4.1.2007 | 14:47
Teiknimyndir fyrir börnin - sjúkur heimur (2. hluti)
Í myndinni er reynt að blanda inn ádeilu á trúarofstæki og ofnýtingu auðlinda með hryllilegum árangri. Boðskapurinn virðist m.a. vera sá að sjálfsagt sé að stöðva veiðar mannsins á einni dýrategund til að bjarga þeim dýrategundum öðrum sem geta sungið gamla R&B og diskóslagara. Eða eins og 5 ára dóttir mín kommenteraði eftir myndina: "þá verður fólkið bara að borða pulsur og brauð í staðinn fyrir fisk". Að vísu var hressandi að sjá selinn og frændur Keikó gerða að blóðþyrstum og illa innrættum rándýrum (hefði mátt taka það skrefi lengra og skjóta inn nokkrum selveiðandi eskimóahetjum).
Eftir að hafa gluggað í dóma um myndina á netinu þá virðist fólki annað hvort vera fullkomlega sama um slíkan fáránleika (og þá fær myndin fimm stjörnur) eða að það verður pirrað og reitt (og gefur myndinni eina stjörnu).
Hvort viljum við frekar, útlit eða innihald?
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Nú sé ég umhverfisstefnu Bandaríkjanna í nýju ljósi. Auðvitað eru þeir að reyna að véla okkur til að borða frekar pylsur en fisk! Það skýrir heimsókn Clintons í pylsuvagninn og hina svokölluðu Clinton-pylsu, sem er aðeins með sinnepi ef ég man rétt. Á heimsvaldastefna Bandaríkjanna sér engin takmörk!?
Pétur Blöndal, 4.1.2007 kl. 15:48
mig langar nú helvíti mikið til að sjá þessa mynd - bara til að sjá loksins rétta eðli keikó - killer whale - sýnt í teiknimynd. að maður tali ekki um helvítis selina.
Börkur Gunnarsson, 4.1.2007 kl. 15:54
Fór á myndina með dóttur minni og held að okkur hafi aldrei leiðst eins mikið á nokkurri teiknimynd. Fékk á tilfinninguna að ég hefði verið plötuð til að borga mig inn á mynd sem er gefin út fyrir að vera góð skemmtun en er svo bara leiðinda áróður einhverra fisk-verndar/-friðunarsinna. Frekar leiðinlega mynd að mínu mati og ekki þess virði að borga sig inn á. Sé eftir peningnum sem fór í þessa bíóferð.
Þórhildur (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.