5.1.2007 | 15:12
Fjölmiðlapistill
Góður fjölmiðlapistillinn í morgun hjá Ólafi Teiti. Heiða Jóhannsdóttir hafði skrifað makalausa grein í Lesbókina þarsem fordómar hennar og ofstækið gagnvart hægri mönnum í Bandaríkjunum var stjórnlaust. Hún þóttist notast við hlutlausar heimildir en einsog Ólafur bendir á: "Greinin er byggð alfarið á bandarískum vef sem hún kallar "fjölmiðlavaktin Media Matters for America". Blekkingin felst í því að Heiða sleppir því einhverra hluta vegna að taka fram að það er yfirlýst stefna Media Matters að skrásetja og leiðrétta eingöngu áróður íhaldsmanna. Hún villir um fyrir lesendum með því að kalla þetta "fjölmiðlavakt" og láta sem það sé hlutlæg niðurstaða að ofstækisfullir hægrimenn vaði uppi". Ólafur Teitur bendir á að ritstjórar síðunnar hafa orðið uppvísir að lygi, síðan notast hann við aðra síðu sem skrásetur viðbjóðinn sem hefur komið útúr vinstri mönnum í Bandaríkjunum sem er hálfu verri ef eitthvað er - en Heiða hafði ekki áhuga á að kynna í greininni sinni. Þá klykkir hann út með því að minnast þess að þótt Heiða hafi verið hneyksluð á því í greininni sinni hvað hægri menn í Bandaríkjunum notuðu sterk orð að þá hafði hún í dómi sínum um Fahrenheit 9/11 gefið myndinni fjórar stjörnur og sagt að sér þætti það bara fínt að hann tæki stundum "sterkt til orða".
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ólafur Teitur er óborganlega góður. Bækur hans Fjölmiðlar 2004, Fjölmiðlar 2005 og vonandi Fjölmiðlar 2006 etc. etc., non ad nauseam, eru algert "möst" fyrir alla sem vilja skoða ástand íslenzkra fjölmiðla af einhverju viti. -- Það var nú alveg gagnsætt, hvað Heiða þessi Jóhannsdóttir var gersamlega hlutdræg um bandarísk stjórnmál bæði fyrr og nú í þessari nýjustu Lesbókargrein. Þessi "frjálslyndis"veiki er víst orðin útbreidd og þrálát á Mogganum á þessum síðustu og verstu .... En Ólafur var auðvitað rétti maðurinn til að afhjúpa þá Heiðu. Hafði áður gert það sama við verðlaunaféð Sigríði Dögg.
Jón Valur Jensson, 5.1.2007 kl. 21:41
Mig langar til að leggja orð í belg þó ég hafi ekki enn náð að lesa umrædda pistla. Það er nefnilega svo að margir hér á Fróni þykjast vita mikið um bandarísk stjórnmál án þess að hafa búið þar og kynnst því pólitíska andrúmslofti sem þar ríkir. Í Bandaríkjunum er nóg af hægrisinnuðum stjórnmálakjaftöskum og ekki vanþörf á að leiðrétta margar rangfærslur þeirra. Mér þykir þó miður ef (en er þó ekki endilega hissa á því) að þeim er svarað með öðrum rangfærslum.
Þetta minnir mig á það þegar Björn Bjarnason vitnaði einhvern tíma vefsíðu að nafni mediaresearch.org til að styðja mál sitt um hina meintu vinstrislagsíðu fjölmiðla. Sú síða hefur ekkert með "research" að gera. Það teljast ekki rannsóknir þegar menn eru búnir að ákveða niðurstöðuna fyrirfram. Þetta er áróðurssíða eins og mediamatters.org, bara frá hinni hliðinni. Ég vona ykkar vegna að þetta sé ekki síðan sem "skrásetur viðbjóðinn úr vinstrimönnum", því á henni er lítt mark takandi.
Þegar ég bjó í Bandaríkjunum (á Clinton árunum) var áróðursmaskína íhaldsmanna miklu öflugri (og óvægnari) en þeirra frjálslyndu. Líklega hefur þeim síðarnefndu síðan vaxið fiskur um hrygg, því andstaðan gegn innrásinni í Írak og fyrirlitning á Bush hefur sameinað þá.
Að lokum smá spurning: Eru pistlar Ólafs Teits þá ekki of hlutdrægir til að kallast "fjölmiðlavakt"? Hvenær hefur hann gagnrýnt málflutning hægri manna?
Guðbjörn (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 22:28
Það skýtur nú skökku við að byrja á því að gagnrýna þá sem aldrei hafa búið í Bandaríkjunum fyrir að tjá sig um bandarísk stjórnmál, en draga síðan ályktanir með leiðandi spurningum um bók sem þú hefur aldrei lesið.
Mér vitandi hefur Ólafur Teitur aldrei gefið sig út fyrir að vera "fjölmiðlavakt" þó að hann skrifi fjölmiðlapistla. Og hann beitir ekki fyrir sig "hlutleysi" í málflutningi sínum, en gagnrýnir þá sem það gera án þess að standa undir því.
Í bókum sínum segir hann heiðarleg vinnubrögð raunar eðlilegra markmið en hlutlægni í blaðamennsku. Í fyrsta lagi að fara rétt með, en gangast ella svikalaust við mistökum. Og í öðru lagi að "gæta sanngirni, í þeirri merkingu að draga ekki tiltekin sjónarmið eða málsatvik undan gegn betri vitund, en það er, öfugt við hlutlægni, fyllilega raunhæft markmið og meira að segja fremur auðvelt".
Ég tók viðtal við Ólaf Teit fyrir Morgunblaðið 21. maí í fyrra, þar sem hann kom inn á þessar vangaveltur þínar. Þar spurði ég: "Nú hefur þú verið gagnrýndur fyrir að vera pólitískur í skrifum þínum, eins og þú talar um sjálfur í einum pistla þinna. Má ekki segja að gagnrýni þín hafi beinst frekar að öðrum væng stjórnmálanna, nánar tiltekið þeim vinstri, en síður að hinum?"
Og Ólafur Teitur svaraði:
"Ég er meðvitaður um að einhverjum kann að finnast það. En ég legg aldrei upp með að beina sjónum mínum í eina átt frekar en aðra. Ég myndi mótmæla því og gæti gert það með mjög góðum rökum ef því væri haldið fram að skrifin væru flokkspólitísk. Ekki þarf að fara lengra en í þarsíðasta pistil, þar sem ég bendi á að forsíða Fréttablaðsins hafi verið óhagstæð R-listanum. Ég er því ekki sá pólitíski áróðursmaður, sem fáeinir vilja gera mig að án þess reyndar að nefna fyrir því haldbær rök.
Hins vegar hef ég líka sagst vera hægrisinnaður og að það hafi vafalaust áhrif á hverju ég taki helst eftir í umfjöllun fjölmiðla. Við vitum að femínistum finnst fjölmiðlar örugglega of karllægir og að þeir kyndi undir staðalímyndir; þeir gætu örugglega haldið úti svona pistli um kynjaumræðu í fjölmiðlum. Með sama hætti finnst mér ekkert ólíklegt að sannfæring mín hafi áhrif á hverju ég tek eftir. Það kann til dæmis að vera skýringin á því að ég hef látið mig varða umfjöllun um skattamál á meðan aðrir hefðu kannski fylgst meira með umfjöllun um virkjanamál. Þetta ræður frekar viðfangsefninu en niðurstöðunni.
Aðalatriðið er að vera sanngjarn og draga ekkert undan í þeim tilgangi að búa til niðurstöðu sem þjónar fyrirfram gefinni sannfæringu. Ef allir eru vakandi fyrir því erum við í fínum málum. Svo er það undir hverjum og einum komið að opna augun og vera ekki of þröngsýnn."
Pétur Blöndal, 9.1.2007 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.