31.12.2006 | 16:00
Ísland - níunda best í heimi!
Á forsíðu vefútgáfu New York Times er slegið upp lista yfir þær 25 ferðagreinar sem flestir hafa áframsent til vina og kunningja. Í níunda sæti er greinin Iceland's Ring Road: The Ultimate Road Trip". Á sama tíma og rithöfundarnir Ólafur Gunnarsson og Einar Kárason fóru til Bandaríkjanna til að keyra Route 66, þá fór blaðamaðurinn Mark Sundeen til Íslands og ók hringveginn.
Hann talar um það í greininni að landslagið sé eins og ameríska vestrið hafi verið sett í hrærivél, hin ljóðræna strandlengja Kaliforníu, hrjóstrugar eyðimerkur Nevada, jöklar Alaska og hverir Yellowstone. ... og ef þér líkar ekki eitt náttúrufyrirbærið, þá eru bara nokkrir klukkutímar í það næsta."
En greinin jafnast auðvitað ekki á við aðra hringferð sem Neil Strauss fór um Ísland og skrifaði um í New York Times 7. nóvember árið 2001 undir yfirskriftinni What a Short, Strange Icelandic Trip It's been". Þar fylgir hann kántrýbandinu Funerals á tónleikaferð um landið eftir Airwaves-hátíðina í október, en það var þá og verður líklega enn að teljast nær óþekkt á skerinu og aðsóknin eftir því, enda yfirskrift ferðarinnar: The Almost Pathetic Tour".
Blaðamaður New York Times upplifir ýmislegt, eins og nærri má geta, svo sem að Sykurmolinn Einar Melax stígur óvænt á svið með bandinu á veitingastaðnum Krákunni á Grundarfirði og spilar á harmóníku og gítar, en fáir mæta á tónleikana í Kántrýbæ á Skagaströnd út af fertugsafmæli sem haldið er sama kvöld.
Þó að Funerals hafi svo sem aldrei sigrað heiminn vantar ekki rokkstjörnubraginn á meðlimi sveitarinnar, eins og þegar bassaleikarinn Viðar Hákon Gíslason segir: We can only perform drunk". Minni stjörnuljómi er þó yfir Ólafi Jónssyni trommuleikara í greininni, en hann segir að hugurinn reiki oft á meðan hann taki trommusóló, and he would find himself thinking about eating a sandwich".
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.