6.1.2007 | 08:49
Er okkur stjórnað af sníkjudýrum?
Eflaust heldur einhver að í ofangreindri sé ég að kalla stjórnmálamenn sníkudýr. Þó stundum megi sjá eitthvað snýkjudýralegt við störf ýmissa stjórnmálamanna var fyrirsögnin hins vegar meint bókstaflega.
Snýkjudýr er nefnt Toxoplasmosis gondii, bogfrymill upp á íslensku. Þessi einfrumungur mun víst hreiðra um sig í meltingarvegi katta án þess að valda þeim skaða, berast síðan í smádýr en í þeim borar dýrið sig út úr meltingarveginum og sest að í líkamanum. Þegar smádýrin eru síðan étin af ketti lokast hringurinn.
Menn geta einnig sýkst af bogfrymlasótt, þó það henti illa hringrás snýkjudýrsins. Þekkt er að slík sýking getur verið alvarleg ónæmisbældum og valdið alvarlegum fóstursköðum eða fósturláti ef ófrísk kona smitast. Þetta er meginástæða þess að mikil áhersla er lögð á að þungaðar konur borði aldrei nema gegnumeldað kjöt. Einkennalaust smit er hins vegar algengt, um tíundi hver íslendingur hefur mótefni gegn bogfrymli sem bendir til fyrri sýkingar.
Nú á síðustu árum hafa verið að koma fram nýjar upplýsingar um hegðun bogfrymlasóttar. Í fyrsta lagi var skoðuð hegðun hjá sýktum rottum og í ljós kom að þær tóku mun meiri áhættu við að skríða úr felustað sínum en þær ósýktu, sem hentar sníkjudýrinu þar sem auknar líkur eru þar með á að rottan verði étin af ketti. Þessi mál komust fyrst á flug þegar skoðaðir voru einstaklingar sem höfðu látist í bílslysum, þá virðist sem mun algengara sé að þeir séu sýktir af bogfrymlasótt en aðrir. Þó það sé orðið nokkuð langsótt að flokka umferðarslys undir smitsjúkdóma þá eru þetta byltingarkenndar niðurstöður þar sem það virðist mögulegt að sníkjudýr sem setjist að í heila manna breyti hegðun þeirra.
Aðrir hafa nú sýnt fram á karlmenn sem sýktir eru af bogfrymli hafa almennt lægri greindarvísitölu en ósýktir, þeir hafa minni menntun og eru líklegri til að brjóta reglur samfélagsins. Konur sem smitast hafa af bogfrymlasótt eru taldar félagslega opnari og jafn vel fjöllyndari en þær ósýktu.
Enn eru þetta ný vísindi og örugglega margt eftir að koma í ljós við frekari rannsóknir á næstu árum. Hér bendir þó flest til að um sé að ræða algera byltingu í skilningi okkar á hegðun smitsjúkdóma í manninum sem líklegt verður að teljast að muni verða talin verðskulda Nóbelsverðlaun síðar meir.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Það er afar fróðlegt að heyra af þessum rannsóknum. Ef til vill ætti nýi lögreglustjórinn að láta fara fram rannsókn á bogfrymlasýkingum í síbrotamönnum? Og athyglisverð setningin að "stundum megi sjá eitthvað snýkjudýralegt við störf ýmissa stjórnmálamanna ", þó að hún láti lítið yfir sér.
Pétur Blöndal, 7.1.2007 kl. 02:13
Pétur Blöndal segir að lögreglustjórinn eigi að láta fara fram rannsókn á síbrotamönnum og láta athuga hvort þeir séu sýktir af bogfrymlasýkingu. Ég hef aðra og betri hugmynd að mínu mati um rannsóknir af síbrotamönnum, en hún er sú að allir sem valda ofbeldisbrotum gangi undir lyfjaeftirlit, þ.e. að athuga hvort viðkomandi neyti t.d. stera og/eða örvandi efna.
Áslaug Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.