28.12.2006 | 01:29
Fjögur brúðkaup og W.H. Auden
Ætli Fjögur brúðkaup og jarðarför sé besta gamanmynd sem gerð hafi verið? Sjaldan hefur hárfínn húmor Breta notið sín eins vel, svo sem þegar Carrie (Andie MacDowell) segir í atriðinu á meðfylgjandi mynd: Is it still raining? I hadn't noticed." Þegar ég horfði á hana í Sjónvarpinu í kvöld rifjaðist upp grein sem ég skrifaði Morgunblaðið 13. ágúst árið 1994, fyrsta sumarið mitt í blaðamennsku. Ég rifja hana hér upp til gamans:
Lesendur breska slúðurblaðsins The Sun" rak nýlega í rogastans þegar þeir sáu að síður blaðsins voru lagðar undir skáldskap. Ekki minnkaði furða þeirra þegar í ljós kom að um var að ræða nútímaskáldskap eftir W.H. Auden. Wystan Hugh Auden (1907-1973) er eitt fárra breskra nútímaskálda sem ekki virðist hafa fölnað í minningu almennings eftir dauða sinn og síðan kvikmyndin Fjögur brúðkaup og jarðarför var tekin til sýninga hafa vinsældir hans blómstrað sem aldrei fyrr. Ljóðið Funeral Blues" er lesið í jarðarför myndarinnar og hlýtur verðskuldaða athygli. Bæði er ljóðið eitt af aðgengilegri kvæðum Audens og síðan gerir leikarinn John Hannah því mjög góð skil. Eins sjaldgæft og það er að ljóð séu lesin í kvikmyndum, er það næstum einsdæmi að þau sé lesin án sjálfumgleði og hroka.
Bækur með verkum eftir W.H. Auden seljast betur í Bretlandi en bækur vinsælla höfunda eins og Bills Brysons og Bobs Monkhouse um þessar mundir. Um er að ræða útgáfur á ritdómum og ævisögum sem og umfangsmikilli heildarútgáfu á verkum hans undir ritstjórn Edwards Mendelsons sem nefnist Collected Poems" og safni æskuverka hans, Juvenilia: Poems 1922-28", sem ritstýrt er af Katherine Bucknell. Eitt er víst að af nógu er að taka því þótt ljóð Audens séu aðeins tekin með spanna þau yfir 926 blaðsíður. Allt er það í þjónustu óvinsællar listar", sem með orðum Audens krefst þess af þvermóðsku að vera lesin eða hunsuð". Um kveðskap Audens má segja að hann nýtur sannarlega vinsælda og er lesinn, jafnvel af lesendum slúðurblaðsins The Sun".
W.H. Auden kom tvisvar hingað til lands. Hann heimsótti Ísland rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina, árið 1936, með félaga sínum Louis MacNeice. Eftir þá heimsókn gaf hann út bókina Bréf frá Íslandi, sem kom út árið 1937. Skemmst er frá því að segja að þeir félagar urðu fyrir ýmiskonar vonbrigðum með dvöl sína hér á landi. Þeir komu hingað til lands í leit að afdrepi frá ógnum samtímans og hávaðamenningarinnar. Auden gefur jafnvel í skyn að þeir hafi verið að reiðubúnir að yfirgefa listina ef þeir fyndu hér fullnægjandi og friðsælt líf, en svo fór ekki - kannski sem betur fer. Þeim þótti landið að vísu fallegt en ...
Svo kynnum þá heiminum eina hans
eltandi skugga,
með oflæti í búningi og versnandi
fisksölukjör.
Í afdal hvín jazzinn, og æskunnar fegurð
fær alþjóðlegt filmbros á vör
---
Tár falla í allar elfur og ekillinn setur
aftur upp glófa og bíl sinn á vegleysur knýr
í æðandi blindhríð, og emjandi skáldið
aftur að list sinni flýr.
(Úr þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á ljóði Audens "Ferð til Íslands")
W.H. Auden kom síðan aftur til Íslands árið 1964. Kristján Karlsson skáld hitti hann þá ásamt fleiri Íslendingum í boði Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra og í samtali þeirra kom fram að Auden fannst Reykjavík mikið breytt og hann þekkti sig varla aftur. Annars var hann fremur fámáll," segir Kristján. Hann var aldrei þekktur fyrir venjulega gamansemi, enda held ég að hann hafi ekki stundað hana að ráði. Hún kemur þó fyrir í leikritum hans og ljóðum." Þegar bókin Bréf frá Íslandi kom út fannst mörgum lýsingin á Íslandi vera full stráksleg og bókin hefur aldrei verið þýdd á íslensku. Einhver nefndi við Auden að Íslendingar hefðu móðgast af bókinni," segir Kristján. Hann á að hafa svarað í hálfkæringi: Við vorum nú bara strákar að vinna fyrir okkur.""
Kristján Karlsson skrifaði ljóð um heimsókn Audens hingað til lands árið 1936, þar sem hann dregur upp skemmtilega mynd af ungum manni sem þroskast og vitkast með aldrinum:
Gegnum frásögn sem flöktir og skriplar
og ljósmyndir loðnar af regni
fer Wystan Hugh Auden (ásamt Louis MacNeice)
um ófrjó og óþroskuð fjöll
með böl vorrar æsku: útvarpið
langferðabílinn og gisting hjá góðu fólki
slagveðrin hnýtna hesta aðeins sem ólund
á andliti djúpu og sléttu: landslag sem springur,
tómleiki æskunnar einungis vetur í jörð,
í margbrotið haust með farvegum flóknum og djúpum."
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ég er ein af þeim sem heillaðist algjörlega af ljóði Auden í Fjórum brúðkaupum og jarðarför. Eitt hefur mig alltaf langað að vita og þar sem þú virðist fróður um skáldið langar mig að spyrja; er til góð þýðing á "Funureal Blues"? Ef svo er væri gaman ef þú gætir bent mér á hana nú eða sett hana hér á síðuna.
Lára Ómarsdóttir, 28.12.2006 kl. 19:56
Því miður veit ég ekki til þess. En líklega er ástæða til að láta ljóðið fljóta með, fallegra og tregafyllra gerist það ekki, nema þá kannski í hendingu Hannesar Péturssonar skálds "Veistu hvað gleðin tefur tæpa stund, en treginn lengi?":
Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.
Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He is Dead.
Put crepe bows round the white necks of the public doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.
He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last forever: I was wrong.
The stars are not wanted now; put out every one,
Pack up the moon and dismantle the sun,
Pour away the ocean and sweep up the woods;
For nothing now can ever come to any good.
Pétur Blöndal, 28.12.2006 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.