Þar skall hurð nærri hælum

Þar skall hurð nærri hælum. Brotist var inn í stigagang forseta lestrarfélagsins, eflaust í þeim tilgangi að stela krumma. Fyrst hringdu þrjótarnir dyrabjöllunni og þar sem forsetinn var í baði, þá hleypti hann þeim inn og kallaði niður: "Hver er þar?". "Er Palli heima?" heyrðist að neðan. "Hann á ekki heima hér," svaraði forsetinn og fylgdist með því að fyrirspyrjendur hyrfu örugglega af vettvangi. Sem þeir og gerðu. Fór þá forsetinn aftur í bað, alsæll yfir því að truflunin væri ekki meiri, en hrökk upp aftur við mikinn skarkala í kjallaranum. Þá höfðu pörupiltarnir tekið útidyrnar úr lás og laumað sér inn, farið niður í geymslu og brotið þar upp dyr, - eflaust voru þeir að leita að krumma. Nágranni forsetans kom hinsvegar að þeim og hrakti þá tómhenta brott, meðal annars með því að kasta að þeim bókahillu. Ekki fylgir sögunni hvort hún var full af bókum. Í fyrstu var forsetinn uggandi um að krummi hefði horfið með þjófunum, en létti þegar:

Heyrði' eg orð úr hægum sessi

hann ei mæla fleiri' en þessi,

eins og hefði hinzta andvarp

hrafnsins verið: "Aldrei meir."

Hljóður sat hann, hreyfðist varla, -

í hljóði mælti eg þá, að kalla:

"Sá ég víkja vini alla

vonir svíkja eins og þeir;

þessi fugl, hann fer á morgun

frá mér burtu, eins og þeir."

Enn kvað hrafninn: "Aldrei meir."

Reyndar sagði krummi ekki neitt, enda uppstoppaður í plastpoka. En einhvern veginn tengi ég hann við innbrotið; óheillafugl eins og ráða má af kvæði Edgar Allan Poe í þýðingu Einars Benediktssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband