14.12.2006 | 09:25
Rjúpur í örbylgjuna!
Eins og flest annað þá verður jólahaldið alltaf einfaldara og einfaldara. Sú var tíðin að á öllum heimilum var hamast við að hnoða í smákökur og baka þær, hamast við að hnoða laufabrauðsdeig, fletja það út, skera og fletta laufunum og síðan að steikja brauðið. En í dag er þetta allt miklu einfaldara. Jói Fel sér um að hnoða deigið og Kristjánsbakarí sér um laufabrauðið. Að vísu er laufabrauðið hans Kristjáns svolítið bjánalegt því það á eftir að fletta öllum laufunum, en ný kynslóð telur að svona líti laufabrauð út. Þessi sama kynslóð heldur líka að smákökur séu eitthvað sem maður kaupir í rúllu frá Jóa Fel og það eina sem þurfi að gera sé að skera deigið niður og stinga því í ofninn.
Jólaundirbúningurinn er að verða að enn einum skyndibitanum þar sem enginn á að þurfa að hafa fyrir einu né neinu. Áður átti hvert heimili og hver stórfjölskylda sýnar smákökur þar sem uppskriftir höfðu gengið niður mann fram af manni en núna eiga allir að baka smákökurnar hans Jóa Fel. Sama má segja um laufabrauðsgerðina. Laufabrauð er mikil fyrirhöfn en um leið veita fallega skornar kökur meiri ánægju við jólaborðið.
Það eina sem vantar eru rjúpur í örbylgjuofninn frá 1944, þá eru skyndijólin fullkomnuð!
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Stenst nú ekki mátið að kommenta á þetta. Málið er að þetta er ekki einföldun á jólahaldinu heldur er hér um fagvæðingu að ræða. Maður á ekki að ganga í störf fagmanna og þar eru bakarar engin undantekning. Svo maður tali nú ekki um að nú getur maður keypt kökurnar tilbúnar hjá Jóa Fel og svo kerti í Blómaval með kökuilmi. Allir óþreyttir og fínir um jólin nema verslunarmenn og bakarar.......... að ógleymdum þeim sem maður kaupir til að þrífa fyrir sig
Sigurlaug (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 09:23
ég vil fyrst benda Sigurlaugu á "þriðju leiðina" sleppa bara þrifunum. Hvorki kaupa né streða.
Það er margt sem bendir til þess að Lárus standi ekki einn í jólabakstrinum, hann ætti bara að vera þakklátur Jóa sérstaklega fyrir piparkökurnar sem er alveg sama hvernig bragðast hvort sem er. Ég hef líka grun um að á hans heimili sé staðið fyrir ólöglegri barnaþrælkun.
Laufabrauðið er hins vegar alvarlegra mál og ljótt var að sjá þá aðför sem gerð var að því í Jólablaði Moggans nýlega þegar landsmönnum var boðið upp á ljótt laufabrauð undir yfirskriftinni öðruvísi laufabrauð
akj (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.