2.12.2006 | 21:10
Rithöfundar á blogginu
Bloggið er löngu orðið bókmenntagrein. Ótal rithöfundar að gefa sjálfir út efni á hverjum degi. Einn þeirra sem ég hef fylgst með í gegnum tíðina er Ívar Páll Jónsson blaðamaður sem heldur úti vefnum Eddie Murphy loads his own gun. Hann iðkar stílbrögð sem ég hef séð fleiri beita á Netinu, stuttar athugasemdir, stundum í einni setningu, sem bregða skemmtilegu ljósi á tilveruna. Hann skrifar 19. nóvember:
"Það er auðvelt að gera sér í hugarlund hvað á sér stað í Sogskálanum í Hveradölum."
Þannig leikur hann sér oft að margræðni orða, svo sem í færslu 11. nóvember:
"Ég spurði Konráð bróður minn áðan hvort hann notaði ekki alveg örugglega konþráð. Hann svaraði með orðinu já, sem þýðir að hann hlýtur að hafa verið með konþráðinn í eyrunum þegar spurningin var borin upp."
Og hann getur líka verið beittur, eins og í tilkynningu 15. nóvember:
"Bein útsending verður á vef umhverfisráðuneytisins frá ræðu Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Kenýa kl. 8 í fyrramálið. Í tilefni af því hefur verið skipulagt fjöldasjálfsvíg á Players í Kópavogi, þar sem ræða ráðherra verður sýnd á skjánum á meðan viðstaddir skera sig á háls."
Auðvitað er Ívar Páll aðeins einn af mörgum hugmyndaríkum pennum á vefnum og gaman væri að fá ábendingar um fleiri. En það er spurning hvenær farið verður að skrifa ritdóma og gera fræðilegar úttektir á bloggsíðum, jafnvel einstökum færslum. Það væri verðugt verkefni að gera brautryðjendum skil á þeim vettvangi en einnig að hampa þeim höfundum sem rísa hæst.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:12 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.