Flag of the fathers

Var á frumsýningunni á Flag of the Fathers í gærkvöldi.  Mér fannst myndin byrja mjög vel, Clint var með góða uppbyggingu, sannfærandi samtöl, flotta díalóga og merkilega litlar klisjur í samtölum og pælingum í margþjöskuðu efni sem innrás í seinni heimsstyrjöldinni er.  En þetta voru fyrstu tuttugu mínúturnar.  Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að myndin var ekki um innrás Bandaríkjamanna á Iwo Jima heldur var hún um ljósmyndina sem var tekin þar þegar Bandaríkjamenn settu fánann upp á fjalli eyjunnar.  Myndin varð frekar þreytandi og væmin þegar fram í sótti.  En ég velti því jafnframt fyrir mér að hugsanlega snertir hún Bandaríkjamenn með öðrum hætti þarsem þessi ljósmynd er greypt í þeirra þjóðarsál.  Hver utan íslenskra landsteina hefði áhuga á bíómynd um íslenska styttu, ljósmynd eða málverk?  Hvaða kjarkaði kvikmyndagerðarmaður ætlar að gera bíómynd um hvernig styttan af Jóni Sigurðssyni varð til eða hvernig málverk Gunnlaugs Blöndal af Þjóðfundinum í Lærða skólanum 1851 varð til?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segir maðurinn sem gerði kvikmynd undir heitinu Sterkt kaffi og fjallar um tilvistarkreppu fólks sem ekki er í farsímasambandi. Samkvæmt þessu ertu með kjarkaðri kvikmyndagerðamönnum ...

SE (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 14:27

2 Smámynd: Börkur Gunnarsson

In my face, SE!  réttmæt athugasemd, b.

Börkur Gunnarsson, 22.12.2006 kl. 16:39

3 Smámynd: Pétur Blöndal

Góð hugmynd að gera bíómynd um hvernig málverkið af þjóðfundinum í Lærða skólanum varð til! Það mætti líka gera kvikmynd um málverkið af Bjarna Benediktssyni í Höfða sem er tekið niður þegar vinstri stjórnir taka við borginni og látið upp aftur undir hægri stjórnum. Vigdís Grímsdóttir skrifaði nú þrjár bækur út frá einni ljósmynd. Það er ýmislegt hægt!

Pétur Blöndal, 22.12.2006 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband