Bjarga mannslífum?

sudurland

 

 

 

 

 

Nú eru 14.000 búnir að undirrita ósk um að suðurlandsvegur verði tvöfaldaður.  Þeir einu sem tala gegn því virðast vera þeir hjá vegagerðinni, sem reyndar eru væntanlega þeir sem hafa mesta þekkingu á málinu.

 Búið er að rannsaka málið mjög vandlega.  Í þessari skýrslu er að finna ýtarlegar arðsemisupplýsingar um málið og árið 2001 var komist að svipaðri niðurstöðu.  Eins og ofangreindar tölur sýna er líklega um 40 ár í að við þurfum á 2+2 vegi að halda.

 Ég er því á móti því að um 10 milljörðum verði varið í að tvöfalda suðurlandsveginn.  Mun hagkvæmara er að nýta þá fjármuni í að leggja sem fyrst 2+1 veg sem gæti náð líklega eftir mest öllu suðurlandinu en ekki bara til Selfoss.  Þjóðvegakerfið okkar allt er stórhættulegt og að leggja í þessa gríðarlega kostnaðarsömu tvöföldun í nágrenni Reykjavíkur er ekki rétt forgangsröðun.  Fyrir þann pening sem fór í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar hefði mátt leggja 2+1 veg til Selfoss, Keflavíkur og að Hvalfjarðargöngum.  Það að öllu fjármagninu var veitt í tvöföldun Reykjanesbrautar hefur kostað líklega eitt mannslíf á ári á suðurlandsveginum.

 2+1 lausnin virkar.  Læknar sem ég hef rætt við erlendis þar sem búið er að breyta vegunum yfir í þetta form kvarta undan því að þeir sjá varla nægilega mikið af slösuðu fólki til að halda sér í þjálfun.  Það vandamál höfum við ekki hér.

Það sama gildir um lýsingar á þjóðvegum.  Verkfræðingar höfðu bent á að ef vegir úti á landi eru lýstir upp fer fólk ómeðvitað að keyra hraðar og einnig fara bílar að keyra á staura þegar þeir fara út af.  Heildarávinningurinn er því enginn.  Að lýsa upp Reykjanesbrautina kostaði víst hálfan milljarð og var gert þvert ofan í ráðleggingar verkfræðinga, bara af því að mönnum þótti það hljóma vel að lýsa.  Áður en tvöföldunin þar var opnuð var reynslan síðan gerð upp, þessi hálfi milljarður breytti engu um slysatíðnina og var því gagnslaus fjárfesting. 

Nú er síðan farið að jarma um að lýsa upp suðurlandsveg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Blöndal

Það er þörf ábending að fórnarkostnaðurinn við að ráðast í tvöföldun Suðurlandsvegar eru mannslífin sem tapast annarsstaðar á landinu, þar sem enn á eftir að ráðast í úrbætur. Enn eru til dæmis einbreiðar brýr á nokkrum stöðum á hringveginum og útlendingar sem sjá það umferðarskilti halda eflaust að það sé brennivínsflaska. Ég efast um að þeir fá einn gráan hjá Lykla-Pétri, en kannski þeir komist í messuvínið efra. 

Ég hlustaði á viðtal um daginn við vegamálastjóra sem sagði hættulegra að tvöfalda en að fara þá leið sem þú bendir á. Umferðin væri of lítil til að ísingin eyddist þegar salti væri dreift yfir veginn; það þjappaðist ekki niður. Það væri vandamál á Reykjanesbrautinni og enn minni umferð yrði um Suðurlandsveg. En svo virðist sem þenslan sé að baki og það þurfi að vinna upp töpuð tækifæri í eyðslu í vegakerfið. Kannski þeir fari að dreifa krónum yfir veginn en ekki salti?

Pétur Blöndal, 9.12.2006 kl. 09:31

2 Smámynd: Halldór Baldursson

Það er verið að æsa fólk í tvöföldun. Ég held að það hefði verið löngu búið að ráðast í 2+1 veg, sem er það sem þarf, ef þingmenn kjördæmisins hefðu ekki ákveðið, í kjölfar nýju kjördæmaskipananinnar, að verja miklum miklum fjármunum í Suðurstrandarveg, sem tengir Bláa lónið við Þorlákshöfn. Nú koma sömu þingmennirnir og vilja tvöföldun....og það án tafar. Góða kvöldið segi ég. 2+1 og það strax. Tvöföldun er tvöfeldni.

Örn Úlfar

Halldór Baldursson, 9.12.2006 kl. 18:35

3 Smámynd: Halldór Baldursson

ps. Góð grein Hjalti.

Halldór Baldursson, 9.12.2006 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband