25.12.2006 | 15:19
Jólin frá sjónarhorni fimm ára stelpu
Þessar samræður áttu sér stað í hádeginu á jóladag.
Pabbi: Segðu mér eitthvað í sambandi jólin?
Ólöf Kristrún: Það eru skemmtilegir pakkar á jólunum eins og alltaf. En sumir eiga það og geta skilað því. Og kannski verður einhver hissa og langar í það sem hann fékk. Og þá verða allir svo glaðir. Eins og bróðir minn fékk bestu gjöfina sína sem var gítar og vildi ekki sleppa henni. Og eins og ég fékk snyrtidót og kastala og svona gamla daga dót, sem ég vil ekki að neinn taki. Einu sinni ekki snerta það. Og síðan gladdi það ömmu og afa svo mikið að fá mynd af mér og ömmu í svona stellingu [hún stillir sér upp eins og á meðfylgjandi mynd] og mynd af afa Halldóri og Erni Óskari og þeir eru bara glápandi svona [hún stillir sér aftur upp].
Pabbi: Gladdi fleira?
Ólöf Kristrún: Það sem gleðjaði mömmu og pabba frá mér og Erni Óskari voru myndir sem við máluðum og mamma var svo glöð út af kortinu frá mér og Erni Óskari og miklu glaðari út af myndinni minni. Og afi var svo glaður út af kortinu að hann sagði bara: "Ég ætla að passa þetta mjög vel." Ég var líka svo glöð út af stellinu sem ég fékk að ég vildi ekki einu sinni að neinn skildi það eftir á borðinu. Og hérna, mig langaði samt alltaf svo mikið í Baby Born rúmið sem var með tónlist. Og líka Baby Born, uh, bað og Baby Born slopp og Baby Born bíl... hvað stendur?
Pabbi: [Byrjar á að lesa textann og spyr svo] Hvað ætlarðu að gera í dag?
Ólöf Kristrún: Í dag ætlum við að kaupa ís og ég fer að setja í (ís)vélina mína sem ég fékk frá besta pabba! [Hún sagði þetta í alvöru!] Og síðan vil ég fá bestu afmælisgjöfina mína og á ég að segja hvað það á vera. Það á að vera öskubuskubúningakjóll.
Pabbi: Út af hverju höldum við jólin?
Ólöf Kristrún: Út af því að Jesú barnið á afmæli á jólunum. Er það ekki rétt pabbi? Annars á Jesúbarnið aldrei afmæli þegar jólin voru aldrei haldin. Og nú spyrð þú, af hverju fær maður pakka? Spyr þú mig það.
Pabbi: Af hverju fær maður pakka?
Ólöf Kristrún: Af því að á jólunum er maður að gleðja aðra. Nú spyrð þú mig... ertu að skrifa nú spyrð þú mig?
Pabbi: Já.
Ólöf Kristrún: Af hverju gleðjar fólk alla á jólunum?
Pabbi: Af hverju gleður fólk alla á jólunum?
Ólöf Kristrún: Til þess að fólk verði glöð. Því annars verða allir bara leiðir á jólunum. Hey, ertu að skrifa nafnið mitt!
Pabbi: Já. Segðu mér meira.
Ólöf Kristrún: Af því að börnin í Afríku, sum þeirra fá engan pakka á jólunum, því að þau sem ætla að gefa þeim pakka eiga enga peninga. Og þá verða þau ekki gleðjuð.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 26.12.2006 kl. 02:49 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.