13.12.2006 | 15:55
Happdrættið þar sem allir vinna
Bjartur hefur alltaf farið óhefðbundnar leiðir í markaðsstarfi sínu. Nú stendur til að hafa opið í forlagsversluninni frá 20 til 22 á fimmtudagskvöld, í tilefni af því að þá verða verslanir í miðbænum opnar til 22 um kvöldið.
Boðið verður upp á léttar veitingar og efnt til happdrættis, en í happdrættum Bjarts vinna alltaf allir. Þá verður spurningakeppni meðal gesta: Hvaða lag myndu þeir velja um miðbik þáttarins ef þeir væru kvöldgestir Jónasar Jónassonar á Rás 1. Sú spurning hvílir nefnilega þungt á sögumanni í Undir himninum eftir Eirík Guðmundsson, góðkunninga Krumma. Úrslit verða birt á Bjartsvefnum um helgina. Einnig mun "krónprinsinn" Jón Hallur Stefánsson syngja nokkur jólalög".
Bjartsbækur fást á bestu fáanlegu kjörum, en Krummar eiga þær auðvitað allar. Hinsvegar geta þeir komið á óvart í eldhúsinu með ólívuolíu beint frá ítölskum bónda og spilað svo Möggu Stínu að syngja Megas yfir borðhaldinu. Er þá ekki tilvalið að lesa upp úr Eiríki Guðmundssyni og heilla með því elskuna sína:
Ég þráði krá í þorpi þar sem skósverta er borin fram með bjórnum, ég þráði sveitasælu, að minnsta kosti málverk af sveitasælu eða hrauni, mig langaði að sjá himbrima, dalaliljur eða tötrapelikana með gamlan bréfmiða í gogginum, dánarfregn, ljóð eða reikning fyrir einu glasi af mezcal eða flösku af Bombay Sunset, keypta á strandbar við Kyrrahafið. Mig langaði að sjá tjarnir og stöðuvötn sem horfa til himins. Eftir að hafa gengið inn í lítið herbergi, eins konar afdrep innarlega í íbúðinni, gegnt svefnherberginu, og aftur fram á ganginn, hvarf ég frá hugmyndinni um sveitaferð, auðvitað væri miklu nær að koma sér úr landi, panta flugferð til Torremolinos og koma raun-brúnn til baka.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.