuddtækjanna. En þá voru menn reyndar löngu farnir að sprengja heilu borgirnar í loft upp.

En George Bush lætur sér ekki nægja að leggja á ráðin um ferð til tunglsins, enda vanur að leggja undir sig nýjar lendur á plánetunni jörð. Hann vill senda mannað geimfar alla leið til Mars.

Og það er forvitnilegt að lesa hvað Bill Bryson hefur að segja um það í stórfróðlegri bók, "A Short History of Nearly Everything", sem kom út árið 2003:

A manned mission to Mars, called for by the first president Bush in a moment of passing giddiness, was quietly dropped when someone worked out that it would cost $450 billion and probably result in the deaths of all the crew (their DNA torn to tatters by high-energy solar particles from which they could not be shielded).


Ókúguð bændaþjóð í norðri

Neistar, úr þúsund ára lífsbaráttu íslenskrar alþýðu, kom út lýðveldisárið 1944. Þar er rifjuð upp vörn þegnfrelsis og þjóðfrelsis fyrr á öldum:

Á evrópskan mælikvarða er þessi málsgrein merkust alls, sem Íslendingar frumsömdu á 14. öld: "Vitið það fyrir víst, að vér þykjumst lausir eftir því vornasta bréfi, sem vort foreldri sór Hákoni konungi gamla, ef vér fáum eigi að sumri það, sem oss er játað af honum og nú mælum vér til."

Orðin voru skilaboð alþingis til erlends ríkisráðs, sem taldi konung sinn eiga Ísland að boðan guðs og þurfa engan nauðungarsamning að halda við íslenzkan almúga, sbr. framkomu Loðins lepps og konungsbréf með Jónsbók 1280. Orðin sýna, að Ísleningar telja konungssambandið viðskiptalegs, en ekki guðlegs eðlis, og á þeirri skoðun hafa forvígismenn landsréttinda byggt á síðari öldum. Meirihluta tímans, síðan orðin voru skráð, voru það landráð og auk þess lastmæli gegn guðlegri ráðstöfun að nefna það, að Íslendingar megi og geti sagt konungdómi upp hollustu, og 1944 reyndist þurfa til þess "bylting." En 1320 þorði alþingi að segja þetta, og þögn ríkisráðs á móti var af Jóni Sigurðssyni metin jafnt og nauðugt samþykki, en réttarlega fullgilt. Án svo hispurslausrar ánýjunar hefði Gamli sáttmáli ekki orðið Íslendingum sú líftaug, sem hann varð.

Landfleyg hafa lastmælin orðið á sinni tíð, sem höfð voru eftir Lofti og Birni um konungdóminn, þótt höfundur Árnasögu þyrði eigi að skrá þau sjálf. Andstaðan gegn Hákoni gamla lifði og beizkjan undan þeirri minningu, er "vort foreldri sór." Alla 14. öld héldu landsmenn réttindum í horfi. Hefnd kom yfir Smið, hinn vaska norska hirðstjóra, fyrir að lífláta mann án fulls lagaréttar, og drepinn var þá Skráveifa. Norðlendingar þoldu ekki konungi að senda þeim slík yfirvöld, og líkur hugur er í árnesingaskrá nokkru síðar. Í aldarlok hrekst danskur biskup af Skálholtsstóli, þótt sá sigur væri þá búinn að kosta embættismissi, hver veit hve lengi, fyrir mikinn þorra presta í biskupsdæminu. Nýskipan Michels var hrundið. Þá heimtar drottning án laga nýjan skatt af landinu, sem var eign hins konunglega fatabúrs, og leggur landráðasök við óhlýðni. Íslendingar taka allir á sig landráðin og neita skatti, en gefa fatabúrinu ölmusu. Eyfirðingum þótti hreinlegast að gefa ekki, og tæpri öld síðar hrundu þeir 110 saman með alvæpni fjárkröfum hirðstjóra til bónda þar í byggð. Stórflokkar vopnaðra manna um siðskiptin vitna um ókúgaða bændaþjóð, sem hefði ekki þolað konungsvaldinu afarkosti, ef ógæfuárin eftir 1548 hefðu ekki gert menn forystulausa gegn ásælninni og síðan verzlunaránauðinni.


Visual bookshelf á Facebook

Krummi mælir með Visual Bookshelf á Facebook fyrir krumma og aðra bókaáhugamenn.

Þar má fá innsýn í hvað vinirnir á Facebook eru með á náttborðinu og hvort nokkuð er í það spunnið. Spjallþræðir eru um flestar bókanna, oft skapast forvitnilegar umræður og jafnvel bráðfyndnar, eins og um sjöundu bókina um Harry Potter, þar sem Elinor nokkur fer á kostum.

Facebook er prýðis uppfinning. Þar má afla fylgismanna við nánast hvaða málstað sem er, svo sem sjálfstæði Álandseyja og að aftur verði hafin framleiðsla á bláum ópal. Og endurvekja kunningsskap við gömul skólasystkin.

Og auðvitað eiga krummar að krúnka þar saman!


Af góðvinum krumma!

Það er í nógu að snúast hjá góðvinum Krumma.

Elísabet Jökulsdóttir hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í Iðnó í gær, flutti dásamlegan gjörning í tilefni dagsins og stráði gullkornum yfir afmælisgesti. Hrafnasparkið sendir henni hamingjuóskir.

Þá tilkynnti Ólafur Gunnarsson í 24 stundum að hann ætlaði að halda beat-hátíð til minningar um Jack Kerouac 3. maí næstkomandi, en lesið verður upp á pallinum við heimili hans.

Eins og krummar vita þýddi Ólafur On the Road eða Á vegum úti eftir Kerouac. Erlendir rithöfundar koma fram á hátíðinni, auk Michael Pollocks, Einars Kárasonar, Sjóns, Hilmars Arnar Hilmarssonar, Birgittu Jónsdóttur og Jónsa í Sigur Rós.

Krummar rata.


Af vítaspyrnum

Mikið var dásamlegt að horfa á vítaspyrnu Roma gegn United sleikja þakskeggið á Old Trafford.

Leikmaður Roma hefur líklega ekki verið að hugsa um hinstu rök tilverunnar. Þó að skotið hafi verið háfleygt. Eins og Andrew Anthony hefur útlistað manna best í bókinni On Penalties.

The penalty, is it a metaphor for the indecision of modern life or simply an easy way of scoring a goal? I think it's safe to assume that this question was not in the forefront of David Batty's mind when he walked to take his ill-conceived penalty against Argentina in the 1998 World Cup. Certainly, there was nothing in the imperviously stoic demeanour of the Yourkshireman to suggest that he viewed that penalty shoot-out as anything but a penalty shoot-out. Whatever it meant to Batty, it wasn't a workshop on existential doubt. His later comments regarding his thinking at the time would seem to confirm that he tended towards the "just stick it in the back of the net" approach. "I were really confident," he explained some months afterwards. "I said to Shearer in the centre circle: "I'm gonna blast it down the middle."" Those are not the words of a man who was burdened by the unbearable weight of symbolism.


mbl.is Alex Ferguson: Breytti miklu að Roma nýtti ekki vítaspyrnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband