19.2.2007 | 16:06
Má rannsaka hvort hægt sé að breyta kynhneigð?
Loksins má segja að réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi sé að mestu lokið. Allir eru jafn réttháir hvort sem þeir eru gagnkynhneigðir, samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða hverjar sem hneigðirnar eru. Þeir eru fáir eftir sem ekki er sama hvað aðrir aðhafast í sínum svefnherbergjum eða hvar sem þeir kjósa að stunda kynlíf.
Skurðaðgerðir til að breyta líkamlegu útliti þykja sjálfsagðar og sem betur fer er meira að segja orðinn almennur skilningur á nauðsyn þess að bjóða upp á kynskiptaaðgerðir fyrir þá einstaklinga sem líður eins og þeir hafi fæðst í líkama af röngu kyni. Slíkt er óumdeilanlega vandamál sem þörf er á að veita meðferð við, enda á fólk á að vera frjálst til að lifa sínu lífi og fara með sinn eigin líkama að vild.
Til að fyrirbyggja allan misskilning við umræðu um þetta mál vil ég taka skýrt fram að ég hef nákvæmlega ekkert á móti samkynhneigðum og styð alla réttindabaráttu þeirra heilshugar, enda sjálfsögð mannréttindi að hver geti hagað sínu kynlífi að eigin óskum á meðan aðrir hljóta ekki skaða af.
Ég vil samt velta upp þeirri fræðilegri spurningu hvort eitt atriði í réttindabaráttu varðandi kynferðismál hafi ef til vill orðið útundan: Hvað ef einhver er samkynhneigður en vill ekki vera það? Eða hvað ef einhver er gagnkynhneigður en vill vera samkynhneigður? Eða tvíkynhneigður? Getur verið að það þyki réttlætismál að bjóða upp á meðferð til að breyta líkamlegu kynferði en tabú að bjóða upp á meðferð til að breyta kynhneigð?
Ef eitthvað hefur verið opnað inn á að meðhöndla kynhneigð hefur það yfirleitt verið gert af siðblindum trúarofstækismönnum og byggt á fordómum. Nú ber hins vegar svo til að í BNA er búið að vinna að rannsóknum á að draga úr samkynhneigð meðal hrúta. Í sauðfrjárræktinni þar vestra mun um 10. hver hrútur vera samkynhneigður og hefur verið fundin upp leið til þess að meðhöndla ærnar á meðgöngu til að draga úr líkum á því. Í framhaldi af því er farið að hugsa um hvort svipaðri meðferð sé tæknilega hægt að beita hjá mannfólkinu þó svo sannarlega sé ljóst að engin slík meðferð sé til í dag, þrátt fyrir að einstaka trúblindir hræsnarar haldi því fram. Eins og búast mátti við ekki eru allir sáttir við þessa þróun.
Reyndar er það óendanlega langt frá áhugasviði mínu innan læknisfræðinnar, en sem læknir á ég erfitt með að sjá af hverju ekki á að vera hægt að skoða með opnum huga möguleikann að veita meðferð sem hefur áhrif á kynhneigð. Þó það sé sannarlega ekki hægt í dag er aldrei að vita hvaða leiðir vísindin opna. Fólk hlýtur alltaf að eiga rétt á að vera eins og það vill. Hvað ef einhver er gagnkynhneigður en vill undirgangast meðferð til að vera tvíkynhneigður og tvöfalda þannig líkur sínar á að ganga út? Ég bara get ekki séð réttlætið í að banna einhverjum sem hugsanlega gæti viljað undirgangast slíka meðferð að gera það. Ef einhver getur útskýrt fyrir mér af hverju þjóðfélagið ætti að banna eða fordæma slíka meðferð óska ég vinsamlegast eftir útskýringum á því á athugasemdakerfinu.
Vissulega er sá möguleiki fyrir hendi að meðferð við samkynhneigð geti aukið á fordóma gegn samkynhneigð, að fleiri verði haldnir þeim misskilningi að hér sé um sjúkdóm að ræða fyrst hægt væri að meðhöndla. En, sú skoðun væri þá fordómar, ekki upplýst álit, og fordómar eru eitthvað sem samkynhneigðir hafa verið allra einstaklinga öflugastir við að berjast gegn.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Það er tvennt í þessu. Annars vegar spurning um viðhorf þess sem vegna óánægju með sjálfan sig vil breyta sér í eitthvað annað og hins vegar viðhorf fagmanns (og atvinnurekanda hans) sem telur sig geta með e.k. skurðaðgerð breytt viðkomandi. Læknisfræði er vissulega orðin sölumennska. Hollusta lækna við lyfjafyrirtæki er til marks um slíka sölumennsku. Eignarhald lyfjafyrirtækja á sjúkrahúsum er að verða raunveruleiki. Læknar verða þá starfsmenn lyfjafyrirtækja og margir þeirra ganga þegar hiklaust erinda þessara fyrirtækja fyrir ríflega þóknun. Hvar liggja mörkin milli þess sem læknisfræði getur í raun framkvæmt og þess sem verið er að selja? Í grein þinni er spurt hvort það sé í raun hægt að banna fólki að gangast undir hvaða aðgerð sem verða vill. En hvað með lækna og lyfjafyrirtæki? Ef maður vill láta gera á sér aðgerð eiga þá engin takmarkandi ákvæði um störf lækna og lyfjafyrirtækja að vernda verðandi viðskiptavin frá hinu viðskiptafræðilega viðhorfi lyfjafyrirtækja og lækna? Á allt að vera leyfilegt eða hvar ætla menn að setja mörkin?
Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 18:24
Mig rámar nú í einhverja atferlismótunarrannsókn þar sem tókst að afhomma menn :) Mér finnst þetta fræðilega áhugaverð spurning og leiðist þegar pólitísk rétthugsun ræður því hvað er rannsakað og hvað ekki. Að því sögðu langar mig að koma á framfæri að samkynhneigt fólk má alveg vera samkynhneigt. Það ætti ekki að skipta neinu máli fyrir hvern einstakling af hverju hann er svona eða hinsegin (no pun intended), svo lengi sem hann er sáttur og skaðar ekki aðra. Það gerir samkynhneigð ekkert betri eða verri ef komist er að því hvort hún sé ásköpuð eða áunnin.
Heiða María Sigurðardóttir, 19.2.2007 kl. 22:06
Gallinn við að "lækna" samkynhneigð er að það vantar sjúkdóm. Er hægt að lækna það að ég sé með spékoppa?
Jón Sigurgeirsson , 20.2.2007 kl. 00:33
Enn og aftur, ég hef aldrei haldið því fram að samkynhneigð væri sjúkdómur. Spékoppar eru það ekki heldur. Lýtalæknir ætti hins vegar auðvelt með að fjarlægja spékoppa ef einstaklingur óskar eftir því og ég er bara að velta fyrir mér hvort ekki sé rétt að standa vörð um réttindi fólks til að undirgangast þá meðferð sem það kýs, hvort sem hún varðar spékoppa eða annað.
Hjalti Már Björnsson, 20.2.2007 kl. 09:30
Hjalti; getur læknisfræðin útskýrt samkynhneigð?
Sigurður J. (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 10:11
Ekki er ég sérfræðingur í samkynhneigð. Augljóst er þó að ef allir stunduðu eingöngu kynlíf með einstaklingi af sama kyni myndu ekki mörg börn fæðast, því er erfitt að skýra samkynhneigð út frá lögmálum Darwins eins og annars er eiginlega hægt að gera með flesta mannlega eiginleika.
Þegar verið er að skoða hegðun og eðli mannsins finnst mér hins vegar alltaf áhugavert að skoða nánustu ættingja okkar í dýraríkinu þar sem menningarleg gildi eru ekki að hafa áhrif á myndina. Mjög umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á því sviði undanfarna áratugi sem margar hafa ekki farið hátt. Þær hafa hins vegar leitt í ljós að apar reiðast, móðgast, fara hjá sér, stunda kynlíf sér til ánægju og fara meira að segja í stríð til að útrýma nágrannættbálki, allt eiginleikar sem gamla heimsmyndin hefur talið að væru bara til hjá mönnum.
Samkynhneigð er einnig vel þekkt meðal mannapa, kynlíf tveggja kvendýra mjög algengt og þjónar þar því hlutverki að styrkja félagsleg tengsl. Ég hef velt því fyrir mér hvort sjá megi hliðstæðu í því að á netinu undanfarin ár hefur verið nóg af kossamyndum tveggja kvenna af skemmtanalífinu.
Læknisfræðin hefur annars lítið reynt að skýra samkynhneigð, meira að aðstoða fólk til að lifa sínu lífi að vild.
Hjalti Már Björnsson, 20.2.2007 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.