Póstkort frá Guði

1553__stranger_than_fiction_l Ég hef tekið nokkra bíómyndatörn upp á síðkastið. Í gærkvöldi fór ég á mynd Eastwoods, sem tekin var að hluta hér á Íslandi, Flags of Our Fathers, og varð lítt hrifinn. Þeim mun meira hreifst ég af myndinni Children of Men; þar er mannkynið komið í öngstræti árið 2027, yngsta barnið átján ára og var að gefa upp öndina. Þá verður ung kona ólétt og leitar Morgundagsins fyrir barnið sitt. Nokkuð þétt mynd og frumleg á köflum.

Loks fór ég á Stranger Than Fiction. Ég er ekkert að ljóstra upp miklu þegar ég segi að hún fjallar um ósköp rúðustrikaðan mann sem vinnur hjá skattinum og kemst að því hann er sögupersóna í skáldsögu. Myndin er dásamleg og óvænt himnasending, - eins og póstkort frá Guði! Það er ekki annað hægt en að hrífast með hugarflugi höfundarins og það greip mig óviðráðanleg löngun til að fræðast örlítið um Zach Helm.

Það er furðu brotakennt sem maður les um þennan 31 árs gamla mann á Netinu (f. 21. janúar 1975). Ekki síst ef horft er til þess dálætis sem fjölmiðlar hafa á honum; hann hefur verið kallaður hinn nýi Charlie Kaufman og valinn á lista efnilegustu kvikmyndagerðarmanna í Esquire, Empire, Variety og Fade In Magazine.  

Af einkahögum hans er helst títt að hann var trúlofaður leikkonunni Lucy Liu, sem Quentin Tarantino gerði ódauðlega í Kill Bill, og er nú trúlofaður annarri leikkonu, Kiele Sanches, sem hefur helst haslað sér völl í sjónvarpsþáttum, m.a. Lost.

En Helm hefur í raun aðeins skrifað eitt handrit sem lýst hefur hvíta tjaldið og það var Stranger Than Fiction. Hann skrifaði einnig handrit að sjónvarpsmynd, Other Peoples Money, sem frumsýnd var árið 2003, en vakti enga sérstaka athygli. Eflaust hefur hann þó skrifað ófá handrit í kvikmyndanámi við The Goodman School of Drama at DePaul University, þar sem hann útskrifaðist árið 1996. Auk þess sem hann skrifaði leikritið „Last Chance For a Slow Dance", sem frumsýnt var í New York í árslok 2006.

Það forvitnilegasta sem ég fann um manninn var brot úr viðtali í Vanity Fair. Þar sagðist hann ekki hafa náð sér á strik fyrr en hann setti sjálfum sér lífsreglur, bjó sér til siði og reglur sem giltu um það hvernig hann beitti sköpunargáfu sinni. Nokkur atriði sem hann lagði áherslu á:

1. Write what interests you. Don't get penned into one genre or field. This year, I've worked on a new thriller novel, a historical sports drama screenplay, and a six-man play that tackles social issues. Each one, oddly, informs the other and allows me to approach all my writing with a freshness that I wouldn't have if I focused on, say, crime fiction alone.

2. When placing your work, don't decide merely based on immediate financial gain. Money works in odd ways - sometimes, if you take more cash up front, it's a short-sighted proposition. Better to place your screenplay with the right producer or director, for example - someone who gets the project and respects you. You'll be happier if you're demanding that your work is treated with respect - and to get that, you have to treat your own work with respect. Plus, you never know when or how something is going to pay off - either in a financial or creative windfall.

3. Don't take crap jobs for money. Rewriting gigs can pay a lot of money in Hollywood, but they can also drain you. Likewise with other projects that sail down the pipeline. The first question should always be: Is this a stimulating, challenging project? When you're focusing on your own writing, why do anything except what is of the highest interest for you? For the money? If you're after that, you'd do much better to go into commercial real estate or investment banking. If you're going to tackle the trials and tribulations of a writing life, follow your passions. Take risks. Go out on limbs. It's a field where - at least for me - playing it safe means creative stagnation.

Helm hefur nóg fyrir stafni þessa dagana. Fyrsta kvikmynd sem hann bæði skrifar handrit að og leikstýrir, Mr. Magorium's Wonder Emporium, verður frumsýnd árið 2007 og í aðalhlutverkum eru Jason Bateman, Natalie Portman og Dustin Hoffman. Einnig vinnur hann að Thomas Johnson, sem fjallar um mann sem hugsanlega er raðmorðingi, og er að skrifa handrit eftir skáldsögunni This is Serbia Calling. Þá er handritið The DisAssociate í vinnslu hjá Warner Bros.

Það fjallar um mann sem fær póstkort frá Guði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband