Dagur mismælanna

Fjölmargar færslur á blogginu í gær snerust um mismæli.

Á vefsíðu sinni bendir krumminn Friðjón R. Friðjónsson bendir á eina þeirra úr umræðuþættinum Silfri Egils, þar sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir verðandi ritstjóri vikublaðs talaði um að Kvennalistinn hefði verið stofnaður fyrir tíu árum.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, mismælti sig illa þegar hann sagði í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina N24 Sat1 að Ísrael byggi yfir kjarnorkuvopnum. „Við höfum aldrei hótað nokkurri þjóð gereyðingu," sagði Olmert. „Íranar hóta opinberlega að þurrka Ísrael af kortinu. Getið þið haldið því fram að það sé sambærilegt, þegar þeir vilja eignast kjarnorkurvopn, við Frakkland, Bandaríkin, Rússland og Ísrael?" Raunar er almennt talið að Ísraelar hafi komið sér upp kjarnaorkuvopnum, en þeir hafa ekki gengist við því. Og strumpurinn Þórir Hrafn Gunnarsson veltir því fyrir sér hvort þetta sé strump

Það var síðan kostulegt þegar Óli Tynes mismælti sig í lestri frétta á Bylgjunni og talaði um að „hneppa hrossið". Svo kostulegt að hann skellti sjálfur upp úr og leiðrétti sig.

Svo fær blaðamaður DV að heyra það á Sirkusbloggi, þar sem Guðný Lára Árnadóttir hellir sér yfir hann fyrir frétt um „náin kynni" hennar og Toby úr Rockstar Supernova. Hún segir að blaðamaðurinn hafi hringt í sig. „Hann spurði um náin kynni og ég sagði NEI. Samt er öll greinin um einhver náin kynni.. hvað í ansk er að. Hvernig getur svona fólk eins og þessi blaðamaður lifað með þetta á samviskunni að ljúga upp á annað fólk og láta það líta illa út."

Og þetta var allt á glogginu í bærkvöldi!  


mbl.is Olmert sagði Ísrael í hópi kjarnorkuþjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband