14.12.2006 | 23:43
Rithöfundur, frakki og Gljúfrasteinn
Þar les einnig Kristín Ómarsdóttir úr ljóðabókinni Jólaljóð, Ingunn Snædal úr ljóðabókinni Guðlausir menn - hugleiðing um jökulvatn og ást, Sigríður Dúna Kristmundsóttir úr ævisögu Ólafíu Jóhannsdóttur og Þórunn Valdimarsdóttir úr ævisögu Matthíasar Jochumssonar, Upp á sigurhæðir.
Þrjár af þessum fimm bókum eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Sendiherrann og Guðlausir menn í flokki fagurbókmennta og Upp á sigurhæðir í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis.
Leyfum rithöfundinum að hita upp sem mætti á krummafund fyrir hálfum mánuði í fallegum frakka og lýsir honum best sjálfur í upphafsorðum Sendiherrans, en kaflinn nefnist Bankastræti:
Hann væri úr sérlega endingargóðu efni; hundrað prósent bómull sem gæfi þá tilfinningu við snertingu að hún væri vaxborin. Og saumarnir - þeir dygðu út lífið. Vegna þess að áferðin væri svona eins og á sumum bókarkápum, eins og laminering - þú ættir að kannast við það, sjálft ljóðskáldið" - hrinti hann frá sér allri bleytu, og þess vegna væri hann einmitt kjörinn fyrir veðráttuna í þessu landi, eða hvaða landi sem væri; jafnvel þótt dagurinn heilsaði manni með heiðum himni væri aldrei hægt að útiloka að áður en honum lyki félli eitthvað annað á mann en ryk. Liturinn væri auk þess einn af helstu kostum hans; hann drægi aldrei að sér athygli sem litur en vekti hana hins vegar í formi þögullar aðdáunar, og - án þess auðvitað að við getum leyft okkur að hugsa þannig" - öfundar. Það eitt og sér að hann væri framleiddur á Ítalíu væri síðan trygging fyrir því að upphæðin sem maður greiddi fyrir hann færi beina leið í manns eigin vasa, ef þannig mætti að orði komast. Og talandi um vasa, þá skemmdi ekki fyrir þessi litli, skemmtilegi vasi innan á honum hægra megin, sem væri sérstaklega saumaður í hann til að koma fyrir farsíma. Eða sígarettupakka, það er að segja ef eigandinn notar ekki farsíma en tilheyrir þess í stað þeim fámenna hópi fólk sem þrjóskast við að reykja frá sér heilsuna. Það mætti síðan alveg nefna það að í hinum innanávasanum, þeim sem var hugsaður fyrir seðlaveskið, væri lítill, dökkblár flauelspoki - þetta væri meðal annars það sem gerði þessa sérstöku tegund svo einstaka: poki úr flaueli - og í þessum snotra poka, sem maður lokaði með því að toga í gulan silkispotta, væru tveir aukahnappar, ef svo ólíklega vildi til að einhverjir af upprunalegu hnöppunum losnuðu af og týndust. Hættan á að það gerðist væri auðvitað ekki mikil því eins og þegar var búið að nefna ættu saumarnir að halda þar til yfir lyki.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ég lauk við þessa frábæru bók í gær, Sendiherrann. Einnig er ég búinn að lesa Undir himninum og þessar tvær eiga ýmislegt sameiginlegt sem gaman væri að ræða þegar krummar hafa lokið sér af.
krá Örn Úlfar Sævarsson
Halldór Baldursson, 15.12.2006 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.