4.1.2007 | 10:33
Leikjatölvur og lestur
Í grein í vef útgáfu The Spectator segir Boris Johnson að það sé kominn tími til þess að við sem samfélag horfumst í augu við þau skelfilegu áhrif sem tölvuleikir hafa á þá kynslóð sem er að vaxa upp. Árið 1997 var bætt inn lestrarstund í alla grunnskóla í Bretland en sex árum síðar hafði börnum sem sögðust ekki hafa gaman af lestri fjölgað úr 23% í 35%. Kannanir sýna að börn og þá sérstaklega drengir líta á lestur sem skylduverk og það sé nauðsynlegt að lesa til þess að klára einhver próf, en ekki vegna þess að það sé hreinlega gaman að lesa. Boris lítur svo á að tölvuleikir séu stór hluti af vandamálinu. Við krefjumst þess að kennarar kenni börnunum okkar að lesa og kenni þeim að meta bókmenntir, en samt leyfum við þeim að hanga fyrir framan tölvuleikina þegar þau eru komin heim.
Boris hefur verulegar áhyggjur af því hvert stefnir. 40% ungmenna uppfylla ekki kröfur um lestur og reikning við 14 ára aldur og stór hluti þeirra sem fara í Háskóla ráða ekki við að skrifa ritgerðir sem uppfylla kröfur Háskólanna. Boris lítur svo á að einn af stærstu sökudólgunum séu tölvuleikirnir og því hvetur hann alla til þess að ná sér í sleggju og hreinlega brjóta leikjatölvurnar í nafni lestrarins.
Margt í þessari lýsingu gæti átt við hér á Íslandi, þó svo að við séum tæpast komin jafn langt í þessari þróun og Bretar. Í Bretlandi eru 85% heimila með leikjatölvur og er hlutfallið hvergi hærra. Sala bóka gengur vel á Íslandi og virðast flest börn ennþá lesa. Svo má heldur ekki gleyma því að lestur hlýtur að vera meira en bara lestur bóka. Íslensk börn lesa textað efni í sjónvarpi og kvikmyndahúsum, þau lesa texta á tölvuskjánum, hvort sem það er á alnetinu eða msn-inu o.s.frv. En vissulega þurfum við að gæta að okkur og tryggja að tölvuleikir séu í raun aðeins leikir en ekki lífsstíll. Það getur ekki verið nokkrum manni hollt að hanga heilu og hálfu dagana fyrir framan sjónvarpsskjá í tölvuleik og gera lítið annað. Það er nauðsynlegt að reyna að örva áhuga ungmenna á bókum og lestri því það er skelfileg tilhugsun að upp komi kynslóð sem fari á mis við þá ánægju sem felst í lestir góðrar bókar.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Þegar ég heyri í mönnum einsog Boris og þér sem vilja fara með sleggju á tölvuleikina til að börnin fari ekki "á mis við þá ánægju sem felst í lestri góðrar bókar" einsog þú orðar það, þá velti ég því stundum fyrir mér hvort börnin hugsi þetta ekki þannig að af ást sinni á ykkur vilji þau fara með eld að bókunum ykkar og brenna þær til að þið farið ekki á mis við þá ánægju sem felst í góðum tölvuleik. Er ekki einnig líklegt að kynslóðin þar á undan hafi viljað af ást á foreldrum ykkar haft hug á því að brenna guðlausu bækurnar þeirra til að þau færu ekki á mis við þá ánægju sem felst í því að vinna útí haga frá morgni til miðnættis eða færuð á mis við þá ánægju sem felst í því að fara í kirkju og dýrka drottin í öllum sínum frístundum. Sem miklum bókafíkli finnst mér þetta leitt með kynslóðina sem er að vaxa úr grasi en get ekki annað en haft ákveðnar grunsemdir um að þetta sé einhver íhaldstilfinning. Enda virðast flestar kynslóðir mannanna alltaf hafa talið sig sjálfar vera víðsýnar en aldrei getað áttað sig á hversu hratt skoðanir þeirra og viðhorf urðu úrelt.
Börkur Gunnarsson, 4.1.2007 kl. 13:02
Eitthvað hefur textinn minn verið óskýr því ég vil einmitt EKKI fara með sleggju á leikjatölvurnar en hvet hinsvegar til þess að við reynum að tryggja að ný kynslóð fari ekki á mis við lestur bóka og hangi eingöngu í leikjatölvunni. Ég bendi líka á að lestur sé meira en bara lestur bóka, því íslensk börn (og við öll) lesum endalausan texta í textuðu sjónvarpsefni og í "tölvunum" okkar.
Lárus Blöndal, 4.1.2007 kl. 13:26
Nei, textinn var ekki óskýr, en þarsem þú hafnaðir honum ekki ákvað ég að slengja þér í flokk með honum til að spara þannig skotfærin. En þarsem textinn hefur ekki hitt þig, þá vil ég kannski spyrja aðeins nákvæmar, þarsem má greina í texta þínum einhvern ótta við of mikla tölvunotkun sem ég deili með þér, hvort þú veltir því aldrei fyrir þér hvort það sé kannski rangt að hamla þessa notkun? Kannski væri bara frábært fyrir barnið að gera tölvuleiki að lífsstíl? Nú reyndu foreldrar mínir að hamla fótboltaiðkun mína enda var fótbolti bara innihaldslaust hobbý í þeirra huga sem aldrei kom peningur úr. Það hefur heldur betur breyst á okkar tíma. Í okkar huga eru tölvuleikir innihaldslaust hobbý sem mun hvorki skila barninu þroska né tekjum en það er líka að breytast þarsem upp eru að vaxa atvinnumenn í tölvuleikjum sem spila leikina fyrir háar upphæðir á meðan aðrir fylgjast með. Kannski eru börnin þín framtíðar "Beckham" og "Ronaldinho" í tölvuleikjakeppnunum. Nöfn þeirra verða prentuð á tölvunördaboli sem verða seldir um allan heim og ilmvötn verða markaðsett með þeirra nafni: "Nýji tölvunörda táfýluilmurinn: Blöndal the best"
Börkur Gunnarsson, 4.1.2007 kl. 13:52
Hrumir gamlir karlar sem geta ekki með neinu móti horft jákvæðum augum á það sem framtíðin ber í skauti sér en væla þess í stað skjálfandi um allt hið gamla og góða . . . var þetta ekki kallað íhald í gamla daga? Ætli félagsfræðin myndi ekki kalla þetta fortíðarþrá?
Textinn hjá þér er ekkert óskýr, það lekur af honum fortíðarhyggja í bland við þránaða sveitarómantík, þ.e.a.s. að blessaðar bækurnar eigi nú að bjarga öllu og gera börnunum gott. Svona greinar minna mann á hinar víðfrægu bítlabrennur í USA á sjötta áratugnum og fræga grein úr gömlum Mogga frá fimmta áratugnum þar sem sagt var að rokk væri bara stundarfyrirbrigði sem hyrfi skjótt, (Billi litli Gates sagði það sama um Internetið).
Maður fær svona nett kast yfir fólki eins og Boris og þér. Báðir ætlið að hafa vit fyrir öllum um málefni em þið hafið greinilega ekki hugmynd um. Eru viss um að Boris sé ekki afturganga úr spænska rannsóknarréttinum :P
Foreldrar bera ábyrgð á uppeldi barna sinna, í því felst meðal annars að gefa sér tíma að sinna þeim, ekki bara hlamma sér fyrir framan bjánaboxið og glápa á fréttir dauðuppgefinn eftir rottukapphlaupið.
Með kærri kveðju frá foreldri sem er bókaormur og spilar tölvuleiki við afkvæmi sitt af lífi og sál (n.b. afkvæmið er líka bókaormur).
Magnús Egilsson (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.