2.1.2007 | 17:47
Skáldið, Framsókn og græni liturinn
Halldór Ásgrímsson fór með kvæði eftir Einar Benediktsson skáld í báðum áramótaávörpum sínum, eins og fram kom í síðustu færslu, og þannig hafa forsætisráðherrar valið sér skáld í gegnum tíðina, tekið ástfóstri við þau. Eins er það með litina, stjórnmálaflokkar hafa eignað sér ákveðna liti, græni liturinn stendur til dæmis fyrir Framsóknarflokkinn. En þá vaknar spurning hvort ekki þurfi að gæta samræmis þar á milli, hvað skyldi Einari hafa fundist um græna litinn?
Í bókinni Satt & ýkt eftir Gunnar M. Magnús er sagt frá hjátrú Einars Benediktssonar og haft eftir frú Valgerði Benediktsdóttur:
Hann hafði og sérstaka ótrú á vissum hlutum.
Svo var til dæmis um það, að hann mátti ekki sjá neitt með grænum lit á heimili sínu, hvorki flík né húsmuni, og mátti aldrei af því bregða.
Svo stóð á, að Indriði Einarsson rithöfundur, sem var frændi Einars, hafði einhvern tíma minnt hann á það, að enginn af Reynistaðaættinni mætti vera klæddur fötum með grænum lit, það væri óheillamerki.
Séra Árni Þórarinsson hafði sömu sögu að segja af Einari:
Einar hafði mikið yndi af dularfullum sögum, en var ekki margfróður á þau efni. Hann var líka það, sem almennt er kallað að vera hjátrúaður.
Það var um hann sagt til dæmis, að hann hefði aldrei þorað að ganga í grænum fötum vegna þess, að við því hefði legið bann í ættinni, síðan Bjarni Reynistaðabróðir varð úti grænklæddur á Kili.
Loks má geta sögu Indriða Einarssonar, sem sagði að hann hefði eitt sinn hitt Einar á götu í nýjum fötum grænum.
Heyrðu, frændi, kvaðst Indriði hafa sagt, þú ert kominn í græn föt.
Nei, hver andskotinn, svarar Einar og flýtti sér heim, fleygði þar af sér fötunum og fór aldrei í þau oftar.
Það skýtur því skökku við að nú á dögum eru kvæði skáldsins Einars Benediktssonar helst lesin fyrir alþjóð um áramót af mönnum með græn bindi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.