22.12.2006 | 21:55
Áhugaverður fréttaflutningur af Íraksmálum
Þessi fréttaflutningur af Írak er engin nýlunda, fellur inní almenna hefð fréttaflutnings fáránleikans. "71 bandarískur hermaður hefur fallið í Írak í desembermánuði einum saman...""...Þrýstingurinn eykst því jafnt og þétt á George W. Bush Bandaríkjaforseta að kalla heim 135.000 manna herlið sitt í Írak." Ímyndið ykkur Bandaríkjamenn í seinni heimsstyrjöldinni, búnir að brjóta nasista á bak aftur, Ruhr héröðin í þeirra höndum, Berlín fallin og þeir nálgast Munchen: "2.000 Bandaríkjamenn féllu í Þýskalandi í síðustu viku og þrýstingurinn á Bandaríkjaforseta eykst því jafnt og þétt að kalla heim allt sitt herlið frá Þýskalandi og láta nasistana í friði". Eða bara um lögreglulið Bandaríkjamanna: "Tíu lögreglumenn féllu í Bandaríkjunum í síðustu viku og þrýstingurinn á Bandaríkjaforseta eykst því jafnt og þétt að kalla lögregluliðið sitt heim, leysa það upp og láta fólkið á götunni ráða götunni".
Svona hefur fréttaflutningurinn verið af þessu stríði frá upphafi - algjörlega absúrd. Ég veit það frá þeim fjölmörgu írösku vinum sem ég á í Bagdad að þeir vissu allan tímann að Bandaríkjamenn myndu ekki fórna sér mikið til að byggja upp íraskt þjóðfélag, en að þeir gætu ekki þolað mannfall sem er undir 3.000 manns, nota bene undir þeim fjölda sem féllu í hryðjuverkaárásinni á World Trade Centre, því hefðu fáir félaga minna trúað - en það virðist vera raunin. Það má vera að hryðjuverkamennirnir hafi ekki verið í Írak fyrir innrásina en þeir eru þar núna. Þetta er vígvöllurinn þeirra núna og Bandaríkjamenn eiga að fara þaðan vegna mannfalls sem er minna en þeirra sem féllu í síðustu hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin? Bandaríkin eru of hratt að breytast í aumingja heimsveldi og það er bara spurning um nokkra tugi ára að þeir verði history. Vonandi verða allir þessir blaðamenn sem hafa barist svona hart fyrir því hamingjusamir þá.
Sjö bandarískir hermenn féllu í Írak; tala fallinna hermanna nálgast 3.000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Það má velta fyrir sér tilganginum með þessu stríði og auðvelt að vera vitur eftir á. En fyrst Bandaríkjamenn réðust inn í Írak og steyptu einræðisherranum ber þeim auðvitað að standa við fyrirheit sín, festa lýðræðisstjórnina í sessi og koma á lög og reglu. Þetta snýst ekki eingöngu um líf bandarískra hermanna; þetta snýst um framtíð heillar þjóðar. Síðan er það annað mál hvort raunhæft er að Bandaríkjamenn ráði við ástandið, jafnvel með enn meiri herafla, eða hvort þetta verður bara enn meiri martröð. Sú ákvörðun er Bandaríkjamanna eins og þær ákvarðanir sem teknar hafa verið hingað til. Og ákvörðunum fylgir ábyrgð.
Pétur Blöndal, 25.12.2006 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.