Petraeus sem yfirhershöfðingi í Írak

ég heyrði það í hádegisfréttunum í dag að það væri líklegt að Petraeus yrði yfirhershöfðingi í staðinn fyrr Casey.  Það er frábært að heyra þessar fréttir.  mín reynsla af Petraeus er sú að hann naut ótrúlegs trausts á meðal írakana, náði mjög vel til sinna nánustu samstarfsmanna og var fær um að tala á tungumáli evrópskra fréttamanna.  í írak fannst mér oft einsog bandaríkjamenn framleiddu bara tvær tegundir af hershöfðingum: tudda og gáfumenn.  og petraeus var án nokkurs vafa í flokki gáfumanna sem samt sem áður óttaðist aldrei að taka hættulegar ákvarðanir.  ég trúi á mikilvægi kenninga darwins og efast ekki um að tuddarnir séu mikilvægir í bandaríska hernum þótt mér hafi sést yfir mikilvægi þeirra en ég var mjög hamingjusamur yfir að njóta þeirrar lukku að hafa Petraeus yfir mér en ekki einhvern tuddann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband