Af íhaldssömum og frjálslyndum rangfærslum fjölmiðla

Media Matters to America, sem Börkur fjallaði um í Fjölmiðlapistli fyrr í dag, heldur úti athyglisverðum vef, mediamatters.org, þar sem fréttaflutningur (eða á að kalla það áróður?) er vægt til orða tekið afar einhliða. Þar er til dæmis hneykslast á því að Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, fái að njóta skörungskapar síns eftir hryðjuverkin í New York 11. september, en í kjölfarið var hann kallaður „borgarstjóri Ameríku" af Oprah Winfrey og á það sammerkt með öllum bloggurum heimsins að hafa verið valinn maður ársins af Time, en var reyndar einn um það árið 2001. Rudy_Giuliani

En nei, fjölmiðlar eiga að þjarma að Giuliani vegna 146 síðna skýrslu úr hans eigin herbúðum, sem á dularfullan hátt komst í hendur fjölmiðla, en þar er gerð úttekt á möguleikum hans í forkosningum repúblikana vegna forsetakosninganna árið 2008. 

Og hvað var svona slæmt sem sérfræðingar Giulianis fundu um hann sjálfan? Það hlýtur að vera hrikalegt fyrst farið er fram á allsherjar endurskoðun á viðhorfum Bandaríkjamanna til Giulianis af fjölmiðlavakt sem berst gegn íhaldinu með því að leita í „print, broadcast, cable, radio, and Internet media outlets for conservative misinformation - news or commentary that is not accurate, reliable, or credible and that forwards the conservative agenda - every day, in real time."

Sú hin sama Fjölmiðlavakt horfir þá framhjá öðrum „frjálslyndari" rangfærslum í fjölmiðlum.

New York Daily News birti brot úr skýrslunni, sem aðstoðarfólk Giulianis segir að hafi verið stolið, og þar stendur:  

On the same page is a list of the candidate's central problems in bullet-point form: his private sector business; disgraced former aide [former New York City Police Commissioner] Bernard Kerik; his third wife, Judith Nathan Giuliani; "social issues," on which ... he is more liberal than most Republicans, and his former wife [and former New York City television news anchor] Donna Hanover.

The concerns appear to be listed as issues for Giuliani law partner Pat Oxford to address and are followed by the central question of the campaign:

Are there "prob[lem]s that are insurmount[able]?" it asks, adding, "Has anyone reviewed with RWG?" Giuliani, whose middle name is William, is referred to throughout the document by his initials.

"All will come out -- in worst light," the memo continues. "$100 million against us on this stuff."

Þannig teflir fjölmiðlavakt frjálslyndra Bandaríkjamanna, sem telur sig þurfa að vinna gegn íhaldsöflunum í landinu, því fram gegn Guiliani að hann sé frjálslyndari en Repúblikanaflokkurinn! Og það er þá svona líka skelfilegt að fjölmiðlar vestra eiga að birta illa fengin gögn um hann. Eitthvað öfugsnúið við það að stofnunin beiti sér gegn frjálslyndum öflum innan Repúblikanaflokksins.

Ég hef reyndar verið þeirrar skoðunar að nær ómögulegt sé að réttlæta að fjölmiðlar birti stolin gögn, og þá allra síst þau sem er lekið í þeim tilgangi að klekkja á keppinauti, hvort sem það er í viðskiptum eða stjórnmálum. Og það kemur ánægjulega á óvart að fjölmiðlar vestra hafa þráast við að birta nokkuð um hina illa fengnu skýrslu.

Ekkert úr þessari skýrslu er svo sem nýtt af nálinni, annað en að gögnin hafa verið tekin saman í einn pakka. Jú, Giuliani einsetur sér að safna 100 milljónum dollara í kosningasjóð á þessu ári. Það gerir hann varla að þorpara. Í raun er ágætt fyrir Giuliani að fá óþægileg mál í umræðuna núna. Þau skaðar hann þá síður þegar nær dregur kosningum.

Vitaskuld er það rétt hjá Ólafi Teiti, eins og Börkur bendir á, að Heiða hefði átt að tilgreina hverskonar vefur Media Matters to America er, en að sama skapi réttlætir það ekki ummælin sem höfð eru eftir hinum ýmsu „hægriöfgamönnum" í umfjöllun hennar. Þau verða að skoðast sjálfstætt, þó að erfitt sé því að treysta að þau hafi ekki verið rifin úr samhengi. Það kemur hinsvegar ekki á óvart að ummælum öfgamanna til vinstri hafi verið sleppt. Þannig stofnun er Media Matters to America.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég votta þér samúð mína. Heimur versnandi fer.

Með bestu kveðju, Valli.

Sigvaldi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband