10.1.2007 | 09:43
Það sem gefur heiminum von
Innflytjendur okkar frá Mið- og Suður-Ameríku. Þeir gefa mér von. Gefa mér von um að við eigum eftir að breytast. José nágranni minn þekkir bókstaflega alla í byggingunni - bankar upp á, kemur með kökur og hressingu og skiptir sér glaðlega af manni þegar honum dettur í hug. Þekkir alla nágranna sína með nafni. Ég á þetta ekki til í sjálfum mér, en ég finn að það gerir veröld mína hlýlegri - og Ameríku betri. Þetta er önnur arfleifð sem með tímanum verður að okkar eigin.
Ég á slíka nágranna!
María Helena Sarabía frá Kólumbíu og Gunnlaugur Karlsson og börnin þeirra, Mikael, Gabríel og Sara, eru nágrannar mínir; þau búa í næsta stigagangi og garðurinn er sameiginlegur. Ef til vill er það fyrir suður-amerísk áhrif frá þeim að fjölskyldurnar í húsinu eru eins og ein stór fjölskylda. Það er ekki nóg með að allir þekkist með nafni; við fögnum saman stórhátíðum, svo sem gamlárskvöldi, en komum einnig saman við minni tækifæri, og alltaf er gleði og náungakærleikur ríkjandi. Allir hjálpast að og deila með öðrum. Ef eitthvað bjátar á er það leyst með brosi á vör og aldrei möglað. Þetta er lítið únívers hérna við Sólvallagötuna, en kraftur jákvæðninnar er mikill.
Stórfjölskyldan, eins og ég kýs að kalla nágrannasamfélagið, kemur oft saman í garðinum á sumrin, stundum er borðað við langborð, einn stekkur inn og nær í osta, annar í drykkjarföng. Svo allt í einu er kominn risastór pottur með suður-amerískri súpu! Alltaf er von á góðu frá söngelsku fjölskyldunni, sem varð enn söngelskari með nýja máginum, og útivistarhjónunum, þar sem bræður vaxa á hverju strái. Læknishjónin eru ýmist með bráðaþjónustu eða karaoke á heimili sínu og hjónin á fyrstu tendra himinhvelfingu úniversins.
Einni stétt manna er þó úthýst, innbrotsþjófar eru ekki velkomnir og er bókahillum kastað á eftir þeim úr kjallaranum.
Æ, þetta er yndislegt fólk og ég mun alltaf halda í þessi fjölskyldutengsl, sama hvar á hnettinum ég bý. Sonur okkar hefur verið hjá Maríu dagmömmu og Carmen yndislegri móður hennar, - söngelsku konunni með stóra brosið og hlýja útbreidda faðminn. Jafnvel ísklumpar í brjósti Íslendinga bráðna og byrja að slá í salsasveiflu í návist þeirra. Og á meðan slík fjölskylda er til...
... þá gefur það mér líka von.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.