5.12.2006 | 09:38
Afsökun hvað?
Nú er talsvert karpað á Íslandi um réttmæti innrásarinnar í Írak. Formaður framsóknar talar um mistök og formaður Samfylkingar um að menn eigi að opinbera iðrun sína. Það er ávallt auðvelt að vera vitur eftir á, stíga á pall og vera stóryrtur. Ég mun seint taka undir að rangt hafi verið að ryðja manni eins og Saddam Hussein úr vegi þótt efalaust hafi mátt gera margt betur í ferlinu sem við tók.
Þegar menn stunda það að vera vitrir eftir á takmarka þeir sig við núið. Meðal þeirra sem hæst bylur í er enginn vilji til að greina þær ástæður sem liggja að baki þeim ákvörðunum sem teknar voru og framtíðarsýnin er bjöguð í hlutfalli við nálægð kosninga.
Þeim sem vilja kynna sér nánar við hvaða vanda var við að eiga árið 2003 og hvaða forsendur menn höfðu fyrir innrásinni í Írak má benda á grein í tímaritinu Foreign Affairs fra því í júní á þessu ári. Þar er farið ofan í kjölinn á ýmsum skjölum sem ógnarstjórn Saddams skildi eftir sig og rýnt í það sem yfirmenn i her Saddams sögðu í yfirheyrslum. Menn vissu að Saddam hafði reynt að komast yfir gereyðingarvopn. Menn vissu að Saddam hafði beitt efnavopnum gegn eigin þegnum. Greinin i Foreign Affairs leiðir í ljós að fjölmargir yfirmanna í her Saddams trúðu því að Írak hefði yfir gereyðingarvopnum að ráða.
Í greininni er bent á að Saddam trúði ávallt að her hans myndi hafa í fullu tré við innrásarliðið. Menn voru skotnir ef þeir sögðu honum annað. Upphafin orðræða er mjög tíðkuð í arabaheiminum og undirmenn Saddams létu hann heyra það sem hann vildi með mikilli skrúðmælgi. Hann áleit sjálfur að flugher sinn stæðist ekki innrásarliðinu snúning og lét því grafa MIG-vélar sínar í sandinn og fela þær til að geta notað þær til að tryggja stöðu sína í þessum heimshluta eftir að hafa unnið sigur á innrásarliðinu. Saddam sagði ekki afdráttarlaust að hann ætti ekki gereyðingarvopn. Honum var mjög umhugað um að nágrannar hans, þ.á m. Íranar sem hann hafði staðið í 8 ára stríði við á 9. áratugnum, tryðu því að hann ætti þau og óttuðust hann. Saddam var í fyrsta lagi sannfærður um að Frakkar og Rússar, vegna viðskiptahagsmuna, kæmu í veg fyrir innrás og í öðru lagi fullviss um að hann gæti hrundið slíkri árás. Honum var því umhugað um stöðu sína eftir slíka innrásartilraun.
Upplýsingar sem bárust til Bandaríkjamanna og Breta voru því mjög misvísandi. Fjölmargir Írakar, og margir hverjir háttsettir, trúðu því að Saddam réði yfir gereyðingarvopnum. I nýútkominni bók, Inside the Jihad, kemur fram að Al Queda-liðar vildu að ráðist yrði á Írak. Stríð þeirra tengist ekki beint löndum heldur battlespace" og innrás í Írak gæfi þeim vígvöll til að berjast á. Í Inside the Jihad kemur fram að Al Queda-liðum var gert að segja að samtökin væru við það að kaupa gereyðingarvopn af Saddam ef þeir næðust og yrðu yfirheyrðir. Ein hliðin á teningnum var að ekki fundust gereyðingarvopn í Írak, og allir voru sammála um að það væri eins og að leita að nál i heystakki. Hin hliðin var sú sem menn sannarlega þekktu á Saddam og þær upplýsingar sem njósnarar fengu frá hans eigin háttsettu herforingjum, sem trúðu að hann ætti gereyðingarvopn, og handteknum Al Queða-liðum sem sögðu að samtökin væru við það að kaupa slík vopn af honum.
Hvaða gera menn við slíkar upplýsingar? Hefði verið rétt að láta Saddam njóta vafans? Hvað ef hann hefði átt gereyðingarvopn?
Fjölmargar þjóðir studdu innrásina í Írak. Stórþjóðir líkt og Frakkland, Rússland og Þýskaland lögðust gegn henni af ástæðum sem rekja má til undarlegs samblands af hnignandi stórveldis"-komplexum, dularfullum viðskiptasamningum (m.a. vopnasamningum) og pólitískrar tækifærismennsku heima fyrir. Þurfa Íslendingar að skammast sin fyrir að hafa að gefnum þessum forsendum, í samvinnu við þær þjóðir sem studdu innrásina, heimilað yfirflug og lendingar og gefið fyrirheit um 300 milljóna króna framlag til enduruppbyggingar Írak? Ég held ekki.
(Erindi sem barst Hrafnasparki frá félaga krumma ytra, Steinari Þór Sveinssyni).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.