18.12.2006 | 20:51
Gleðilega Jólaneyslu
Af einhverjum ástæðum er í dag talið sjálfsagt að tjá ást og væntumþykju gagnvart sínum nánustu með efnislegum gjöfum um jólin. Ekkert var fjallað um þetta í jólaguðspjallinu en siðurinn er orðinn pikkfastur.
Ég vil ekki hljóma vanþakklátur, en oft hefur fólk takmarkaða þörf fyrir þær jólagjafir sem það fær. Eitthvað af gjöfunum eru aldrei notaðar, enda í geymslunni í nokkur ár áður en þeim er hent. Flestir í dag eiga fullskipaða búslóð og eftir því sem þeir eignast meira er bara meiru hent.
Kannski er tímanum, peningunum og orkunni sem fer í jólagjafainnkaup betur varið í að heimsækja gamla fólkið, halda matarboð, bjóða börnum systkina sinna í óvissuferð eða eitthvað annað en efnislegar gjafir.
Nú þegar samkvæmt áliti WWF við verðum búin að fullnýta tvær jarðir að náttúruauðlindum árið 2050 er ef til vill kominn tími til að endurskoða jólaneysluna. Buy nothing christmas samtökin vinna af því að fá fólk til að gefa ávísun á barnapössun eða annað álíka umhverfisvænt og fleiri aðilar vinna að svipuðum markmiðum.
Tökum nú höndum saman um að minnka neyslugeðveikina um jólin. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og við þurfum að fara sparlegar með þær, skiljum eitthvað eftir af náttúruauðlindum fyrir börnin okkar.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.