6.12.2006 | 02:14
Hrafn á leikinn
Skákgyðjan á marga góða vini en einn maður hefur gengið henni í föðurstað undanfarinn áratug og það er Hrafn Jökulsson. Hann heimsótti krumma sællar minningar, flutti stórfróðlegt erindi um Flugur Jóns Thoroddsens, sem hann sá um endurútgáfu á, og gaf lestrarfélaginu fyrstu bók í bókasafn félagsins.
Hrafn hefur haldið úti vinsælu bloggi og tilkynnti lesendum sínum í dag að hann væri á leið yfir lönd og höf til að leita sér lækninga í pistli undir yfirskriftinni "Bless í bili". Og skrifaði: Eftir það mun ég vonandi snúa tvíefldur, til að geta sinnt vinum, fjölskyldu og köllun minni."
Krummar styðja hann í baráttu sinni og hann má vita að hann mun alltaf aufúsugestur í hreiður þeirra. Þá munu liðsmenn skákarms Ufsans ávallt fylkja sér að baki foringjans. Vert er að rifja upp ljóð Hrafns úr bókinni Húsinu fylgdu tveir kettir: istanbúl er borgin mín":
istanbúl er borgin mín
ég hef aldrei komið þangað en oft verið þar
á götuhorni stendur auðvitað hvítkalkað kaffihús
með röndóttu skyggni yfir dyrunum
í horninu eru einhverjir að tefla
ég er stundum á þessu kaffihúsi
einkum þegar snjóar einsog núna
þá reyki ég rammar sígarettur drekk
sterkt kaffi tek skák við kallana
brosi kurteislega til einu konunnar
og hún brosir til mín án allra skuldbindinga
já istanbúl er borgin mín
og ég er þar stundum
þegar þú spyrð um þetta fjarræna augnaráð
mundu bara
það er ekki af áhugaleysi
sem ég virðist annars hugar
ég er að tefla skák í istanbúl
og ég á leikinn
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.