143 nauðganir í ár

Svo hljómaði fyrirsögn Blaðsins í dag og í undirfyrirsögn sagði: "Nauðgunum fjölgar en kærum fækkar á milli ára" en þeir sem lesa greinina gera sér grein fyrir því að það setningin er ósönn eða fullyrðing án nokkurra stoða.  Því samkvæmt fréttinni hefur engin rannsókn farið fram um hvort nauðgunum hefur fjölgað eða fækkað.  Það eina sem vitað er, er að fleiri hafa leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgana sem er allt eins líklegt eða líklegra að sé tilkomið vegna þess að meiri fjöldi þeirra sem nauðgað er leita sér aðstoðar.  Þarsem í þjóðfélaginu gætir meiri samúðar gagnvart fórnarlömbum slíks ofbeldis, meiri fordæmingar gagnvart ofbeldismönnunum og á undanförnum árum stóraukinnar umræðu og fræðslu um þessi mál þá er eðlilegt að búast við því að aukið hlutfall fórnarlamba finni kjark til að leita sér aðstoðar.  Nú er þetta bara eitt af þúsund dæmum um að fjölmiðlar hér á landi komi þeim bölmóði á framfæri að allt sé að versna þótt ekki sé tilefni til þess.  Það virðist oft einsog í þjóðfélögum þarsem allt er á uppleið og aðstæður fólks verði betri og betri sé tilhneygingin þessi á meðan í öðrum þjóðfélögum sem ég hef dvalið í og allt virðist í heljar höndum ef ekki á hraðri leið þangað sé tilhneygingin öfug - þar sé stöðugt minnst á að uppsveiflan sé í rétta átt, glæpir fari minnkandi og horfi til mikilla framdrátta.  Það er áhugavert hversu öfugsnúið þetta er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

konur eru enn að tala um að þær séu hræddar við lögregluna og dómskerfið, ég hef ekki orðið vör við að þessir aðilar hafi tekið sig neitt á, þannig að það á ekki að blinda okkur með einhverju bulli um að allt sé bara í lagi fyrst það hljóti að vera! það er ekki búið að taka á þessu vandamáli, það er ekki einu sinni byrjað einsog staðan er í dag.

halkatla, 14.12.2006 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband