Popúlistar

Það var fyndið að sjá Helga Hjörvar skrifa um að eyða fátækum börnum en þegar maður var búinn að hlæja vegna mismælisins og velti fyrir sér að skýrslan sýndi að 4.634 börn voru fátæk á Íslandi árið 2004 þá fannst manni að það mætti leggja svona popúlista einsog Helga lið í þessari baráttu.  Það var ekki fyrr en maður sá ítarlega frétt um málið að manni brá við því það er innbyggt í þessar mælingar að það mælist alltaf hlutfall fátækra barna þarsem samkvæmt aðferðafræðinni þá miðast fátæktarmörkin við 50% af ráðstöfunartekjum þeirra sem eru í miðju skalans í þjóðfélaginu?  Þegar maður les svona langt verða mismæli Helga hlægileg en það sem hann meinti verður sorglegur popúlismi.  Því ekki er mögulegt að eyða fátækt í kerfi sem mælir samkvæmt þessum aðferðum.  Því jafnvel sá sem hefur milljón á mánuði í ráðstöfunartekjur mælist fátækur svo framarlega sem sá sem er í miðið mælist með rúmar tvær.  Það sagði líklegast mun meira um Ísland að í þessum mælingum varð ljóst að Ísland er í hópi þeirra landa innan OECD þarsem fátækt barna mælist hvað minnst.  Þótt allskonar popúlistar geti gert sér mat úr sláandi tölum í trausti þess að menn nenni ekki að kynna sér málin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Baldursson

Það er rétt að mælikvarðinn er relatívur en hann mælir engu að síður samt fátækt, og af hverju sýna þessar mælingar að það séu miklu fleiri fátæk börn á Íslandi en annnars staðar á Norðurlöndum?

Vissulega ekki gallalaus mæling, en sýnir engu að síður að vandamálið er til staðar. Augljóst að ekki er hægt að útrýma fátækt samkvæmt þessum mæliaðferðum en samt engiin ástæða til að stinga hausnum sandinn og gera grín að málinu.

kv/ Örn Úlfar

Halldór Baldursson, 13.12.2006 kl. 22:48

2 Smámynd: Pétur Blöndal

Auðvitað er sárgrætilegt að til sé fátækt meðal barna! Og stjórnvöld þurfa að beita sér gegn því á hverjum tíma. Það sem Börkur bendir á er að það verða alltaf einhver börn fátækust; það er innbyggt í rannsóknina og þarf svo sem ekki rannsókn til. Það hlýtur hinsvegar að teljast ánægjuefni að fátæktarmörkin hafa hækkað um 50% á tíu árum, frá 1994 til 2004, vegna hækkunar tekna. Og jafnframt að þetta virðist ekki vera meiri fátæktargildra en svo að 75% þeirra fjölskyldna sem mældust fátækar árið 2000 voru það ekki lengur árið 2004.

Á hinn bóginn er rétt Örn Úlfar að fleiri mælast í lægsta þrepi en annarsstaðar á Norðurlöndum, þó að við komum mun betur út en flest OECD-ríki. Þess vegna eru mikilvægar þær aðgerðir sem verið er að grípa til, s.s. breytingar á skattalögum þar sem komið er til móts við barnafólk (sem koma til framkvæmda frá 2004 til 2007) og breytingar sem nú eru til umræðu á þingi og lúta að greiðslu barnabóta vegna 16 og 17 ára barna, hækkun skattleysismarka o.fl. Ástandið hefur því þegar breyst mikið til batnaðar og á eftir að batna enn frekar. Þó að auðvitað megi deila um það hvort gripið hafi verið í taumana nógu snemma.

Pétur Blöndal, 14.12.2006 kl. 02:01

3 identicon

Æ, þetta er svo vitlaust. M.v. þessa mælikvarða myndi fátækum börnum á Íslandi fjölga við þann einstaka atburð að Bill Gates (ríkasti maður í heimi) myndi flytjast til landsins. Hver er lógíkin í því?

Haukur (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 02:11

4 Smámynd: Börkur Gunnarsson

Nákvæmlega Haukur, þetta er sjúkt.

Börkur Gunnarsson, 14.12.2006 kl. 09:29

5 Smámynd: Börkur Gunnarsson

og örn úlfar, í fyrsta lagi að þá spyr ég, erum við ekki að mælast verr heldur en hin norðurlöndin af því að við leyfum aðeins fleira fólki að vera súperlaunað?  í öðru lagi að þá hafa fósturdætur mínar örugglega talist til bláfátækra barna undanfarin ár ef undan er skilið árið í ár.  en þau eru örugglega betur sett en flest.  og ég frábið mér að einhverjir popúlistar séu að nota þau til að vekja upp niðrandi vorkunn sem við höfum engan áhuga á.  og þótt við getum núna keypt handa krökkunum tíu tölvur, sex hundruð nintendo leiki og fimm og hálfan dvd spilara að þá erum við ekkert að fara að gera það.  krakkarnir eru alveg jafn happy í ár einsog þau hafa verið undanfarin ár.

Börkur Gunnarsson, 14.12.2006 kl. 09:46

6 Smámynd: Halldór Baldursson

Fjandakornið, kvefaði maðurinn var búinn skrifa langa færslu sem þurrkaðist út vegna 'tæknilegra mistaka'. Færslan sú fjallaði um barnabætur og skerðingar á þeim, sem eiga rétt á sér, per se, en upphæð viðmiðunar skerðinganna á frekar að fylgja þeim súperlaunuðu sem Börkur talar um, óþarfi að skerða bætur fyrr en komið er yfir meðallaun. Held að lækkun á þessum bótum hafi gengið alltof langt hjá ríkisstjórninni á sínum tíma og nú á að taka skref til baka sem er gott. Gott að vita að börn Barkar hafi það gott og vonandi tekst með breytingum á bótakerfinu og skattkerfinu (t.d. hækkun persónuafsláttar) að koma til liðs við þá krakka sem hafa það ekki eins gott, burtséð frá nintendoleikjum og pópulisma.

Augljóst að mælikvarðinn er gallaður til að ná almennilegum tökum á fátæktarhugtakinu. Óska eftir því að menn finni þá betri leið til að ræða þessa hluti og leysa vandann, nema einhverjir séu enn með hausinn í sandinum.

Einnig skrifaði ég um þörfina á að ræða flatan lágan skatt á allar tekjur og uppstokkun á bótakerfinu í leiðinni í takt við nýja tíma.

Með krummakveðju

Örn Úlfar

Halldór Baldursson, 15.12.2006 kl. 14:01

7 identicon

Fátækum börnum myndi ekki fjölga á Íslandi samkvæmt skilgreiningu OECD ef Bill Gates flytti hingað þar sem miðað er við miðgildi tekna en ekki meðaltal í skilgreiningunni.  

Bergþóra (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband