9.1.2007 | 14:10
Trúarbrögð lúseranna
Ég fór á fjórðu myndina á fjórum dögum í gærkvöldi, Little Miss Sunshine, og hef sjaldan hlegið jafn mikið á bíósýningu. Þar er spjótunum beint að öllum þessum sjálfshjálparbókum og námskeiðum sem er ætlað að búa til sigurvegara" og leiðtoga" úr lúserunum okkur. Og fegurðardýrkunin fær sömu meðferð, enda angi af sömu fullkomnunaráráttu.
Hrakfarir fjölskyldunnar minna óneitanlega á ólánið sem elti Birtíng, en þá sögu ritaði Voltaire til að narrast að bjartsýnisheimspeki þeirra Leibnitz og Popes. Birtíngur aðhylltist háspekisguðfræðis-alheimsviskukenníngu" meistara síns, Altúngu, sem fólst í því að ekki væri til afleiðing án orsakar; allir hlutir væru í einni keðju og miðuðu til hins besta.
Í raun ganga sjálfshjálparkenningarnar enn lengra og kenna manni að taka orsakakeðjuna í sínar hendur, gera sjálfan sig mikilvægasta hlekknum í þeirri keðju. Aðferðafræðin er sú sama og hjá Birtíngi, nefnilega heilaþvottur, að segja það við sjálfan sig nógu oft að maður sé mikilvægasti hlekkurinn, þá fer maður að trúa því.
Birtíngur tönnlaðist á því að við lifðum í þessum besta heimi allra heima" og lofaði sköpunarverkið, en á sama tíma fór Búlgarakóngur í stríð við Abarakóng, eins og frá segir í þýðingu Laxness:
Ekkert gat fegurra, rennilegra, glæsilegra né betur uppsett en hinir tveir herir. Lúðrarnir, þverpípurnar, óbóurnar, trumburnar, fallbyssurnar, alt myndaði þetta þvílíkt samræmi, að jafnvel í helvíti þekkist ekkert slíkt. Fallbyssurnar lögðu að velli í fyrstu lotu hérumbil sex þúsund manns hvorumegin; síðan afmáðu byssuskytturnar af þessum besta heimi allra heima níu til tíu þúsund fanta. Byssustíngurinn var einnig gild ástæða fyrir nokkur þúsund mannslátum. Einar þrjátíu þúsund sálir fóru þar fyrir lítið. Birtíngur skalf eins og heimspekíngi sæmir og reyndi að láta sem minst á sér bera í þessu hetjulega slöktunarverki.
Þannig eru trúarbrögð lúseranna, annarsvegar Birtíngs sem telur sér trú um að ógæfa sín sé áfangi í átt að betri heimi og þess vegna geti hann vel við unað, og hinsvegar allra sigurvegaranna og leiðtoganna sem eiga yfir höfði sér fjöldauppsagnir stófyrirtækjanna, en telja að ef þeir læri sjálfshjálparbækur utan að, eins og níu þrepa kerfi Richards í Little Miss Sunshine, þá verði himnaríki á jörðu þeirra. Þangað til uppsagnarbréfið berst í pósti með reikningnum fyrir sjálfshjálparbókinni og námskeiðinu.
Hér með nefni ég þetta alheimsviskupessímismakennínguna í einu skrefi aftur á bak og níu fet ofan í jörðina" og þið sem hafið lesið þetta þurfið ekkert að greiða fyrir það. Ef þið eruð sömu lúserarnir og ég þá eigið þið nóg með að greiða jólavisareikninginn sem fer að berast inn um lúguna.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 15.1.2007 kl. 11:53 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.