30.12.2006 | 10:56
Árið 2006
Nú um áramót er vel við hæfi að líta aðeins um öxl. Í ljósi þess að samkvæmt almennu áliti vísindamanna eru ekki nema eins og nokkrir áratugir þar til kolvísýringsútblástur jarðarbúa nær að útrýma ísbjörnum er eðlilegt að líta yfir mitt persónulega framlag í þeim efnum á árinu 2006.
Aksturinn sýnist mér ekki hafa verið sérlega mikill á heimilinu, þó hann mætti vera á sparneytnari bíl. Líklega hafa verið eknir innan við 10.000 km og útskilnaður koltvísýrings vegna þeirra er lauslega áætlaður um 6 tonn. Flugkílómetrarnir eru hins vegar nokkuð margir eða um 31500 og þeir kílómetrar vega þungt í útskilnaðarmálum, um 11 tonn voru losuð út í andrúmsloftið við það.
Þetta gerir því samtals um 17 tonn af koltvísýringi sem bara ferðir mínar hafa losað út andrúmsloftið. Við þetta þyrfti að bæta losun upp á einhver tonn vegna flutnings og framleiðslu matar og annars varnings, þó það sé nokkuð erfiðara að áætla þann þáttinn.
Þegar ég lít yfir árið hvað varðar minn persónulega þátt þá hef ég líklega gert eiginlega ekki neitt til að draga úr útblæstri. Ég hef ekki sleppt ferðalögum, allt of sjaldan hjólað í vinnuna og er ekki á sparneytnum bíl.
Vonandi eru gróðurhúsaáhrifin bara ímyndun. Kannski er einskær tilviljun að fyrirbærið jólasnjór þekkist vart lengur, nú er orðið réttara að tala um jólarigninguna, jólapolla eða jafnvel jólaflóðin eins og þetta árið.
Ég ætla samt að gera ráð fyrir að álit sérfróðra manna sé rétt og reyna að gera ganga betur um náttúruna á næsta ári. Framtíð barnabarna minna og barnabarna þeirra er í húfi.
Gleðilegt ár
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Nauðsinleg færsla ... 100% sammála
GLEÐILEGT NÝTT ÁR Óskar netflakkari Nr1
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.12.2006 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.