4.12.2006 | 23:45
Svínið af Snæfellsnesi?
Það eru vandfundnari skemmtilegri lagatextar en í Svíninu með Ríó tríói. Textinn er bráðvel gerður og ég áleit alltaf að hann væri íslenskur, enda á þjóðlegum nótum. Hefði getað verið saminn undir jökli á Snæfellsnesi, fallegustu sveit á Íslandi, þar sem rík hefð er fyrir samgangi manna og svína. Ef grísinn á Malarrifi hefði ekki veirð étinn hefði hann ef til vill ratað í kvæði?
Svo rakst ég á frumútgáfuna rétt í þessu í enskri ljóðabók, en þar er það eignað hinum stórtæka höfundi "Anonymous":
It was an evening in November,
As I very well remember,
I was strolling down the street in drunken pride,
But my knees were all a-flutter,
And I landed in the gutter
And a pig came up and lay down by my side.
Yes, I lay there in the gutter
Thinking thoughts I could not utter,
When a colleen passing by did softly say:
"You can tell a man who boozes
By the company he chooses" -
And the pig got up and slowly walked away.
Textinn var á þessa leið með Ríó tríói og er eignaður Helga Péturssyni á Sittlítið af hvurju:
"Það var snemma í september/ að ég staulaðist heim - hálfber/ því að mikinn mjöð ég lét í maga mér. /Að lokum kylliflatur ég féll/ ofan í forarpoll með skell,/ þá kom syfjað svín og lagði sig hjá mér." Og seinna erindið, að slepptum millikafla: "Tvær fínar frúr þar gengu hjá/ og með furðu mig litu á/ og svo skömmuðu mig svo mig í skinnið sveið:/ "Það má þekkja þá sem drekka/ á þeim félögum sem þeir þekkja."/ - Þá stóð svínið upp og labbaði heim á leið!"
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.