Örlög gælusvíns Clooneys

Það berast sorgarfréttir utan úr heimi. Gælusvín Clooneys er fallið frá átján ára gamalt og var þetta lengsta sambúð Clooneys. Nefýlan flautar:

Clooney áður veitt var vín
og vífin ófá kyssti,
svo gekk að eiga gælusvín
- gölt sem lífið missti.

Á því hafði mikið mætt,
missti lífs af glaumnum,
er í gegnum súrt og sætt
synti á móti straumnum.

Undir bíl beið eitt sinn tjón
oft í háska statt var 
með liðagigt og litla sjón
lífdaga það satt var. 

Æmti svínið "aldrei meir,
elsku vinur hlýi".
En kannski aftur eiga þeir
ástarfund á skýi?


mbl.is Clooney missir gælugöltinn sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hrein snilld.

Helgi Snær Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband